Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 21 íslenskir dómarar í Danmörku Stefin KristjánsBcnJ>V,Roatodc Danir og Norðmenn keppa tvo landsleiki í handknattleik í febrúar og fara leikimir fram í Randers í Danmörku. Þessir leikir verða lo- kaundirbúningur Dana fyrir B-keppnina á Ítalíu sem hefst 24. febrúar. Það sem er merkilegt við þessa leiki er að Gunnar Kjartansson og Rögvald Erlingsson dæma báða leikina. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir dómarar dæma alvöru A-landsleiki karla í handknatt- leik. -JKS. AHreð og Siggi Gunn. meðlOOIeiki StÆn Krispnsson, DV, Rostock Tveir leikmenn íslenska lands- liðsins leika blómaleiki á hér Baltic Cup. Sigurður Gunnarsson leikur sinn 100. landsleik gegn Austur-Þjóð- verjum og Alfreð Gíslason einnig sinn 100. landsleik gegn Pólverj- um. -JKS A-Þjóðverjar hafa aldrei tapað í Rostock Stefin Kristjánsscm, DV, RjoetocJc Það er greinilegt að róðurinn verður erfiður hjá íslenska liðinu gegn Austur-Þjóðveijum hér á Baltic Cup á miðvikudaginn. Það er ekki nóg með að í liðinu sé val- inn maður í hveiju rúmi, heldur hafa Austur-Þjóðveijar aldrei tap- að landsleik í Rostock í hand- knattleik. -JKS Heimsbikarkeppnin: Zurbriggen enn efstur Staða efetu manna er nú þessi í heimsbikarkeppninni á skíðum: 1 ZurhrWfin 209 stiir 2. Wasmeier . 157 stig 3. Gaspos . 125 stig 4. Pramotton . 118stig 5. Stenmark . 114 stig 6. Krizaj ... 72 stig 7.-8. Strok og Heinzer ... 70 stig 9. Alpiger ...67stig 10.-11. Múller og Giradelli... 66 stig Stærsti draumur allra er að vinna sigur á Svíum - segir Guðmundur Guðmundsson Stefin Kristjánssom, DV, Rostock „Það er ljóst að þetta mót verður mjög erfitt og allsendis óvíst hver útkoman úr því verður. fslenska liðið, sem hér leikur, hefur ekki komið saman mjög lengi og margir leikmenn ekki spilað saman síðan á HM í Sviss. Engu að síður munum við gera okkar besta og ég veit að Bogdan leggur mikla áherslu á að góður árangur náist,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, ný- kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur, í samtali við DV. „Erfiðustu andstæðingamir í þessu móti verða sjálfeagt Vestur-Þjóðverjar og Sovétmenn,“ sagði Guðmundur síð- an, ,,en þessi tvö lið eiga að vera í toppformi þessa dagana vegna B- keppninnar á Ítalíu í febrúar. Eg vona innilega að okkur takist að sigra Svía. og það er óneitanlega stærsti draumur allra í liðinu. Það yrði mjög gott að vinna tvo leiki hér í Rostock og ná góðum úrslitum úr öðrum leikjum, sérstaklega gegn Sovétmönnum og Vestur-Þjóðveijum. Það eru geysilega erfiðir dagar fram- undan, gífurlega strangar æfingar verða tvisvar á dag fram að byrjun mótsins. Það er því mikið álag á mannskapnum en jafiiframt vilji allra að ná góðum árangri í þessu sterka móti,“ sagði Guðmundur að lokum. JÖG • Guðmundur Guðmundsson, nýkjörinn iþróttamaöur Reykjavikur, er ekki vanur að iáta sitt eftir liggja þegar mikið liggur við. Danir bjartsýnir á að komast á ólympíuleikana - gamlar kempur að bætast í hópinn Stefin Kristjánsson, DV, Rostodc Danir eru óskaplega bjartsýnir á að þeim takist að komast á ólympíuleik- ana í Seuol 1988, sérstaklega eftir að það varð ljóst að Jens Erik Röpstorf, sem leikur með Helsingör, og Mogens Jeppesen, markvörður hjá Ribe, sem dönsku blöðin kalla bjargvætt dansks handknattleiks, verða með danska landsliðinu í B-keppninni á Ítalíu í næsta mánuði. Minna má á að fyrir heimsmeistara- keppnina í Sviss á síðasta ári voru Danir fullir bjartsýni um gott gengi sinna manna en það fór á annan veg eins og flestir vita. Þeir féllu niður í B-riðil keppninnar og verður að segj- ast að þeir þurfa heldur betur að taka sig á þar því þar verða mjög sterkar þjóðir, t.d. Vestur-Þjóðverjar, Sovét- menn, Rúmenar og Tékkar svo að á þessu sést að Danir eru ekkert öfunds- verðir af verkefni sínu en aðeins tvær þjóðir tryggja sér farseðilinn til Seuol í B-keppninni á Ítalíu. -JKS Maradona táraðist þegar Napoli vann óvíst hvort hann getur leikið næstu tvær vikur Heil umferð var í ítölsku knatt- spymunni um helgina og heldur Napoli enn efeta sætinu með 24 stig eftir sigur á Brescia, 2-1. Hið mikil- væga sigurmark liðsins skoraði Bruno Giordano úr vítaspymu. í fyrsta sinn í 22 ár náði Napoli að sigra Brescia á heimavelli sínum þótt raunar hafi ekki blásið byrlega í upp- hafi. Argentínski knattspymusnillingur- inn Maradona mátti t.d. fara af leikvelli eftir rúmar sextíu mínútur og er hann enn ekki gróinn sára þeirra er hann hlaut í deildarleik um síðustu helgi. „Eg sá Maradona gráta í fyrsta sinn í dag,“ sagði læknir Napoli-liðsins eft- ir leikinn en hann mátti lina þjáningar kempunnar. Læknirinn taldi þó meiðslin ekki alvarlegs eðlis og reikn- aði fastlega með að Maradona gæti leikið að nýju eftir hálfan mánuð. Inter Milan sigraði Empoli, 2-1, um helgina og heldur því öðm sætinu, - er með 22 stig. Mörk Inter skomðu þeir Matteoli og Mandorlini en Svíinn Ekström svaraði fyrir gestina. Mikhael Laudmp skoraði fyrsta mark Juventus í 2-1 sigri á Udinese. Udinese náði þó að jafha með marki Graziani en Manfredonia gerði út um leikinn við mikinn fógnuð áhorfenda í Torino. Franska knattspymugoðið Platini fór nú loks á kostum þótt hann næði ekki að skora mark. Juventus er nú í þriðja sæti með 21 stig. Örslit í öðrum leikjum vom þessi: Ascoli - Milan 1-0 Atalanta - Sampdoria 1-0 Como-Roma 0-0 Fiorentina - Avellino. 2-0 V eron a-Torino 2-1 -JÖG Stefán Kristjáns- son, blaðamaður DV, skrifar frá Rostock Guðmundur hnýtir flugur Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc Menn gera ýmislegt til að stytta sér stundir á milli æfinga og leikja og má segja að sumir velji sér nokkuð óvenjulega dægrastytt- ingu. A þetta sérstaklega við um homamanninn og veiðidellukarl- inn Guðmund Guðmundsson sem ver miklum af frítíma sínum hér í að hnýta lax- og siglungsflugur. Guðmundur er með mikla veiði- dellu og er þegar farinn að und- irbúa sig fynr næsta veiðitímabil og segir það toppinn í veiði- mennskunni að veiða lax eða sUung á flugur sem hann hefur hnýtt sjálfúr. -JKS • Maradona á nú við meiösli að stríða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.