Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Spumingin Lesendur Hvar fást ódýrar tólvuvogir? Anna Sigurðardóttir hringdi: Það var verið að auglýsa litlar, ódýrar tölvuvogir í verslununum rétt fyrir jól. Nú vill svo til að mig vantar eina slíka en veit ekki hvar ég get nálgast hana. Þær verslanir er selja slíkar tölvuvogir eða þeir sem veitt geta mér einhverjar upp- lýsingar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við mig í síma 975798. Ónóg framfærsla Broddur Steinn skrifar: Þar sem ég er einn af þolendum framfærslulaganna frá 1947 langar mig að spyija Svein Ragnarsson, fé- lagsmálastjóra í Reykjavík. Hvemig miðar endurskoðun framfærslulag- anna í nefnd þeirri sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra skip- aði um miðbik ársins 1986? Það er til háborinnar skammar að í lýðræðisþjóðfélagi skuh ekki verið búið betur að þeim er minna mega sín en raun ber vitni. Ef t.d. borin er saman hækkun á viðmiðunar- kvarða Félagsmálastofnuninnar í Reykjavík og meðlags/mæðralaima frá Tryggingastofnun ríkisins þá kemur í ljós að viðmiðunarkvarðinn hjá Félagsmálastofhuninni í október ’fkf var 7,974 fyrir einstakling með 2 böm en er í janúar ’87 11,225. Þama er um hækkun að ræða sem nemur ca 29%. Hjá Tryggingastofiiun ríkis- ins var meðlag og mæðralag fyrir 2 böm í október ’84 9,473. í janúar ’87 er þessi upphæð orðin 16,116. Hækk- unin nemur ca 41%. Það er auðséð að skjólstæðingar Félagsmálastofh- unar ríkisins hafa fengið að sitja á hakanum hjá borgarstjóranum og jábræðrum hans. Mig langar að ljúka þessu með spumingu til forráðamanna Dags- brúnar. Viðmiðunarkvarði Félags- málastofriuninnar er viðmiðun launa skv. 17. launaflokki Dags- brúnar eftir 3 ár. Vitið þið til þess að einhver ráði sig í almenna verka- ■mannavinnu skv. þessum kjörum? Með öðrum orðum, er þessi viðmið- un raunhæf? Þórdís Ingjaldsdóttir nemi: Já, ég stunda heilmikla líkamsrækt, fer í sund og hleyp öðm hvoru þegar veð- ur leyfir og mikið yfir sumartímann. Ég nenni þessu ekki þegar rigning er og rok, hvað þá þegar mikill snjór er úti. Margrét Ólafsdóttir innkaupa- stjóri: Nei, ég hef lítið gert að því að undanfömu því miður því ég hef mikinn hug á því að þjálfa líkamann. Þá með góðri, almenr.ri líkamsrækt. Stundarðu líkamsrækt? Angantýr Þórðarson sölumaður: Nei, ekki get ég sagt það. Þó er áhug- inn fyrir hendi en það vantar ekkert nema viljann. Ég hef ekki trú á því að það verði á næstunni. Stórvarasöm slysabeygja Gunnar Bragason hringdi: Hinn almenni vegfarandi á Reykja- víkursvæðinu kannast ömgglega við nokkrar beygjur í gatnakerfinu sem sérstaka óhappastaði. Ég efast heldur ekki um að skýrslur tryggingarfélaga og lögreglu munu staðfesta að tiltekn- ar beygjur á götum Reykjavíkur og nágrennis em „slysabeygjur". Um- ferðarslysin em því miður til dæmis mjög algeng á Hafnarfjarðarvegi í norður að Kópavogslæk, sérstaklega hjá brúnni þar. Bæði held ég að þar megi um kenna röngum halla á vegin- um og að beygjan er allt of kröpp að brúnni yfir Kópavogslækinn. Það hljóta að vera einhverjar raunhæfar skýringar á þessari slysatíðni og það einkum og sér í lagi á þessum kafla. Slysin hljóta að gefa vísbendingu um að eitthvað sé að. Til þess að koma í veg fyrir frekari slys hlýtur að vera hægt að gera einhveijar varúðarráð- stafanir eða endurbætur á veginum. Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að ekkert hefúr verið gert? Ég trúi því ekki að það sé verið að bíða eftir frek- ari slysum áður en nokkuð er aðhafst. Að lokum vil ég skora á yfirvöld að gera eitthvað í málinu áður en það er um seinan. Blm. leitaði svara hjá Asgeiri Péturssyni, bæjarfógeta Kópa- vogs Já, það er alveg satt að það hafa orðið mörg og alvarleg slys hjá brúnni við Kópavogslæk og slysatíðni er því miður mikil á þessum kafla. Ég hef sent tillögu til Stjónarráðsins um að það láti gera tæknilega athugun á veginum hjá brúnni yfir Kópavogs- læk. Ég álít að slysatíðnin kunni að vera svona há vegna þess að beygjan er allt of kröpp að brúnni yfir Kóp- vogslæk þótt ég viti að ökuhraða er oft um að kenna. Hallvarður Ólafsson, vinnur hjá Sanitas: Nei, ég stunda enga líkams- rækt og hef aldrei gert. Ég mun held ég ekki fara að taka upp á því nú. Endursynið Golden Globe Heiðrún Sverrisdóttir hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til stöðv- armanna að þeir endursýni The Golden Globe Award. Þessi þáttur var sýndur á mjög óheppilegum tíma, á laugardegi rétt fyrir jól er verslanir voru opnar til klukkan 10 þannig að allir þeir er starfa í verslunum misstu af honum. Ég efast ekki um að það yrði mjög vinsælt manna á meðal að fá endursýningu á honum. Meingölluð ritsmíð Vignir Jónsson kennari: Já, það má eiginlega segja það. Ég fer í sund daglega en er latur að öðru leyti. „Slysin hjá brúnni við Kópavogslækinn hljóta að gefa vísbendingu um að eitthvað sé að.“ Áslaug Sigvaldadóttir nemi: Nei, ég stunda ekki neina algenga líkams- rækt en það kemur fyrir að ég skrepp í sund. Ég hreyfi mig talsvert, geng á fjöll og fleira þess háttar. Ég vll beina þeim tilmælum Ul stöðvarmanna að þeir endursýni The Golden Globe Award. HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KL. 13 og 15 EÐA SKRIFIÐ Sigurjón Jónsson skrifar: Nýlega kom út bókin Ljóri sálar minnar. Þar er um að ræða kafla úr ritsmíðum Þórbergs Þórðarsonar, á árunum 1909 til 1917. Helgi M. Sigurðsson bjó til prentunar. Skemmst er frá því að segja að útgáfu bókar þessarar er í ýmsu áfátt og verða hér nefhd nokkur dæmi. í formála bókarinnar segir að Þór- bergur Þórðarson hafi aldrei sest á skólabekk fyrr en 21 árs. - í Ofvitan- um segir Þórbergur að hann hafi setið í fjóra mánuði og þtjár vikur í kvöldskóla Ásgríms Magnússonar áður en hann hóf nám í Kennara- skólanum. Annars staðar segir í formálanum að Kennaraskólinn hafi verið við Barónsstíg. - Þetta er rangt. Skólinn var við Laufasveg og stendur húsið enn. Auk þess er sagt að Jakob Kristinsson sé námsstjóri. - Jakob var fræðslustjóri um skeið en ekki námsstjóri. Á blaðsíðu 41 er sýslumaðurinn í Strandasýslu nefridur Júh'us Halldórsson. - Hann hét Halldór Kr. Júlíusson. Hið rétta nafii, Halldór, kemur fram á bls. 116. 1 frásögn af kjósendafundi er nefhdur Magnús Blöndal, bls. 46. - Þar mun átt við Magnús Th. S. Blöndahl (sbr. Ofvitann). Rætt er um tjón af jarð- skjálftum í Rangárvallasýslu á bls. 100-101. Nefndur er bærinn Hjálm- holt. - Þar mun vera átt við Bjálm- v holt. Rangt er farið með fleira í þeim kafla. Til dæmis er þar nefndur bær- inn Vellir; ætti að vera Völlur. Þar segir og að fallið hafi 30 hús í Sel- sundi, sem vitanlega er fjarstæða. Á bls. 118 er rætt um Sigfós bónda á Króksbæ í Miðfirði. - Sá staður heit- ir raunar Króksstaðir og átt mun við Sigfús Guðmundsson Bergmann. Hann var faðir skáldsins Jóns S. Bergmanns, sem einkum var kunnur fyrir hinar snjöllu lausavísur sínar (sbr. Ferskeytlur og farmannsljóð). í bekk fyrr en 21 árs gamall. En i „Ofvitanum" segir Þórbergur að hann hafi setið í kvöldskóla Ásgrims Magnússonar í tæpa fimm mánuði. skýringum er Fjarðarhom sagt vera næsti bær við Bæ í Hrútafirði bls. 120. - Þetta er fjarri lagi eins og kunnugir vita. Á bls. 158 er Guð- brandur Magnússon sagður bók-, bindari. - Hann var prentari. Oddur herbergisfélagi Þórbergs í Bergshúsi er sagður Jónsson á bls. 193. - Hann var Ólafsson (sbr. Ofvitann). Á bls. 209 má að lokum nefiia að þar er getið um Sigurð frá Helluvaði. Hann var löngum kenndur við Amarvatn. Mörg önnur dæmi um ónákvæm vinnubrögð og skekkjur í ofan- greindri bók mætti nefna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.