Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 31 Þrír leikmenn úr öðnim flokki í 22. manna landsliðshópi Bogdans Allir þeir sem horfðu á keppni í fyrstu deild 2. flokks karla á dögunum geta verið sammála um það að þar var boðið upp á frábæran handknattleik á köflum. Hinn mikli uppgangur, sem er í íslenskum handknattleik um þess- ar mundir, endurspeglaðist í leik eftir leik og árangur landsliðs okkar, skip- að leikmönnum 20 ára og yngri, á 4 liða móti HSÍ staðfesti þetta enn betur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þrír þessara ungu leikmanna hafa fundið náð fyrir augum Bogdans landsliðsþjálfara þegar hann valdi 22 manna hóp til æfinga fyrir ólympíu- leikana í Seoul 1988. Þessir þrír leikmenn, þeir Bjarki Sigurðsson, Vík- ingi, Héðinn Gilsson, FH, og Konráð Olavsson, KR, hafa allir leikið mjög vel í vetur og eiga sæti sín því að þakka. Héðinn hefur reyndar verið valinn til að spila í Baltic cup keppn- inni en þeir Bjarki og Konráð verða að bíða enn um stund eftir slíku tæki- færi með íslenska landsliðinu. Bjarki Sigurðsson Konráð Ólafsson Héðinn Gilsson Urval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI Handkriattleikur unglinga KR4ngar Reykjavíkuimeistarar j í öðnim flokki karia ! - unnu sannfærandi sigur á Víkingum í úrslitaleik mótsins I I I Guðmundur Pálmason áW stórteik með KR i úrslitaleiknum gegn Vík- ingi og er óðum að nálgast sitt fyrra form. l„ KR-ingar sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir unnu geysi- sterkt lið Víkings í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í 2. flokki karla. Þessi leikur fór á vergang vegna þátttöku 20 ára landsliðs okkar í 4 liða móti HSÍ í desember. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem bæði lið sýndu góðan leik, var stað- an 7-7. KR-ingar stungu svo af í síðari hálfleik og sigruðu örugglega í leiknum, skoruðu 18 mörk gegn 14 mörkum Víkinga. Hinn snjalli leikmaður KR, Guð- mundur Pálmason, bar af á vellinum og átti sannkallaðan stórleik. Guð- mundur dvaldist sl. keppnistímabil í Bandaríkjunum og hafði ekki mikla möguleika á að halda sér í formi í handboltanum þar en virðist nú vera að ná sínum fyrri styrk og vel það. Einnig áttu Konráð Olavsson og Þorsteinn Guðjónsson góðan leik fyrir KR, svo og liðið allt. Þjálfari KR-inga, Ólafur Lárusson, vann þama sinn annan Reykjavíkur- meistaratitil á nokkrum dögum en hann er einnig þjálfari 5. flokks KR sem vann Fram í spennandi úrslita- leik um Reykjavíkurmeistaratitil- inn. Hjá VOtingi átti Bjarki Sigurðsson ágætis leik en Víkingar mættu ein- faldlega ofiörlum sínum að þessu sinni. Guðmundur Pálmason gerði 6 mörk fyrir KR en Bjarki Sigurðsson var markahæstur Víkinga með 4 mörk. Leikur um þriöja sætiö | IR-Valur 16-10 Z £R-ingar áttu ekki í neinum vand- | ræðum með að tryggja sér þriðja ■ sætið á mótinu. Þeir leiddu 8-3 í I hálfleik og héldu sínu striki í seinni I hálfleik. Lokatölur 16-10 ÍR-ingum * í hag. | Lassalg kr. 3,00 99. irgang Aolcíunös Ðagblaö Lordag H januar ,d fra Haroy, sWPP«r * Norvald Morsund fra roens Tidende^i/ „Flotbúningamir björguðu okkur! Þeir voru allir sammála um stormi oc það, sjómennirnir níu, sem þeirra, Hc bjargað var við mjög erfiðar af Stafjori aðstæður eftir að hafa verið úar 1981 rúmar 9 klst.í sjónum í norðan- Staðreyndir tala sínu máli Sendum myndalista. prm ÖRYGGI LílJfl ofar HcHy-Hansen O L L U Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.