Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. DV íkveikja a Akureyri Ján G. Hankssan, DV, Aknreyii Vegna snarræðis starfsmanns hitaveitunnar á Akureyri tókst að koma í veg fyrir stórtjón eftir að brennuvargur kveikti í pappaköss- um í kjallara Hafnarstrætis 88 um hálfáttaleytið á laugardagskvöld. í húsinu eru gistiherbergi frá Hótel Stefaníu, íbúðir og fjórar verslanir. Fólk var í húsinu. Starfemaðm- hitaveitunnar sá pappakassana loga. Hann tók þegar til sinna ráða og slökkti í þeim með handslökkvitæki áður en eldurinn náði að breiðast út. Að sögn Gísla Lórenzsonar, vara- slökkviliðsstjóra á Akureyri, leikur enginn vafi á því að um íkveikju var að ræða. Kveikt var í rétt í þann mund sem slökkviliðið var að ljúka við að slökkva eld í öðru útkalli. Hafiiarstræti 88 er betur þekkt sem gamli Islandsbankinn. Húsið er timburhús og er í miðri timbur- húsaþyrpingu. Ekki var vitað í gær hver kveikti í. Pilturinn sem fórst Pilturinn, sem lést af völdum áverka sem hann hlaut er hann hrapaði í Stardalshnúki í Mosfells- sveit, hét Guðmundur Jökull Jens- son. Hann var 17 ára, fæddur 6. febrúar 1969. Hann bjó í foreldrahús- um að Fálkagötu 5 í Reykjavík. Þrír bílar í árekstri Harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Grensásvegar í fyrrinótt. Lentu þrír bílar í árekstr- inum sem átti sér stað um kl. 1.20. Tveir ökumenn og einn farþegi voru fluttir á slysadeild en ekki er kunn- ugt um meiðsl þeirra. Bílamir skemmdust mjög mikið og varð að fjarlægja tvo þeirra af slysstað með kranabíl. Þá varð umferðarslys á mótum Kringlumýrarbrautar og Sætúns rétt fyrir kl. 20 í fyrrakvöld. Var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur á slysadeild en hann var ekki talinn mikið slasaður. -JSS Akureyri: Skúr brann til kaldra kola Ján G. Ifeukssan, DV, Akureyii Skúr við útihúsin að bænum Grænhóli, rétt utan Akureyrar, brann til kaldra kola laust fyrir kl. sjö á laugardagskvöld. Ekki varð mikið tjón að öðru leyti en því að skúrinn, sem var gamall, gjöreyði- lagðist. Skúrinn var notaður sem geymsla en ekki munu hafa verið geymdir verðmætir hlutir í honum. Þegar slökkviliðið var að ljúka störfum um hálfátta barst tilkynning um eld í Hafharstræti 88, eða gamla íslands- bankanum svonefnda. Fréttir Unuhús brann um helgina: „Frétti af brunanum á Gauki á Stöng“ „Ég leit aðeins inn á Gauk á Stöng skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins og þar hitti ég kunn- ingja minn sem sagði mér að Unuhús væri að brenna. Ég spurði bara hvort hann kynni annan betri,“ sagði Gestur Ólafsson arkitekt sem varð fyrir þvi óláni um helgina að heimili hans, Unuhús við Garðastræti, brann nær því til kaldra kola. „Ég og sambýlis- kona mín fórum í bíó á föstudags- kvöldið og þegar við komum heim ákváðum við að skreppa aðeins á skemmtistað í stað þess að fara að sofa strax. Það var ef til vill guðs mildi því að ég veit ekki hvemig farið hefði ef við hefðum verið sofandi hér uppi á lofti.“ I gær vann Gestur ásamt iðnaðar- mönnum við að hreinsa til í bmna- rústunum. Þökk sé snörum handtökum slökkviliðsmanna þá standa útveggir Unuhúss enn og Gest- ur er staðráðinn í að byggja húsið upp aftur. „Ég er einu sinni búin að byggja þetta hús upp og var að koma mér út úr verstu skuldasúpunni þegar ég verð að byija upp á nýtt. En með góðra manna hjálp ætti þetta að takast á nokkrum mánuðum. Að sjálfeögðu er tjónið mikið og þegar Jón Stefánsson fer þá kemur hann ekki aftur,“ sagði Gestur og átti þar við málverk og ýmis önnur verðmæti er urðu eldinum að bráð. „Þetta sýnir manni að ekki er rétt að binda sig allt of mikið við jarðneska hluti í þessu lífi.“ Unuhús var reist skömmu eftir síð- ustu aldamót og nefnt eftir Unu Gísladóttur sem bjó þar lengi ásamt syni sínum, Erlendi Guðmundssyni. Húsið var lengi samastaður lista- manna og er þess víða getið í íslensk- um bókmenntum. Ragnar Jónsson í Smára eignaðist síðar húsið og hafði þar bókaútgáfu. Á síðari árum hefur Unuhús hins vegar verið heimili Gests Ólafssonar sem nú ætlar að byggja það upp í annað sinn. Líklegast er talið að kviknað hafi í út frá rafinagni í viðbyggðum gróður- skála. -EIR Gestur Ólafsson i rústum Unuhúss i gær: - Þetta sýnir manni að ekki er rétt að binda sig allt of mikið við jarðneska hluti í þessu lífi. DV-mynd BG Þessi stæðilegi krani valt á hliðina þar sem hann stóð á hafnarbakkanum í Hafnarfirði í fyrrinótt. Urðu vindhviðurnar honum ofviða og því fór sem fór. Menn brugðu skjótt við og settu á hann bönd til að hann fyki ekki í sjóinn í óveðrinu. DV-mynd S Þak sviptist af fjárhúsi á Eyri í Kjós og átta klndur drápust: „Þetta var óhugnanleg aðkoma" „Þakið sviptist af fjárhúsinu í veðurofeanum og fauk í burtu. Kind- umar hafa tryllst úr hræðslu því átta tróðust undir og drápust. Þetta var óhugnanleg aðkoma," sagði Kristín Jónsdóttir, húsfreyja á bæn- um Eyri í Kjósarsýslu, þegar DV ræddi við hana í gær. í óveðrinu, sem gekk yfir í fyrrinótt, fauk þak af 100 kinda fjárhúsi á bænum og hluti þaks af geymslu. „Klukkan hefur verið farin að ganga ellefu í fyrrakvöld þegar fyrsti rokkippurinn kom,“ sagði Kristín. „Veðrið stóð svo í þijár klukku- stundir. Við fórum ekki út fyrr en um fimmleytið í gærmorgun því það hætti sér enginn út fyrr vegna plötu- foksins. Þá var aðkoman eins og áður sagði. Við hleyptum kindunum strax út og nú er verið að keppast við að koma húsinu undir þak aftur. Við reiknum með að það geti orðið fyrir kvöldið því við njótum góðrar aðstoðar bamanna okkar sem komu úr Reykjavík til að hjálpa til.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.