Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 42
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. «2 Sviðsljós Ólyginn sagði... og kærastan Angie Lynn hafa frestað öllum gifting- aráformum um sinn. Astæð- an er að barnið sem átti að fæðast í júlí næstkomandi lést í móðurkviði og var því framkölluð fæðing um síð- ustu áramót. Þetta er þeim báðum mikið áfall og virðist nú hinni verðandi brúði lítil ástæða til þess að fá löglegt innsigli á samþandið. Angie hefur staðið við hlið George sem dyggur stuðningsmað- ur og súperaðstandandi í margföldum bömmerum að undanförnu - heimsótti hann reglulega þá þrjá mán- uði sem hann sat í fangelsi fyrir síendurtekna ölvun við akstur og kom elskunni ævinlega á fætur eftir langa og slítandi brennivínstúra. En nú er eitthvað nýtt að gerast í höfði Ijóskunnar og George því farinn að verða alvarlega uggandi um sinn hag á heimaslóðum. Edward Bretaprins skemmtir sér alls ekki neitt í hermannaleik af alvörusort- inni og hefur því sagt sig úr breska hernum. Hressilega hriktir í höllinni vegna þessa því það er hefð að karlmenn bresku konungshallarinnar gangi í gegnum þjálfun inn- an hersins og síðan eru fundin handa þeim hæfileg störf og titlar. En sá yngsti í familíunni segir þvert nei - hefur viðbjóð á harðneskj- unni og ruddaskapnum sem þrífst í herþjónustunni og segir að mannlegri þættir eigi betur við sig. Leiklistina hefur borið á góma til mikils hryllings fyrir foreldra ung- mennisins sem telja fullvíst að frami á sviðinu verði I dæmi prinsins að teljast jafngilt beinni hraðferð í hundana. Tina Turner klæðist stundum einhverju öðru en netsokkum og sexí- bolum. Núna er bomban í skíðaferð og rennir sér niður fjallshlíðar í Sviss sem loð- skinnselding. Þar er hún í ágætum félagsskap ..með Karólínu af Mónakó, Önnu Bretaprinsessu og fleirum úr þotuliðinu sem eyða vetrar- dögunum í vellystingum á þessum slóðum. Tina segir ekkert jafnast á við góða salíbunu niður snævi þaktar fjallshlíðar þegar slaka þarf á og gleyma amstri hverdags- ins. Bamakerlingin Jósefina Baker Hún var dáð af milljónum manna um allan heim fyrir söng sinn og dans en þrátt fyrir það varð hún aldr- ei auðug - náttúrubarnið Jósefína Baker. Parísarbúar féllu marflatir fyrir henni þar sem hún dansaði íklædd banönum og næstum engu öðru. Enginn komst með tærnar þar sem þessi skemmtikraftur hafði hæl- ana. Jósefína gleymdi aldrei uppruna sínum en hún var fædd og uppalin í einu fátækrahverfa New Yorkborg- ar. Snauðir áttu vísan stuðning þar sem þessi þeldökka stjarna var ann- ars vegar og fjármunum sínum eyddi hún ætíð jafíióðum og þeirra var afl- að. Einkum áttu börn hauk í horni þar sem Jósefína Baker var annars vegar og tólf munaðarleysingja frá hinum ýmsu heimshornum ættleiddi hún á lífsleiðinni. Uppeldi þeirra kostaði peninga þannig að mikil vinna beið hennar það sem eftir var á lífsleiðinni. Heimilið Les Milandes lenti að lok- um á nauðungaruppboði og þá var Jósefína ákaflega nærri uppgjöf. En furstahjónin í Mónakó - Grace og Rainier - hlupu undir bagga og það varð úr að Rauði krossinn í Mónakó- furstadæminu keypti húseign á Rivierunni fyrir Jósefínu og munað- arleysingjana hennar. En laun heimsins eru oft vanþakk- læti. Þegar Jósefína Baker var öll fylgdi aðeins eitt bamanna henni til grafar. Stjaman varð sextíu og átta ára gömul og hafði nokkrum sinnum gefið út yfirlýsingar um að hún væri fyrir löngu orðin dauðþreytt á lífinu - þreytt á stöðugri vinnu og að standa alltaf í sviðsljósinu. Samt sem áður átti hún þá ósk heitasta að fá að deyja á sviðinu. Hún rættist næst- um bókstaflega - Jósefína Baker lést í Parísarborg nýstigin af sviðinu eft- ir sína síðustu sýningu. Ennþá íklædd sviðsbúningnum og förðuð í samræmi við það. Og þúsundir grát- Bananarnir urðu vörumerki skemmtikraftsins Jósefínu Baker og þannig klædd - eða fáklædd - töfr- aði hún Parisarbúa upp úr skónum. andi Parísarbúa fylgdu kistunni eftir strætum borgarinnar í síðustu ferð- ina þar sem hún var kvödd í Madel- einekirkjunni. Enginn gat fyllt hennar skarð í hugum aðdáendanna. Fyrsti eiginmaðurinn var italski greifinn Pepito di Albertino. Pepito átti erfiða daga í hjónabandinu því afbrýðisemin ætlaði hann hreinlega að kæfa. Jo Bouillon og Jósefína bjuggu sam- an í tíu ár en skyndilega heimtaði stjarnan skilnað með forgangshraði. Með tímanum fjölgaði þó spjörunum og Jósefina endaði alklædd á sviö- inu. Börnin hennar Jósefínu voru í öllum ina á heimilinu Les Milandes. regnbogans litum. Þarna við sundlaug- Nýr herra Isabella Hin fagra Isabella Rosselini er nú komin með nýjan kærasta - David Lynch heitir hann og er leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Fyrri eigin- mennirnir voru Martin Scorsese sem einnig er kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri og Jonathan Wiederman sem er þekkt fyrirsæta i tiskuheim- inum. Jonathan er faðir hinnar þriggja ára Electru sem er einkadóttir Isabellu og hefur sú stutta verið mikið hjá föður sínum og barnfóstrum vegna starfa Isabellu. En nú er von til aö tryggt heimili sé i nánd því turtildúfurnar eru að tísta um hjónaband og hreiðurgerð. Allt í lukkunnar velstandi. „Kysstu mig, kerla! Þá er Mats Wilander genginn út og hrynja því mörg ungmeyjartárin um víða veröld. Sú lukkulega heitir Sonya Mullholland og þykir brúð- kaupið ekki hafa verið af verri endanum - brúðurinn íklædd dýrind- issilki og pallíettum en brúðguminn í svörtum jakkafötum. Gestir losuðu eitt og hálft hundrað og að gömlum sið var því haldið vandlega leyndu fyrir Mats hvernig Sonya myndi klæðast á brúðkaupsdaginn. Það þykir nú reyndar sumum eigin- mönnum ekki mikið sem hafa ekki í tuttugu ár tekið eftir útliti eigin- kvennanna og svo gat kappinn giskað sér til huggunar á að fýrsti stafurinn í fyrsta orði klæðnaðarins væri h... og sá fyrsti í öðru orðinu k ... - byggt á líkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.