Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 18
„Það er bara ekki hægt að fara í bæinn, það er svo mikið af útsölum," sagði einn viðmælandi okkar. Sumum finnst þetta kannski skrítið viðhorf en svona getur fólkið verið misjafnt. Til eru þeir sem eru einmitt hl>Tintir út- sölum og bíða spenntir eftir útsöluver- tíðinni og versla dijúgt þegar verslanir lækka verðin hjá sér, hveiju nafhi sem það nefhist. I sumum verslunum eru auglýstar skyndiútsölur sem standa aðeins í tak- markaðan tíma og þá verða viðskipta- vinir að hafa hraðan á til að ná í eitthvað bitastætt. í öðrum verslunum eru alltaf einhverjar vörur á niður- settu verði og þess á milli eru settar á útsölur þar sem mun meiri afsláttur er gefinn. Ekki örtröð, en nóg samt Janúarmánuður hefur löngum verið vinsæll útsölumánuður og í framhaldi af ummælum viðmælanda okkar ák- váðum við að fara í bæjarferð og kanna hvemig hfutimir gengu fyrir sig á þeim stöðum sem útsölumar væi-u komnar af stað. Fyrir utan nokkrar verslanir í Reykjavík mynd- ast að öOu jöfiiu biðraðir þegar útsöl- umar em í gangi, svo mikill er áhuginn. Hvemig sem á því stendur þá fannst okkur ekki hægt að greina að eitt- hvert sérstakt útsöluæði væri í gangi og hvergi höfum við frétt af biðröðum við útsölur enn sem komið er. Það má velta því fyrir sér að þarna hafi Glasgowferðimar sitt að segja á þann veg að fólk hafi verslað mikið þar og kynnt sér verðlagið þar og telji það kannski borga sig frekar að fara til útlanda heldur en versla á útsölum hér. Þó ekki hafi verið örtöð í búðun- um sem við fórum var samt nóg að gera. Við spurðumst fyrir hjá af- greiðslufólkinu hvort það hefði haft mikið að gera á meðan á útsölunum stóð og vom þau flest sammála um að það hefði verið nóg að gera. Einn afgreiðslumaður sagði okkur til dæmis að hann hefði aðeins fengið harða brauðskorpu i matinn, því hann hefði ekki komist frá þann daginn vegna anna. Við urðum samt ekki vitni að nein- um biðröðum við verslanir né virkileg- um handagangi í öskjunni þó svo við reyndum hina ýmsu tíma á undanföm- um dögum. Kannski fólk sé hætt að stunda útsölumar eða þá að það fari aðeins á ákveðnar útsölur eins og Si- gríður Stefánsdóttir sem við hittum á einni útsölunni orðaði það „Ég vil gjaman fara á betri útsölur eða þar sem em nýjar eða nýlegar vörur.“ 30-70% afsláttur í bæjarferðum okkar litum við inn á allnokkrar útsölur og kom í ljós að það er nokkuð misjafht hversu mikiU afsláttur er gefinn á vörunum. í sum- um verslunum er auglýstur allt að 70% afsláttur á nokkrum vömtegundum en kannski 30-50% á flestum. Aðrar verslanir hafa annan hátt á og veita sama afslátt á öllum vörum, helming eða minna. Það sem mörgum finnst skemmtilegt við útsölumar er einfaldlega að fara og gramsa í kössum og rekkum og athuga hvort þar sé eitthvað sem vert sé að festa kaup á. Við urðum til dæm- is vitni að því að fjórar ungar konur vom saman í einni versluninni og ein þeirra hafði greinilega sérstakan áhuga á 390 króna kassanum en hinar ekki. Vinkonumar vildu yfirgefa verslunina en það vildi sú með 390 króna áhugann ekki og yfirgáfu hinar þijár þá búðina. Við fylgdumst nánar Sumar verslanir bjóða ekki upp á útsölur heldur skyndisölur og þama em fortáta hattar á þriggja daga skyndisölu sem er að öllum líkindum yfirstaðin þegar þetta birtist. með hópnum og vinkonumar þijár gáfu sig ekki og að lokum fór ein þeirra inn í fyrmefiida verslun og dró vinkonuna nánast út og kom í veg fyrir fjárfestingar af hennar hendi að þessu sinni. Þó svo að ofangreind saga sé af vin- kvennahópi sem notaði hádegið til að kanna útsölumar þá hittum við líka nokkra karlmenn sem höfðu skundað á útsölur bæjarins. Við létum þá ekki í friði við iðju sína og forvitnuðumst um hvort þeir fæm oft á útsölur. Herramennimir játuðu hvorki né neituðu heldur sögðust þeir helst fara í þær búðir sem þeir versluðu venju- lega í þegar þær auglýstu útsölur. Aðalatriðið væri að verslanimar byðu upp á góða verðlækkun. „Ég kaupi ekki hvað sem er,“ sagði einn herra- maðurinn sem var búinn að finna sér jakkaföt á um 5000 krónur. En svo getur fólk líka freistast til þess að fara á útsölur og kaupa bara eitthvað til að notfæra sér lága verðið. Það má finna ýmsa ódýra hluti á útsölum bæjarins, eins og skó á 100 krónur og jakkaföt á 1000 krónur. Við spurðumst fyrir um það í nokkrum verslunum á ferð okkar, síðan hvenær vörumar væm og fengum þau svör á flestum stöðum að útsöluvörumar væm frá því fyrir jól og lítið væri um að verið væri að selja eitthvað eldgam- alt enda væm útsölur að jafnaði tvisvar á ári þannig að verslanir ættu ekki að liggja með mikinn lager. Þegar verslað er á útsölum er gagn- legt að hafa augun hjá sér og kanna hversu mikið vörumar em í raun lækkaðar en það sést náttúrlega best ef fyrra verð er á vörunum. Ekki var Ætli hann passi? Mamman, sem mælir galla við dóttur slna, heitir Sigríður Stefánsdóttir og dóttirin heitir um það að ræða í öllum þeim veislun- Ásdís Einarsdóttir. í Ijós kom að gallinn virtist vera of lítill svo ekkert varð af útsölukaupum að þessu sinni. um sem við fórum í en afgreiðslufólkið jgi ssaææææa i |agg| ■■ mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.