Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 9 Utlönd í samningunum er gert ráð fyrir að hinir lægst launuðu fái mesta hækkun. Samningar danskra launþega í höfh Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahcfa: Samningar um hálfa milljón danskra launþega eru nú í höfii. Seint í fyrrinótt sömdu verslunar- menn og atvinnurekendur þeirra. Hafði þá verið setið við samninga- borðið í þrjátíu og fjórar klukku- stundir. Áður höfðu aðilar jámiðnaðarins, verktaka og tréiðn- aðarmanna náð samningum. Samningar þessir taka gildi fyrsta mars næstkomandi og gilda næstu fjögur árin. Þó er einstaka hópum gert kleift að semja um laun á tíma- bilinu. Að fjórum árum liðnum verður vinnuvikan komin niður í þrjátíu og sjö klukkustundir og hvað varðar laun eru það hinir lægst launuðu sem fá mesta hækkun. Þannig verða lágmarkslaun versl- unarmanna fimmtíu og átta danskar krónur á tímann eftir fjögur ár. Reiknað er með að samningar verslunarmanna hafi áhrif á samn- ingaviðræður verslunarmanna er vinna hjá hinu opinbera. Eru þeir um ein milljón talsins og vænta sér ' góðs af samningum félaga sinna í einkageira atvinnulífsins. Þrátt fyrir að enn hafi ekki verið samið fyrir einstaka launþegahópa er ekki gert ráð fyrir neinum meiri- Varaðir við ferðum til Bandaríkjanna háttar átökum á vinnumarkaðnum næstu vikumar. Talsmaður frá stofriun, er ranns- akar hvað framtíðin muni bera í skauti sér, segir að í framtíðinni muni samvinna og sameining um sameiginleg vandamál leysa átök á vinnumarkaðnum af hólmi. Auk þess sem vandamál vinnumarkaðar- ins verði leyst hjá hveijum laun- þegahópi fyrir sig. Segir talsmaður þessi að hlutverk launþegasamtakanna minnki ekki en þróist meira í átt að þjónustusam- tökum þar sem launamál taki æ minni tíma. í stað þess mun æ meiri áhersla verða lögð á vinnuaðstöð- una, nýja tækni, eftirlaunastöðuna og endurmenntun. Trúa allsekki játningu um Palmemorðið Gurmlaugur Jónsaan, DV, Lundi Hans Holmér lögreglustjóri, er stjómar leitinni að morðingja Olofs Palme, trúir ekki á játningu fimmtíu °g tveggja ára gamals manns sem seg- ist hafa myrt Palme. Maðurinn, sem handtekinn var eftir tilraun til að ráða af dögum fyrrum samgönguráðherra Svíþjóðar, hafði gert lista með nöfrium þrjátíu manna er hann ætlaði að ráða af dögum. Nafh Olofs Palme var ekki á listanum og maðurinn sagðist ekki hafa haft áform um að myrða Olof Palme fyrr en hann mætti honum af tilviljun á götu og hefði hann þá ekki staðist freistinguna. Að sögn Kvállspostens, sem eitt sænskra blaða hefur birt þessa frétt, mun rannsóknarlögreglan hafa leitt í ljós að ekkert sé hæft í játningu mannsins. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg B. Sveinsdóttir Fullyrt er að yfirvöld í Israel hafi varað embættismenn og vopnasala þá er tengjast flutningnum á bandarísk- um vopnum til írans við að fara til Bandaríkjanna til þess að þeir verði ekki yfirheyrðir þar. Talsmenn utanríkisráðuneytisins neita að nokkur slík fyrirmæli hafi verið gefin en fyrrum ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og vopnasalar héldu því fram í útvarpsviðtali. Háttsettir embættismenn í ísrael hafa sagt að þeir muni vinna með Bandaríkjunum að rannsókn vopna- sölumálsins en þeir segjast ekki hafa verið beðnir um neinar upplýsingar. í skjölum og vitnisburði fyrir þing- nefnd hefur verið gefið í skyn að ísraelar hafi átt frumkvæðið að vopna- sölunni. Israelskir embættismenn segja að þeir hafi aðeins orðið við beiðni náinn- ar bandalagsþjóðar um að veita aðstoð við frelsun bandarískra gísla sem voru í haldi stuðningsmanna frana í Líban- on. ísraelar hafa neitað að hafa átt þátt í að færa skæruliðum í Nicaragua gróðann af vopnasölunni. Lækna Parkinsons- veiki með ígræðslu NÝ, GLÆSILEG SNYRTISTOFA Nudd- og snyrtistofa Ingibjargar Andrésdóttur hefur verið opnuð i nýju og giæsi- legu húsnæði að Engjateigi 7 (hús Verkfræðingafélagsins). Bjóðum ykkur velkomin í hressandi og mýkjandi nudd og gufubað. Aromatheraphy er okkar sérgrein. Aromatheraphy er sérstök nudd- meðferð á líkama og andlit þar sem eingöngu eru notaðar hreinar jurta- olíur. Sérstaklega gott gegn streitu og kvillum sem fylgja hraða og vinnuálagi nútímans. öll almenn snyrting: Andlitsbað - húðhreinsun - litun - vaxmeðferð - handsnyrting - fótsn- yrting - dag-, kvöld- og brúðarförð- un með TRUCCO snyrtivörum. Komið og reynið þjónustuna. Nudd- og snyrtistofa Sænskir læknar eru nú að undirbúa flutning á heilavef úr tíu vikna gömlu fóstri yfir í heila sjúklings með Parkin- sonsveiki. Mun ígræðslan verða sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Breskir vísindamenn hafa gert til- raunir með ígræðslu heilavefs í apa og rottur sem orðið hafa fyrir heila- skemmdum. Kom í ljós að heilavefur úr fóstri náði að festast og gerði það jafnframt að verkum að heilaskemmd- imar löguðust að einhverju leyti. Gera vísindamenn sér góðar vonir um að hægt verði að hjálpa sjúkling- um með Parkinsonsveiki með þessari aðgerð en hún gæti orðið til þess að sýktar heilafrumur geti aftur farið að stjóma hreyfingum líkamans. Talið er að slík aðgerð geti einnig orðið sjúkl- ingum með Alzheimerveiki og mænusigg að gagni. Samkvæmt fyrirmælum frá sænsk- um yfirvöldum verður fóstrið að vera látið, konan er gekk með fóstrið verð- ur að veita samþykki sitt og enginn skyldleiki má vera milli gefanda og þiggjanda til þess að ekki verði gengið með fóstur í þeim tilgangi einum að nota það síðan til slíkrar aðgerðar. Falskur björgunarmaður Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmarmahöfri: Tveimur bömum var bjargað frá drukknun í Kaupmannahöfh á laugar- daginn fyrir viku. Höfðu þau verið á þunnum ís á tjöm þegar ísinn brast undan þeim. Talað var um atburðinn í blöðum og sjónvarpi og var strætis- vagnabílstjóri, er keyrði hjá tjöminni, hylltur sem hetja fyrir að hafa bjargað bömunum. Birtust viðtöl við bílstjó- rann þar sem hann lýsti hugrekki sínu og Strætisvagnar Kaupmannahafnar verðlaunuðu hann. Fékk hann frí í einn dag og íþróttagalla. Síðan kemur upp sú einkennilega staða að annar maður kveðst hafa bjargað bömunum. Átti hann að hafa verið á bíl, stöðvað strætisvagninn og beðið um sjúkrabíl í gegnum talstöð hans. Hentist hann síðan út á ísinn og bjargaði bömunum úr köldu tjam- arvatninu. Sagði maðminn, Nielsen að nafni, að fjöldi vitna gæti staðfest framburð sinn. í vikunni gáfu fimmtán manns sig fram er öll höfðu verið vitni að atburðinum. Styðja vitnin frásögn Nielsens og segja auk þess að strætis- vagnabílstjórinn hafi setið í bílstjóra- sætinu allan tímann og talað í talstöðina. Bömin hafa einnig stutt manninn eftír að hafa jafnað sig á volkinu. Segir Nielsen þessi að vinir hans og fleiri hafi kallað hann lygara þegar blöðin komu út en hann hafði þá ve- rið búinn að segja frá hetjudáð sinni. Varð það til þess að hann auglýsti eftir vitnum er gætu stutt frásögn hans og gáfu þau sig fljótt fram. Hlýt- ur strætisvagnastjórinn að fá óblítt augnatillit farþega sinna þessa dag- ana. Ingibjargar Andrésdóttur, Engjateigi 7, sími 689250. AFSWOUR iö bjóðum gólfteppi og flísar jútjina, skrifstofuna og stiga- ginn á frábæru afsláttarverði ýxpum fyrir nýjum tegundum. GREIÐSLUKJÖR # ##%#Byggingavörur hf. REYKJAVlKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI, SlMI 53140.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.