Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Side 12
Neytendur Sól h/f hefur unnið stórvirki í vöruþróun með því að minnka sykurmagn i ávaxtagrautum. MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Aldingrautar innihalda ekki strásykur Neytendasíðunni barst bréf frá Helgu S. Sigurjónsdóttur, meinatækni hjá Sól h/f. Bréfið er dagsett 14. þessa mánaðar. Það er svohljóðandi: í DV 8. janúar síðastliðinn var talað um könnun Neytendasamtakanna og Samtaka sykursjúkra á merkingu á sykurlausum vamingi. Kemur þar fram að merking hugtakanna sykur- skertur, sykurminni og sykurlítill sé óljós. Samkvæmt skilgreiningu Manneld- isráðs íslands þýðir t.d. sykurskertur að sykurinnihald sé meira en 10% en minna en 50%, miðað við sömu vöru sætta með sykri, en sykursnauður að sykurinnihald sé minna en 10% líka miðað við sykraða vöru. Upplýsingaskylda hvað þetta varðar er því auðvitað í höndum yfirvalda því þar eru reglumar settar. Framleiðendum er skylt að gefa upp innihald vörunnar, raðað eftir magni, á umbúðum en ekki er skylda að gefa upp næringargildi í töflum, sem þó er oft gert. Hvað varðar sykurskertan Aldin- graut kemur fram í innihaldslýsing- unni að engum hvítum sykri er bætt Uppskriftaþeysa DV: Glæsileg peningaverðlaun í boði Það ætlar eitthvað að láta á sér standa að fólk sendi okkur bestu uppskriftimar sínar. Aðeins einn hefur hringt og beðið um frekari upplýsingar. Fyrirkomulagið á þessari upp- skriftaþeysu okkar er þannig að þið sendið okkur uppskriftir eða frásögn af einhverjum góðum rétti sem þið kunnið að búa til. Það er e.t.v. ekki svo nauðsynlegt að það sé nákvæm- lega mælt í fyrstu atrennu. Þið sendið okkur uppskriftina með nafhi og símanúmeri. Við höfum svo sam- band eftir að hafa skoðað uppskrift- ina og við mælum okkur mót í ykkar Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í desember 1986: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. eldhúsi. Svo komum við í heimsókn (við = blm. og ljósmyndari) og fylgj- umst með tilbúningi réttarins gómsæta og myndum ferilinn. Myndir og frásögn birtast svo í DV. Fyrir þetta fær eigandi uppskrift- arinnar heilar 2.500 kr. Þannig er til mikils að vinna fyrir ekki mikla vinnu. Að sjálfsögðu verður allur efniskostnaður greiddur. Viðkomandi þarf alls ekki að vera feiminn því ef hann vill ekki koma fram á myndunum er það líka alveg óþarfi. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum eru matarleiðbeining- amar mjög greinilegar þótt viðkomandi sjáist ekki beinlínis sjálfur. Einnig er hægt að viðhafa nafnleynd ef einhver er svo óskap- lega feiminn að hann þorir alls ekki að koma fram á myndum. Uppskriftimar geta verið að marg- víslegum réttum. Helst eiga þetta samt að vera hversdagsréttir sem em í ódýrari kantinum því við viljum stuðla að ódým heimilishaldi í landinu. Látið í ykkur heyra með gamal- reyndar uppskriftir ykkar. Sendið nafn og heimilisfang með uppskrift- inni eða lýsingu á réttinum til DV. Utanáskriftin er: Neytendasíða DV Dagblaðið/Vísir Þverholti 11 105 Reykjavík. Þama er verið aö búa til gamaldags danska eplaköku. í hana þarl soðin epli og brauðrasp sem brúnað er í smjöri á pönnu. Þegar raspið er brúnað og eplin komin í mauk er sett rasp og eplamauk til skiptis í grunna skál. Svona kökudiskar, eins og verið er með á myndinni, eru tilvaldir fyrir eplaköku. Einnig er gott að láta nokkrar teskeiðar af góðri sultu -A.BJ. með eplamaukinu og kremja 2-3 banana saman við það. DV-myndir Bj.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.