Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 30
30
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987.
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ
ALLIANCE FRANCAISE
- 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 26. janúar.
- Kennt verður á öllum stigum ásamt bókmennta-
klúbbi, barnaflokki og unglingaflokki.
Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise,
Laufásvegi 12, alla virka daga frá kl. 14 til 19, og
hefst fimmtudaginn 15. janúar. Allar nánari upplýsing-
ar fást í síma 23870 á sama tíma.
Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað-
greiðsluafsláttur fyrir námsmenn.
ATH. greiðslukortaþjónusta (Eurocard, Visa).
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Grænukinn 3, rishæð, Hafnarfirði, þingl. eign Guðrúnar Ágústu
Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands og Búnaðarbanka
Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 15.30.
______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Sætúni, Kjalarneshreppi, þingl. eign Stefáns
Guðbjartssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl.
17.30.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 163./85 og 2. og 5. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Arnartanga 35, Mosfellshreppi, þingl. eign Gísla Amasonar og Sig-
rúnar Ragnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands,
Búnaðarbanka islands og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl, 16.45.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 70., 72. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Bollagörðum 10, Seltjarnamesi, þingl. eign Valgerðar Gísladóttur, fer fram
eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Landsbanka íslands og Útvegs-
banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Norðurbraut 11, Hafnarfirði, þingl. eign Ægis Ingvarssonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22.
janúar 1987 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Stekkjarhvammi 50, 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Marteins Mar-
teinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Veðdeildar
Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Smáraflöt 12, Garðakaupstað, þingl. eign Guð-
jóns Þorteifssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987
kl. 17.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Handknattleikur unglinga
Til gamans ætlar unglingasíðan
að reyna að skyggnast fram í tímann
og spá um hvaða lið koma til með
að hampa íslandsmeistaratitlunum í
yngri aldursflokkunum í vor. Það
skal tekið fram að undirritaður hefur
ekkert séð til liða af Norður- og
Austurlandi og getur því engu spáð
um möguleika þeirra.
2. flokkur karla
Keppni í öðrum flokki karla verð-
ur mjög jöfn og spennandi í ár.
Mörg lið koma til álita sem verðandi
íslandsmeistari og líklegast verður
það dagsformið sem ræður útslitum
þegar þar að kemur.
Víkingur er með sterkt lið í öðrum
flokki karla og þjálfari þeirra er hinn
margreyndi Pétur Bjamason. í liði
Víkings eru afburða einstaklingar
eins og Ámi Friðleifeson og Bjarki
Sigurðsson og við hhð þeirra standa
framtíðarleikmenn eins og Stefán
Steinsen og Ömólfur Jónsson.
Reyndar má segja að í liði Víkings
sé enginn veikur hlekkur og verða
þeir því að teljast sigurstranglegir í
úrslitum íslandsmótsins.
FH-ingar eru með mjög gott lið og
í fararbroddi hafa þeir Halnfirðingar
stórskyttuna Héðin Gilsson. Ef FH-
ingar leika eins og best þeir geta
standast fá lið þeim snúning.
KR-ingar em með jafnt og gott lið.
Homamaðurinn Konráð Olavsson
hefur spilað frábærlega það sem af
er vetri og flestallir leikmenn liðsins
(byrjunarliðið) hafa leikið með
meistaraflokki í vetur. Það sem háir
KR-ingum er hversu ungt lið þeirra
er og að þeir em skyttulausir á
hægri væng vallarins.
Lið Stjömunnar gæti komið á
óvart. Þeir sýndu það og sönnuðu í
fyrstu umferð Islandsmótsins að
ekkert lið getur bókað sigur gegn
þeim fyrirfram.
2. flokkur kvenna
Víkingur og Stjaman virðast vera
með bestu hðin í öðrum flokki
kvenna. Lið ÍBV og Reykjavíkur-
meistarar Fram standa framarlega í
flokki og óhætt er að spá jafnri
keppni þessara 4 liða um íslands-
meistaratitilinn.
3. flokkur karla
Núverandi íslandsmeistarar
Stjömunnar virðast líklegir til að
veija titilinn. Lið þeirra er jafiisterkt
og undir stjóm Magnúsar Teitssonar
ekki árennilegt viðureignar. Að
veija titil er hins vegar alltaf erfitt
hlutskipti.
Allir vilja leggja meistarana að
velli og í 3. flokki karla em mörg
góð hð sem em fær um að vinna lið
Stjömunnar.
Reykjavíkurmeistarar ÍR em á
stöðugri uppleið. Tíminn vinnur með
þeim.
KRringar geta gert góða hluti með
stórskyttuna Jóhann Lapas í góðu
formi. Selfoss er með sterkt lið og
svona mætti lengi telja.
3. flokkur kvenna
Víkingur og Stjaman koma til með
að berjast hatrammri baráttu um
íslandsmeistartitilinn í þessum
flokki. Ekki er nokkur leið að gera
upp á milli þessara liða og það að
vera á toppnum á réttum tíma skipt>
ir öllu máli. ÍR-liðið getur unnið
bæði þessi lið á góðum degi en stend-
ur þeim þó ahlangt að baki enn sem
komið er.
4. flokkur karla
Núverandi íslandsmeistarar Fram
em með hð til að veija titilinn en
það em hka mörg lið fær um að taka
hann af þeim.
I liðið Fram er einn efnilegasti
leikmaður landsins um þessar mund-
ir, Jason Ólafeson, sonur hins
góðkunna ólafe Jónssonar, fyrrver-
andi landshðsfyrirhða í handknatt-
leik. Jason er vinstri handar skytta
sem getur afgreitt leiki upp á sitt
eindæmi. Félagar hans em engir
byijendur heldur og Fram-liðið er
virkilega gott.
Fylkismenn ætla sér ekkert nema
sigur í fjórða flokki karla. Þeir em
núverandi deildarmeistarar í 4.
flokki og lið þeirra er í framför.
. UMFA, Valur, Þróttur og FH em
sterk lið sem geta sett strik í reikn-
inginn.
4. flokkur kvenna
Grindvíkingar em núverandi
déildarmeistarar í þessum flokki. Lið
þeirra er skipað hávöxnum stelpum
sem spila góðan handknattleik. Víst
er að þær verða andstæðingum sín-
um erfiður ljár í þúfii í vetur.
Reykjavíkurmeistarar Fram, með
Díönu Guðjónsdóttur í broddi fylk-
ingar, verða í toppbaráttunni. Sama
má segja um hð Selfoss, KR og Vík-
inga. Oll þessi lið eiga góða mögu-
leika á sigri í keppni íslandsmótsins
í ár.
5. flokkur karla
Reykjavíkurmeistarar KR og
deildarmeistarar Fram virðast vera
í nokkrum sérflokki og baráttan um
íslandsmeistaratitilinn kemur að
öllum hkindum til með að standa á
milli þessara tveggja liða.
6. flokkurkarla
Fyrsta umferð í 6. flokki karla
verður spiluð núna í janúar. Ef mið
skal tekið af Reykjavíkurmótinu
verða KR-ingar að teljast eiga góða
möguleika á sigri í þessum flokki.
Lið utan Reykjavíkur eru hins vegar
óþekktar stærðir enn sem komið er.
Áað banna að taka leikmenn úr umferð íyngstu aldursflokkunum?
Það er ekki óalgeng sjón í leikjum
yngri flokkanna að stór og stæðileg-
ur leikmaður er hundeltur út um
allan völl af minnsta leikmanni and-
stæðinganna. Tilgangur leiksins er
jú að vinna og ef það þarf að taka
besta mann andstæðinganna úr um-
ferð til að ná því markmiði er það
gert. Gallinn er sá að með þessu er
stór hætta á því að efnilegir leik-
menn séu sveltir og nái ekki að
þroska hæfileika sína sem skyldi.
Einnig að leikmenn, sem í yngri
flokkunum eru yfirburðamenn
vegna stærðar sinnar, dragist smám
saman aflur úr og endi sem meðal-
menn eða þaðan af minna í meistara-
flokki.
Ég hef rætt þetta mál við marga
af okkar bestu unglingaþjálfúrum
og svo til undantekningarlaust hafa
þeir verið á því máli að rétt sé að
banna að leikmenn séu teknir úr
umferð í 6., 5. og 4. flokki karla og
4. flokki kvenna. Sjálfur er ég á sömu
skoðun en tel að hægt sé að fara
meðalveginn í þessu máli sem öðr-
um. Því ekki að setja það í leikreglur
yngstu aldursflokkanna að bannað
sé að taka úr umferð t.d. í seinni
hálfleik? Þetta er auðvelt í fram-
kvæmd og handboltanum hérlendis
til framdráttar.