Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. íþróttir Tobbi gefiir j upplýsingar j og fær klístur í staðinn Stefin Krisóánasan, DV, Rostock íslendingar leika sem kunnugt er gegn Svíum á Baltic Cup hér í Austur-Þýskalandi og er greinilegt á öllum samtölum við leikmenn íslenska liðsins að höfuðáherslan • Þorbergur Aðalsteinsson. verður lögð á að sigra Svía en að sjálfeögðu verður stefrit að sigri í öllum leikjum á mótinu. Þorbergur, Aðalsteinsson, sem leikur með sænska liðinu Saab, hefur gefið Bogdan landsliðsþjálf- ara mjög miklar upplýsingar um sænska liðið og nánast kortlagt leik þess. Þorbergur fór fram á greiða á móti, að HSÍ sendi honum kh’stur en það efrii nota handknattleiks- menn til að ná betra gripi á knettinum. Þorbergur er óánægð- ur með það klístur sem er á boðstólum í Svíþjóð og fannst þetta því kjörið tækifæri til að nálgast það sem handknattleiksmenn nota hérlendis. Þess má geta að í fyrsta sinn í langan tíma er leikmaður frá Saab í sænska landsliðinu og er það markvörður liðsins. ____________________________ „Góður leikur“ - sagði Mark Falco „Að mínum dómi var þetta góður sérlega í síðari hálfleik. Þótt Reykja- leikur," sagði Mark Falco, leikmaður víkurliðið hafi verið fyrra til að skora Watford. „Reykjavíkurliðið var mun mark vorum við alls ekki heppnir að betra en ég hafði gert ráð fyrir, liðið ná jöfhu, úrslitin voru sanngjöm þeg- lék góða og yfirvegaða knattspymu, ar á heildina er litið.“ • Luther Blissett, umvafinn ungum áhangendum. • Sigurjón Kristjánsson skoraði mark Reykjavikurliðsins með miklu þrumuskoti ettir fyrirgjöf Péturs Péturssonar. Rangstöðumarkið bjargaði Watford - fra tapi fyrir æfíngalausum áhugamönnum Það var greinilegt á leik Watford liðs- ins að leikmönnum liðsins veitti ekki af æfingaferð til fslands. Það var ekki til- þrifamikill leikur sem þeir sýndu gegn æfingalausum íslendingum og máttu þeir teljast heppnir að sleppa með jafiitefli en mikil rangstöðulykt var af eina marki þeirra. Um þúsund áhorfendur létu sig hafa það að koma niður í Laugardal til að fylgjast með þessum „veðurflóttamönnum" frá Englandi. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill en þó fengu bæði lið eitt færi. Seinni hálfleikur var mun betur leikinn hjá íslenska liðinu sem náði oft að sýna góða samleikskafla á miðjunni, þó án þess að skapa sér nein hættuleg færi. Mark Reykjavíkurliðsins kom um miðjan seinni hálfleik og var það ansi laglegt. Eftir fyrirgjöf frá hægri náði Pétur Pét- ursson að sýna mikið harðfylgi og renndi hann boltanum fyrir fætur Sigurjóns Kristjánssonar sem þrumaði knettinum í netið af stuttu færi. Fagnaðarlæti íslendinga voru varla hljóðnuð þegar mark Watfords kom. Lut- her Blissett fékk þá sendingu inn fyrir vöm Reykjavíkurliðsins og virtist flestum hann vera rangstæður. Blissett brunaði upp að endamörkum þar sem hann gaf fyrir og Mark Falco var á auðum sjó c átti ekki í vandræðum með að skora. Reykjavíkurliðið kom að mörgu leyti óvart. Örar innáskiptingar riðluðu stum um leik liðsins, sérstaklega þegar lið: virtist vera að ná góðum tökum á leiknui í seinni hálfleik. Sjálfeagt var að ley: öllum að vera með en nær hefði verið & skipta í hálfleik. Vamarmennimir Guði Bergs og Þorgrímur Þráinsson komu vel frá leiknum en annars stóðu allir fy ir sínu og var í raun merkilegt hve go úthald manna var. -SM Opið til 10 virka daga. Föstudaga frá 10-19. Laugardaga frá 10-16. Smiðjuvegi 2, Kópavogi Símar 79866, 79494

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.