Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 23 DV Siggi Sveins skoraði mark fra miðju vallar - en það var dæmt af á óskiljanlegan hátt. AUi skoraði 11 Atli Hlntaissan, DV, V-Þýskalandi: Það voru svo sannarlega æsandi lokamínútumar í leik Lemgo og Grosswaldstadt þegar liðin gerðu jafn- tefli, 20-20, eftir að Grosswaldstadt var yfir, 12-10, í hálfleik. Lemgo var undir mestallan tímann en komst síðan yfir, 20-19, og hafði boltann auk þess að vera manni yfir. Þá fékk Lemgo dæmt á sig ruðning og Grosswaldstadt komst í sókn og skoraði. Þá voru 2 sekúndur eftir. Siggi fékk þá boltann og reyndi skot ífá miðju. Og hið ótrúlega gerðist - inn fór boltinn og dómaramir dæmdu markið gilt. Allt trylltist af fögnuði en þá gerði tímavörðurinn athuga- semd. Langan tíma tók að fá niður- stöðu en að lokum dæmdu dómaramir markið af. Þá varð allt vitlaust í íþróttahöllinni og þurftu dómaramir að fá lögreglufylgd út. Enginn varð eins ánægður með þessa niðurstöðu og markvörður Grosswaldstadt en það er tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Himer. Hann fór næstum því að gráta þegar boltinn fór inn. Að sögn Sigurðar var skotið ekki mjög fast og skildi hann reyndar ekkert í því hvemig boltinn fór inn. Sigurður var tekinn úr umferð mest- allan tímann en skoraði eigi að síður 7 mörk (4 v.) og átti mjög góðan leik - greinilegt að hann er í góðri æfingu og verður skemmtilegt að sjá til hans á Baltic Cup. Þangað fer hann eftir leik Lemgo á miðvikudagskvöldið. Freisler var bestur hjá Grosswald- stadt. Þá tapaði Schútterwald fyrir Weiche Handwitt, 19-23. Atli meö 11 mörk Atli Hilmarsson var svo sannarlega í stuði þegar Leverkusen sigraði Berl- ín, 23-22, og vom leikmenn Leverkus- en klaufar að vinna ekki stærri sigur. Atli lét sig ekki muna um að skora 11 mörk og var ekkert þeirra skorað úr víti. Átti Atli aðeins tvö misheppn- uð skot. Að sögn Atla hefur hann ekki áður skorað 11 mörk í leik. Það mesta sem hann hefur skorað hingað til er 10 mörk og það var í landsleik. Wanne Eikel sigraði Bergkamen, 23-16, en Bjami og félagar komust mest 9 mörkum yfir. Bjami var mjög sterkur í leiknum og skoraði 6 mörk. Dormhagen er nú efst í 2. deild með 31 stig en Leverkusen er í öðm sæti með 22 stig. Dankersen er í 3. sæti með 21 stig. Bjami og félagar em með 14 stig í 8. sæti. Siggi Sveins þriðji markahæst- ur Pólverjinn Jerzy Klempel er nú markahæstur í Bundesligunni. Hann hefur skorað 165 mörk (55 v.), Erhart Wunderlicht er næstur með 160 mörk (74 v.), Sigurður Sveinsson er þriðji með 117 mörk (49 v.). Alfreð Gíslason er í 19. sæti með 68 mörk (8 v.) en hann hefúr aðeins spilað 16 leiki. Essen efst Essen er enn sem fyrr efst og það þó að liðið eigi inni tvo leiki á Gross- waldstadt. Staða efstu liða nú: Essen.......................16 29 Grosswaldstadt..............18 28 Milbertshofen...............18 21 Kiel........................16 20 M Evrópukeppnin í handknattleik: Öll v-þýsku liðin komust í undanúrslH - Kristján og AKreð stóðu sig vel Atli Hhnaisscm, DV, V-Þýskalandi: Leikmönnum Gummersbach leist ekki á blikuna þegar þeir komu til leiks í Evrópukeppninni í A-Þýska- landi í gær. Dómaramir, sem dæmdu leikinn, vom nefhilega sömu dómarar og dæmdu leik Víkings og Barcelona fyrir tveim árum. Þetta júgóslavneska dómarapar er orðið mjög frægt fyrir heimadómgæslu sma. Leikur Magde- burg og Gummersbach var engin undantekning frá þessu. Að sögn Kristjáns Arasonar var dómgæsla þeirra hörmuleg. Þrátt fyrir það tókst Gummersbach að komast áfram í Evrópukeppninni. Þessi leikur fór 18-14 fyrir Magdeburg en Gummersbach vann fyrri leikinn, 24-19, og kemst því áfram á einu marki. Það munaði mikið um það í liði Gummersbach að Neitzer átti hörmu- legan dag í fyrri hálfleik. Hann skaut 12 sinnum en skoraði aðeins eitt mark. í seinni hálfleik bætti hann við öðru marki. Krokrowski var markahæstur hjá Gummersbach með 5 mörk (3 v.). Kristján skoraði 3 mörk og átti ágæt- an leik, Annars háir það honum mjög að hann verður að spilá með gifsbrú í munninum vegna meiðslanna sem hann varð fyrir um daginn. Talið er öruggt að hann missi aðra framtönn- ina en vonast er til að hægt verði að bjarga hinni. Markahæstur hjá Magdeburg var Ingólf Wigert en Wie- land Smith varði mjög vel. Essen áfram Dukla Prag sigraði Essen, 20-17, en það dugði ekki til því Essen vann fyrri leikinn, 19-15. Dukla hefur ekki tapað leik á heimavelli í Evrópukeppni í 4 ár. Það var fyrst og fremst stórkostleg markvarsla Stefan Hecker sem bjarg- aði Essen. Fraatz var markahæstur hjá Essen en hann lék ekki með í fyrri leiknum. Hann skoraði 5 mörk (2 v.). Alfreð skoraði 4 mörk og stóð sig mjög vel, sérstaklega í vöminni. Hjá Dukla var Thomas Bartek markahæstur með 7 mörk (3 v.). Þá komst Schwabing einnig áfram en liðið sigraði Raba Eto Gjör frá Ungveijalandi í gær, 23-17, og komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þar með eru öll þýsku liðin komin í fjögurra liða úrslit sem sýnir vel styrkleika þýsks handknattleiks. SMJ •Alfreð Gíslason og félögum hans i Essen er nú spáð sigri í Evrópukeppni meistaraliða. Þrjú glæsileg heimsmet Þrjú glæsileg heimsmet vom sett á miklu innanhússmóti í Osaka í Japan í gærkvöldi. Kanadíski sprett- hlauparinn Ben Jolmson hljóp 60 m á 6,44 sek. en besti tími, sem hafði aáðst áður, var 6,50 sek. svo að þama 3r um að ræða frábæra bætingu hjá þessum mikla spretthlaupara. „Ég hef eltki orðið fyrir neinum alvarlegum meiðslum á síðustu fjór- um árum. Það gerir mér kleift að hlaupa svona liratt, sagði Ben Jo- hnson eftir methlaupið. • Þá stökk Sergei Bubka 5,96 í stangarstökki og bætti fyrri árangur sinn um 1 cm. •1 þrístökki stökk Oleg Protsenko 17,67 m og bætti eigið met sem var 17,54 m. Það setti hann á Evrópu- meistaramótinu innanhúss á síðasta vetri. -SMJ íþróttir • Atli Hilmarsson skoraði 11 mörk um helgina í fyrsta sinn á ferlinum. Dússeldorf................18 20 Schwabing...................18 17 Gummersbach...............16 18 -SMJ Broddi Kristjánsson sigraði á opna meistaramóti KR. Broddi sprengdi kínverjann - á meistaramóti KR í badminton Opna meistaramót KR í einliða- leik fór fram nú um helgina. Mótið var sterkara nú en oft áður því afar snjall kfnverskur badminton-maður, Huang Wei Cheng, lék rneð að þessu sinni. Hann stóð sig vel og sló með- al annarra úr keppni sigurvegarann frá fyrra ári, Guðmund Adolfsson. í úrslitaleik tapaði hann hins veg- ar fyrir Brodda Kristjánssyni, 13-15 og 6-15. Var það flestra álit að Broddi væri vel að sigrinum kominn. í einliðaleik kvenna sigraði Þórdís Edwald Ásu Pálsdóttur í tvísýnum úrslitaleik, 11-9 og 12-11. I aukaflokki, keppni þeirra leik- manna er lagðir voru að velli í fyrstu umferð, sigraði Óskar Bragson FVí- mann Ferdinandsson í úrslitum, 15-13 og 15-3. Elísabet sigraöi í einliðaleik kvenna, i þessum aukaflokki, sigraði síðan fslands- meistarinn, Elísabet Þórðardóttir, Guðrúnu Júlíusdóttur, 11-2 og 11-3. Mótið fór í heild vel fram. Lieikim- ir vom jafnan skemmtilegir og margir þeirra tvísýnir. Sáust ósjald- an ágæt tilþrif hjá badmintonfólki okkar en íþróttin hefur verið í upp- vexti á síðustu misserum. Þetta sannar meðal annars góður sigur á Norðmönnum í landskeppni fyrir nokkm. JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.