Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Hverfisgotu 66 - út Barmahlíð Barónsstíg • Mjóuhlið Eiriksgötu Fornuströnd Reykjahlið Látraströnd • Vesturströnd Stórholt • Stangarholt Laugalæk Skipholt 1-28 Rauðalæk. Oddatölur. Nóatún 24 - út. AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Aðstoðarlæknir óskast við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspít- ala frá 1. mars nk. til 1 árs. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 16. febrúar nk. Upplýsing- ar veitir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar í síma 29000. Aðstoðarlæknir óskast við taugalækningadeild Landspítalans frá 1. mars nk. til 6 mánaða. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 16. febrúar nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækningadeildar í síma 29000. Náttúrufræðingar og meinatæknar óskast til starfa við Blóðbank- ann. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í síma 29000. Meinatæknir óskast í hálfa til fulla vinnu á rannsóknastofu kvennadeildar. Starfið er einkum fólgið í rannsóknum vegna ófrjósemi auk meðgönguprófa. Upplýsingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í síma 29000. Læknaritarar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á eftirtaldar deildir: Lyflækningadeild Landspítalans, krabbameinslækningadeild og kvennadeild. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin ásamtgóðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar veita skrif- stofustjórar eða læknafulltrúar viðkomandi deilda í síma 29000. Fóstra óskast nú þegar við dagheimili ríkisspítala, Sólhlíð. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 29000-591. Starfsmaður óskast í fullt starf á skóladagheimili ríkisspítala að Kleppi. Einnig óskast starfsmaður í hálft starf fyrir hádegi á dag- heimili ríkisspítala að Kleppi. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Starfsfólk óskast til ræstinga við Landspítala og Vífilsstaðaspítala. Full vinna. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítalans í síma 29000-494. Sjúkraþjálfarar óskast við endurhæfingardeild Landspítalans. Upp- lýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar í síma 29000-310. Starfsfólk óskast til vinnu við Þvottahús ríkisspítalanna, Tunguhálsi 2. Boðið er upp á aksturtil og frá vinnustað að Hlemmi. Upplýsing- ar veitir forstöðumaður þvottahússins í síma 671677. Hjúkrunardeildarstjóri óskast á sængurkvennadeild 22 A frá 1. apríl nk. Áskilin er sérmenntun í Ijósmóðurfræðum. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist hjúkrunarforstjóra Landspítala fyrir 15. febrúar. nk. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri kvennadeildar í síma 29000-509. Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar til afleysinga á krabbameins- lækningadeild kvenna 21 A. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri kvennadeildar í síma 29000-509. Hjúkrunarfræðingar óskast á gjörgæsludeild Landspítalans. Deildin skiptist í 11 rúma gjörgæslu og 8 rúma vöktun. Unnið er þriðju hverja helgi og i boði er góður aðlögunartími. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri handlækningadeildar í síma 29000-486 eða 487. Aðstoðardeildarstjórar (2) óskastá vökudeild Barnaspítala Hrings- ins. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til vaktavinnu á Barnaspít- ala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins í síma 29000-285. Sjúkraliðar og starfsmenn til ræstinga óskast á Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 42800. Reykjavík, 19. janúar 1987. Menning Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson eftir unga konu af gyðingaættum, Lísu Erdmann að nafni, en hún er í meðferð hjá sjálfum Sigmund Freud sökum sjúklegra kynóra sem gagn- taka hana öðru hvoru. Ótti hennar við sársauka og dauð- ann verður að veruleika í síðari heimsstyijöldinni þegar hún upplifir gyðingaofsóknimar í Rússlandi og deyr í fjöldamorðunum við Babí Yar sem Jévtúshenkó orti um. Sjálft Hvíta hótelið er allt í senn, heilsuhæh sem Lísa Erdmann dvelur í á tímabili, ásamt tilfallandi elsk- huga, völundarhús hugans og mikilvægt tákn fyrir móðurímynd- ina, bijóst hennar og skaut, að því freudískir heimildarmenn mínir tjá mér. Þetta er stuttaraleg lýsing á skáld- verki sem er svo sneisafullt af táknum og tilvísunum að nægja mundi bókmenntafræðingi til rann- sóknarritgerðar. Viðfangsefni Thomasar, heimsstyrjöldin síðari, útrýming gyðinga, áhrif Freuds á vitund nútímamannsins, togstreita kynhvatar og dauðahvatar (eros og thanatos) mundu, hvert fyrir sig, nægja sérhveijum meðalrithöfundi til úrvinnslu mestan part ævinnar. Mikill bestseller Enda þótti mörgum bókmennta- rýnendum sem Thomas ætlaði sér um of. Aðrir settu fyrir sig helst til fijálslega notkun hans á skáldskap annarra og lítt stílfærðu heimilda- efhi. Til dæmis er hin átakanlega lýsing á fjöldamorðunum við Babi Yar tek- in beint upp úr frásögn gyðinga- stúlku, Dínu Pronichevu, sem lifði þær hörmungar af. Úrtölumenn í hópi gagnrýnenda var helst að finna í Bretlandi, en í Bandaríkjunum varð „Hvíta hótel- ið“ hins vegar heijans mikill best- seller og uppskar lof og prís. Þegar ég las „Hvíta hótelið" fyrst fyrir sex árum þótti mér áhrifamikil sú sérkennilega blanda af erótískum og átakanlegum atburðum sem höf- undur reiddi fram, þótt ekki væri ég tilbúinn að sjá í henni spegilmynd af flekkaðri vitund nútímamannsins. Enn síður hafði ég áhyggjur af lánsfjöðrum höfundar þar sem þær voru augsýnilega notaðar í þágu bókmenntalegrar tálmyndar. En það er eins og áhrifamáttur „Hvíta hótelsins" réni við endurtek- inn lestur. Margar kynlífssenur virka ofiiógar og uppskrúfaðar og skoðanaskipti sögupersóna ekki laus við intellektúalan uppskafningshátt. Ljóð eða prósi Umfram allt læðist að manni sá grunur að ekkert skáldverk, hversu vel sem það brúar bilið milli ímynd- unar og veruleika, geti „fjallað um“ fjöldamorðin á gyðingum, það sem á ensku er kallað „Holocaust". Listin nær einfaldlega ekki utan um slíkt viðfangsefhi. Allt um það er ekki hægt annað en öfunda Thomas af dirfskunni. Franz Gíslason þýddi bókina og ferst verkið ekki illa úr hendi. Þó held ég að hann hafi meira gaman af því að þýða ljóð en prósa. Það er að minnsta kosti meiri þýðingar- keimur af prósanum en ljóðabálkun- um í bókinni sem lýsir sér aðallega í setningaskipan: „Að afstöðnum hinum ömurlegu vikum hins nag- andi efa, hins þreytandi amsturs við að pakka niður...“ (bls. 174) og öðr- um setningum í slíkum dúr. -ai D.M. Thomas - HvRa hótelið, 224 bls. Frjálst framtak, 1986. Sú bókavertíð sem nú stendur yfir á það sammerkt með vertíðum síð- ustu ára að hún hefur framkallað margar merkar þýðingar á erlendum fagurbókmenntum, jafnt sígildum verkum sem spánnýjum. Að vonum hefúr þessum þýðingum verið tekið tveim höndum, bæði af gagnrýnend- um og lesendum. Ein þýðing hefúr þó verið undar- lega afskipt og veit ég ekki hvort um er að kenna ónógri kynningu, skeytingarleysi forleggjara eða þröngum sjónarhóli gagnrýnenda. Það er að minnsta kosti frétt að ís- lenskir þýðendur skuli vera famir að gefa gaum breskum verðlauna- bókum eins og „Hvíta hótelinu" eftir D.M. Thomas því hingað til hafa slíkar bækur verið afskiptar hér. Doris Lessing var ekki þýdd á ís- lensku fyrr en í fyrra, óþýddir eru höfundar eins og William Golding, Evelyn Waugh, Anthony Burgess, Anthony Powell, Kingsley Amis, Beryl Bainbridge.. .listinn er enda- laus. Allt um það hefur Franz Gíslason sýnt gott fordæmi með því að leggja til atlögu við svo snúið bókmennta- verk sem „Hvíta hótelið" er, en fyrir utan allt annað er þar að finna lang- an ljóðabálk og tilvitnanir í ýmisleg húmanísk fræði, og þá helst sálar- fræði. Thomas hefur lýst því yfir að það séu aðeins tvö viðfangsefni sem verðskuldi bókmenntalega umfjöll- un, nefiiilega kynlífið og dauðinn. Segir ekki Woody Allen einnig eitt- hvað í þessa veru? Kona í meðferð Ekki er hægt að segja annað en Thomas sé sjálfúm sér samkvæmur í „Hvíta hótelinu". Sú bók hefst með fima löngum erótískum ljóðabálki D. M. Thomas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.