Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Fréttir Menning Nokkur biðskýli SVR fuku i hvassviðrinu og er myndin tekin af einu þeirra. DV-Mynd S Miklar annir hjá lögreglunni Miklar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt vegna óveðursins sem gekk yfir Suð- vesturland. Fjölmargar tilkynningar bárust á lögreglustöðvamar um fok á þakplötum, girðingum, trjám, fána- stöngum og öðru lauslegu. Einnig var mikið um að rúður brotnuðu í verstu hrinunum. Þá fuku nokkur biðskýli SVR. Nokkuð bar á að raflínur slægjust saman í hvassviðrinu. Lögreglan var til dæmis kvödd að Baldurshaga þar sem línur höfðu slegist saman. Voru viðgerðarmenn írá Rafinagnsveitun- um sendir á staðinn og komu þeir línunum í lag. USS Þrír starfsmenn sjónvarpsins að hætta: Tveir í vinnu til Stöðvar 2 Þrír starfemenn sjónvarpsins, þau óli Öm Andreassen, Maríanna Frið- jónsdóttir og Ema Kettler, hafa sagt upp störfum hjá stofnuninni, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Pétri Guðfinnssyni, íramkvæmda- stjóra sjónvarpsins. Sagði Pétur að þær Maríanna og Ema hefðu ráðið sig til starfa hjá Stöð 2 en óli Öm hættir vegna brottflutn- ings. Pétur gat þess einnig að launa- kjör starfefólks sjónvarpsins væm samkvæmt launakjörum ríkisstarfe- manna og því lítt sveigjanleg og gætu ríkisíjölmiðlamir ekki boðið jafhgóð kjör og einkastöðvar í þessum rekstri. „Þetta er ekkert nýtt en það er lítið við þessu að gera,“ sagði Pétur. -ój Bfllinn hafnaði uppi á tröppum hússlns, talsvert skemmdur eflir óhapplð. DV-mynd JGH Ökuferðinni lauk uppi á tröppum Jðn G. Haukaacn, DV, Akureryrt íbúar í húsinu Ási við Hörgárbraut á Akureyri fengu óvenjulega kurteis- isheifnsókn aðfaranótt laugardags. ölvaður ökumaður með tvo í bílnum hjá sér missti vald á honum á Hörgár- brautinni og þeyttist bíllinn út af veginum, um 25 metra, yfir tún, tré og runna. Ökuferðinni lauk uppi á tröppum hússins og var eins og bílnum hefði verið klosslagt þar. Engin meiðsl urðu á fólki en ökumaðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar um nótt- ina. Bflhnn er mikið skemmdur. Sigurmars Giuseppe Verdi: Aida Hljómsveitarstjóri: Gerhard Deckert Leikstjóri: Briet Héöinsdóttir Leikmynd: Una Collins Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir & Una Collins Lýsing: Ámi Baldvinsson Dansahöfundur: Nanna Ólafsdóttir Sýningarstjóri: Kristin S. Kristjánsdóttir Kór og hljomsveit íslensku óperunnar und- ir stjórn Peters Locke & Catherine Williams Konsertmeistari: Szymon Kuran Helstu hlutverk: Aida - Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Amneris - Sigriður Ella Magnús- dóttir, Radames - Garðar Cortes, Amonasro - Kristinn Sigmundsson, kon- ungur - Hjálmar Kjartansson Frumsýning 16. janúar 1987 Engan, sem fylgst hefur með þeim stórbrotnu uppsetningum á óper- unni Aidu sem tíðkast í stærstu óperuhúsum, sjá spettacolo frá Scala í íslenska sjónvarpinu um daginn, óraði fyrir því að hægt væri að setja þetta dýrðlega egypska söngævin- týri á laggimar á sviði litla Gamla bíós. Strangt til tekið hefur það heldur sjá rómantísk málverk Lord Leigh- tons af egypsku sældarlífi. Ég verð að játa að mér varð ekki um sel þegar ég sá þessa sviðsmynd: Hvemig átti að fara á milli konungs- hallar, Nílarbakka og dýflissunnar í lokin? En söngurinn gerði allar meiri háttar tilfæringar óþarfar, hugvitið og Bríet leikstjóri sáu um afganginn. LeHdist Aðalsteinn Ingólfsson Til dæmis er alveg eins áhrifamikið að heyra prestana dæma Radames utan sviðs, meðan Amneris fylgist með skelfingu lostin á sviðinu, í stað þess að láta prestaskarann umlykja Radames í augsýn áhorfenda, og ljóst klæði yfir höfðum þeirra Rada- mesar og Aidu í myrkvaðri lokasen- unni gerir meira en að gefa prísund til kynna, það gæti sem best haft andlega skírskotun: himintjald. Umfram allt þarf sópraninn að geta lagt allt tilfinningasvið sitt und- ir röddina. Ég held að ekki sé ofmælt að Ólöf Kolbrún Harðardóttir hafi gert þetta allt glæsilega og sé þar með komin í úrvalsdeild alþjóðlegra söngvara. En það er svo aftur Amneris sem með sinni myrku messórödd magnar upp dramatíkina í söng Aidu og þar hefur Sigríður Ella fyrir löngu sýnt afburðahæfileika. Söngur hennar til Radamesar í fjórða þætti: Ah, tu dei vivere, kom við kvikuna í mér. Hlutverk karlmannsins í þessum ástarþríhymingi, Radamesar, er ekki þakklátt. Á fyrstu tíu mínútum óperunnar þarf hann að syngja sína einu stóraríu, og þær gerast varla stærri: Celeste Aida, en síðan er hann eins konar leiksoppur þeirra Aidu og Amneris, örlög hans og söngur eru háð þeim. Garðar Cortes komst býsna vel frá sínu. Að vísu var hann ekki nógu skörulegur í upphafi, arían fræga var Konungur (Hjálmar Kjartansson) gefur Amneris dóttur sina (Sigríður Ella Magnúsdóttir) Radamesi hershöföinga (Garðar Cortes). ekki verið gert því ekki einasta syngja menn á sviði Gamla bíós heldur einnig uppi á svölum, niðri meðal áhorfenda og uppi í rjáfri, alls staðar þar sem þverfótað verður í húsinu. Og það sem meira er, áheyrendur gleyma öllum pýramídum, elífontum, úlföldum úr stóru pródúksjónunum og hrífast með því stórfenglega æv- intýri sem hin íslenska uppfærsla af Aidu er. Því þótt fáar óperur Verdis bjóði upp á eins mikla sundurgerð, pomp og prakt og einmitt Aida er framvinda verksins í rauninni öll í söngnum, resítatíf og söngur eru eitt, raddir og hljómsveit leggjast á eitt í tjáningu á tilfinningalegum svipt- ingum. Þetta skildist íslenskum áheyr- endum gjörla er þeir sátu á raddsvið- inu miðju, með kóra og söngvara allt í kringum sig, og fyrir vikið tóku þeir virkari þátt í frumsýningunni, klöppuðu meir, húrruðu meir. Óhagganleg og symmetrísk sviðsmynd Þar sem söngurinn er dramað í Aidu er ekkert sjálfeagðara en að tákngera allt Egyptó með óhaggan- legu og fullkomlega symmetrísku tröppusviði með risi fyrir miðju, sem er í senn sögulega rétt og skáldlegt, Sviðsmyndin er sömuleiðis mjög aðlaðandi umgjörð fyrir náin sam- skipti þeirra Amneris og Aidu, svo og fyrir indælan dans litlu stúlkn- anna. Búningar voru hvorki of eða van, við hæfi og hæfilegt augnayndi. Fáar óperur gera eins mikið fyrir kóra og Aida og ég held ég hafi aldr- ei heyrt eins upptendraðan og vel samæfðan kór á íslensku óperusviði eins og þennan Aidu-kór. Þó voru menn syngjandi vítt og breitt um húsið, en aldrei brást þeim „tæm- ing“, allar innkomur og þagnir á hárréttum stöðum; fagnaðarríkur söngur í sigurmarsinum, dulúðgur við helgun sverðsins í hofinu. I úrvalsdeildinni Aida stendur eða fellur með þeim sópran sem syngur titilhlutverkið. Og hlutverkið er með þeim allra erfiðustu í óperubókmenntunum, því sópraninn þarf að geta skipt skapi í söngnum á andartaki, skipt á milli gjörólíkra tilfinningalegra blæ- brigða, sjá Nílararíuna frægu, 0 patria mia. Þar þarf Aida að byrja á háa C- inu, fara niður í harðneskjulegt ákall til föður síns, syngja svo ljúfan ástardúett með Radamesi. fremur klemmd, en er á leið óx Garð- ari ásmegin og kveðjusöngur þeirra Ólafar Kolbrúnar í dýflissunni var með því allra fallegasta sem gerðist í þessari uppfærslu. Konunglegur Kristinn Sigmundsson söng síðan Amonasro af þeim myndugleik og þeirri innlifun sem hlutverkið krefet, er höfðinglegur í tötrum sínum, sjá mikilfenglegan söng hans til Egyp- takonungs: Ma tu, re, tu signore possente... Hjálmar Kjartansson er líka kon- unglegur í fasi en bassarödd hans er tæplega eins þjál og hún þarf að vera. Ramfis æðstiprestur, sunginn af Viðari Gunnarssyni, var hins vegar öflugur og úthaldsgóður bassi. Um hljómsveitina getur leikmaður lítið sagt, eyru mín námu enga hnökra, og lúðrablásturinn í sigurm- arsinum gladdi óstjómlega. Þessi uppfærsla á Aidu er raunar einn allsheijar sigurmars fyrir ís- lensku óperuna, hér leggur hún listrænt herfang sitt fyrir landslýð. Væri ekki við hæfi að launa henni sigurinn með einhveiju móti, til dæmis með því að létta af henni skuldabagganum? -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.