Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Andlát Anna Kristín Karlsdóttir, Unnar- braut 12, Seltjarnarnesi, andaðist á heimili sínu að kvöldi 15. janúar 1987. Hallfríður Pálsdóttir írá Hvera- gerði, lést á elli- og hjúkrunarheimil- «• inu Grund 15. janúar sl. Víglundur J. Guðmundsson bíl- stjóri, Laugavegi 70, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum fímmtudaginn 15. janúar. Gísli Sigurjónsson bifreiðastjóri, Munkaþverárstræti 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kjartan J. Jóhannsson læknir, sem lést 7. janúar sl., verður kvaddur frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 21. janúar kl. 13.30. Kristensa Jóhanna Tómasdóttir frá Tungu, Fróðárhreppi, Álfaskeiði 90, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 20. janúar kl. 15. Útför Viktoríu Kristjánsdóttur, Grundarlandi 6, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jón Matthías Guðmundsson, Sæ- bóli, Seltjarnarnesi, verður jarð- sunginn frá Neskirkju mánudaginn 19. janúar kl. 15. Guðmundur Kolbeinsson, Hjalta- bakka 18, sem andaðist í Borgarspít- alanum 10. janúar sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Guðbjörg Bjarnadóttir, Hverfis- götu 87, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Bústaðakirkju í dag, 19. janúar, kl. 13.30. Anna Guðrún Ingólfsdóttir verður jarðsungin frá Nýju kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 20. janúar kl. 15. Ttíkyimingar Minningarkort Geðverndarfélags íslands í minningarsjóð um Kjartan B. Kjartans- son lækni fást í: Ápóteki Kópavogs, | Reykjavíkurapóteki og á skrifstofu félags- ins að Hátúni 10, sími 25508, og er þar gíróþjónusta. Kvenfélagskonur Sameiginlegur fundur félaganna í Breið- holti verður haldinn 19. janúar í Gerðu- bergi kl. 20.30. Góð skemmtidagskrá. Kaffiveitingar. Formaður Æskulýðsráðs ríkisins kosinn Menntamálaráðherra, Sverrir Hermans- son, hefur nýlega skipað Áma Sigfússon stjómsýslufræðing formann Æskulýðsr- áðs ríkisins til tveggja ára og Ágúst Má Grétarsson sölumann varaformann til sama tíma. Á kjörfundi Æskulýðsráðs rík- isins 7. jan. sl. voru kosin í ráðið þau Katrín Gunnarsdóttir, Þórður Haraldsson og Benjamín Axel Ámason og til vara Guðmundur Guðmundsson, Árni Einars- son og Ingi Þorgrímsson. Nýr framkvæmdastjóri hjá BYKO BYKO hf. hefur ráðið Árna Ámason sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrir- tækisins. Mun hann hafa yfimmsjón með öllum fjármálum BYKO hf. Framkvæmda- stjóri fjármálasviðs er nýtt starf hjá BYKO hf. en fyrirtækinu var breytt úr sameignar- félagi í hlutafélag um nýliðin áramót. Árni er fæddur 26. apríl 1949. hann lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands 1970. Hélt hann þá utan til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og lauk MBA prófi í rekstrarhagfræði frá University of Minne- sota með aðaláherslu á fjármál og markaðsmál. Að loknu námi réðst Árni til Verslunarráðs íslands, fyrst sem hagfræð- ingur en á árinu 1979 tók hann við starfi framkvæmdastjóra. Hefur hann gegnt því starfi síðan. Frá stofnun landsnefndar Al- þjóða verslunarráðsins á árinu 1983 hefur hann jafnframt verið framkvæmdastjóri hennar. I tengslum við starf sitt hefur Árni átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum og jafnframt setið í stjóm nokkurra fyrir- tækja. Ámi er kvæntur Jóhönnu Gunn- laugsdóttur bókasafhsfræðingi og eiga þau tvö böm. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKl heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 20. janúar að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og stendur y fir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðagjald er kr. 1000. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. öllum heimil þátttaka. Á námskeiðinu verður leitast við að veita sem almennasta þekkingu um skyndihjálp. Meðal annars verða kennd viðbrögð við öndunarstoppi, beinbrotum, bmna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir fólk að læra fyrstu viðbrögð við slysum eða endurbæta fyrri þekkingu. Talið er nauðsynlegt að fólk fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekk- ingunni við en fari á 2 kvölda upprifjun- amámskeið einu sinni á ári. Boðið verður upp á slík námskeið á næstunni ef þátt- taka fæst. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Farmannaveriífallið: Undanþaga fýrir flutning á frystum fiski - hægagangur í samningaviðræðtinum Sjómannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að veita undanþágu í far- mannaverkfallinu fyrir flutning á frystum fiski á Bandaríkjamarkað en ekki á ferskfiskútflutning. Með þessu móti segjast farmenn vilja tryggja að Bandaríkjamarkaðnum verði ekki stefrit í hættu. Samningafundir í deilunni hafa staðið alla helgina en lítið þokast í samkomulagsátt. Þó er hreyftng í rétta átt og sagði Matthías Bjamason sam- gönguráðherra í morgun að hann mæti stöðuna svo að meðan þessi hreyfing væri í samkomulagsátt kæmi ekki til greina að setja lög til að leysa deiluna. Hann sagði ennfremur að hann myndi ekki beita sér fyrir laga- setningu nema fullt samkomulag væri um það innan ríkistjómarflokkanna. Sáttafundi lauk kl. 05 í morgun og hefiir annar fúndur verið boðaður kl. 17 í dag. -S.dór Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund í safnaðarheimili Áskirkju við Vesturbrún þriðjudaginn 20. janúar nk. og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra fundarstarfa verður sýnd meðferð slökkvi- tækja á vegum Eldvamaeftirlits Reykja- víkurborgar og spjallað saman yfir kaffibolla að venju. Aðalfundur kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður haldinn á Hallveigarstöðum þriðjudaginn 20. janúar kl. 20.30. LBÐAVÍSIR FYRIR AIIA1ANDSMENN ÍSRAEL 14 dagar, verð frá 34.580,- ÍSRAEL + EGYPTALAND 14 dagar, verð frá 36.870,- Brottför vikulega. FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut, slmi 25822 og 1685C Við erum ferðaskrifstofa þeim sem ekki vaða í peningum! I gærkvöldi Rannveig Guðmundsdóttir, beejarfulltníi í Kópavogi: „Bitnar á fólkinu í flamtíðinni“ Ég var lítið nálægt fjölmiðlum um helgina nema á sunnudag. Þá daga er nokkuð tryggt að ég sé heima við, þar af leiðandi hlusta ég bæði útvarp og horfi á sjónvarp. Mig langar að byrja á því að tala um fréttimar en mér finnst ásamt öðrum dálítið slæmt að bamaefni og fréttir rekist á. Sama má segja nú orðið um matmálstíma. Það þarf allt að gerast á sama tíma. Hér áður fyrr fengu böm og unglingar frétt- imar beint í æð. Enda var frétta- tíminn einn og sér á þessum tíma og allir horfðu. Hefur það hjálpað til hversu upplýst þjóð við erum. Eins og ástandið er orðið í dag er ég hrædd um að það eigi eftir að bitna á fólkinu í framtíðinni. Fréttimar eru alltof mikið með neikvæðum formerkjum en þrátt fyr- Rannveig Guðmundsdóttir. ir fréttir af slysum og ofsaveðri voru þær með óvenju góðu móti í gær. Oft á tíðum em íþróttafréttimar einu góðu fréttimar sem við fáum. Það er ekki að undra þar sem við eigum mikið af góðu íþróttafólki sem stendur sig vel. Nýja formið á kynn- ingunum í sjónvarpinu, með því að taka útvarpið líka, finnst mér mjög sniðugt. Geisli er afskaplega góður og nauðsynlegur þáttur í því fjöl- breytta listalífi sem er hér á landi. Bretamir eru greinilega komnir með keppinaut, í faðmi fjallanna em mjög góðir þættir og ég tala nú ekki um að fá að sjá innflytjendurna í blíðu og stríðu. En besta sjónvarps- efhið í gær var heimildarmyndin um móður Teresu, það er ótrúlegt hvað þessi litla kona hefur áorkað á sinni ævi. Forsætisráðherra: „Þorsteini ekki sæmandi" „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um svona bamaskap en auð- vitað er þetta Þorsteini ekki sæm- andi,“ segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um það álit Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra að ekki megi taka forsætisráðherra of alvar- lega, framsóknarmenn iðki það að hlaupast undan ábyrgð síðustu mán- uði fyrir kosningar. Vísar Þorsteinn til gagnrýni Steingríms á bankastjóm Seðlabankans eftir dóm Hæstaréttar í okurmálunum. „Það ætti líklega heldur að spyrja Þorstein um frjálsa okrið, hann hefur lítið úttalað sig um það. Ég býst við að ekki séu allir í hans flokki ánægð- ir með það og þess vegna eigi hann í einhverjum erfiðleikum. Þetta var þó það sem hann og fleiri vom hrifnastir af 1984. Sjálfstæðismenn hafa farið með bankamálin og vissulega bera þeir því mikla ábyrgð á því hvemig til tókst,“ segir forsætisráðherra. Stjóm Sambands ungra framsóknar- manna hefur beint því til forsætisráð- herra að Framsóknarflokkurinn endurskoði afstöðu sína til ríkisstjóm- arinnar, í framhaldi af ummælum Þorsteins og aðgerðum Sverris Her- mannssonar. „Ég hef fengið þetta en ætli það sé nú ekki fullseint að slíta stjómarsamstarfinu. Að minnsta kosti mun ég ekkert gera í því.“ -HERB Fræðslustióramálið: Eðlileg kennsla Jón G. Hauksgan, DV, Akureyit Ekkert gerðist í fræðslustjóramálinu á Akureyri um helgina. Hófst kennsla aftur í skólum í Norðurlandsumdæmi eystra í morgun. Skólastjórar og kenn- arar fyrir norðan sögðust í morgun bíða eftir stjómarfundi í Kennarasam- bandi Islands sem verður í kvöld. En Valgeir Gestsson, formaður sam- bandsins, var fyrir norðan um helgina. Menntamálaráðherra var í morgun á fundi með æðstu starfsmönnum ráðuneytisins. Ekki er vitað hvort ráð- herra gefur út yfirlýsingu um málið í dag. Reynir Kristinsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Runólfur Birgir Leifsson, sem vom á fræðsluskrifstofúnni á Akureyri á föstudag, snem suður um helgina. Engin niðurstaða varð á fundi þeirra með fræðsluráði. „Málið er ekki búið. Við teljum okk- ur hafa verið beitt óréttlæti. En það er enn hægt að mótmæla og það er enn hægt að mótmæla frekar. Það er að sjá hvort Kennarasambandið verð- ur með okkur í því. Það kemur í ljós í kvöld hvað sambandið ætlar að gera,“ sagði skólastjóri á Akureyri í morgun. Miklar gengis- breytingar Samkvæmt gengisskráningu Seðla- banka Islands í morgun hefur dollar- inn lækkað um 0,75 prósent gagnvart íslensku krónunni frá því á föstudag. Er hann nú skráður 39,70 en lá í 40 krónum alla síðustu viku. Þýskt mark og enskt pund hafa hins vegar hækkað nokkuð og á það reyndar við um flest- ar Evrópumyntir. -EIR Skákmótið í Gausdal: Jóhann náði öðru sæti Jóhann Hjartarson varð í 2. sæti á svæðamótinu Gausdal í Noregi sem lauk á sunnudaginn. Svíinn Tomas Emst sigraði, hlaut 6,5 vinninga af 9 mögulegum. Jóhann, Jón L. Ámason og Hellers frá Sviþjóð urðu í 2.-4. sæti með 6 vinninga en Jóhann tefldi við stigahærri menn en hinir og hlýtur því 2. sætið. Jóhann sigraði Guðmund Siguijóns- son í síðustu umferð en Guðmundur hlaut 4 vinninga á mótinu. Jón L. sigr- aði Agdestein frá Noregi í síðustu umferð. Sævar Bjamason, sem var fjórði íslendingurinn á mótinu, hlaut 3 vinninga. Nær öruggt er talið að Jóhann fari á millisvæðamót því búist er við að reglum verði breytt þannig að tveir efetu menn þessa svæðismóts fari áfram. -S.dór Stóri einka- bankinn úr sögunni í dag Tveggja mánaða þófi um hugsanlega sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðar- banka og Verzlunarbanka lýkur líklega í dag á fundi með bankastjóm Seðlabankans. Samkvæmt heimildum DV er fyrirstaðan aðallega af hálfú Verzlunarbankans. Þó munu skiptar skoðanir meðal hluthafa hans og raunar einnig Iðnaðarbankans. „Persónulega hef ég ekki trú á þess- ari sameiningu," sagði Ámi Gestsson forstjóri, formaður bankaráðs Verzl- unarbankans, í morgun. „Ég hef talið það nánast skyldu okkar að reyna þetta þótt það yrði erfitt,“ sagði aftur á móti Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri, formaður bankaráðs Iðnað- arbankans. Hann var að fara á sérstakan banka- ráðsfund um málið klukkan 10. Klukkan 13 hefet svo fundurinn í Seðlabankanum. Matthías Bjamason viðskiptaráðherra vill £á botn í þetta mál þar sem tjón Útvegsbankans af gjaldþroti Hafskips vindur í sífellu upp á sig meðan framtíð hans hangir í lausu lofti. Líklegast er að ríkisbank- amir þrír verði stokkaðir saman með einhveijum hætti í tvo banka. -HERB Þingfundir hefjast á ný Brottvikning fræðslustjórans í Norðurlandi eystra verður ekki rædd á Alþingi í dag. Ingvar Gíslason, for- seti neðri deildar, taldi líklegt að málið yrði rætt á fundi sameinaðs þings á morgun. Á dagskrá fyrsta fundar efri deildar eftir jólafrí í dag er eitt mál, stjómar- frumvarp um fiskmarkað. I neðri deild eru þrjú mál á dagskrá, tillögur þing- manna um breytingar á stjómarskrá. -KMU Kona fóvst í Tungudal Mikil leit var gerð að 69 ára gam- alli konu á Botnsheiði um helgina. Fannst hún látin í Tungudal inn af Skutulsfirði skömmu eftir miðnættið aðfaranótt laugardagsins. Konan var á leiðinni frá Suðureyri til ísafjarðar á föstudaginn. Tók hún far með bíl en hann varð að snúa við á heiðinni vegna ófærðar. Hélt hún þá gangandi áfram og ætlaði að ná í bíl sem kæmi á móti henni ísafjarðar- megin. Er hún hafði ekki skilað sér um kl. 17 var farið að svipast um eftir henni. Björgunarsveitir á ísafirði og í ná- grannabyggðarlögum vom kallaðar út og fundu þær konuna látna við háspennulínu sem liggur niður í Tungudalinn. Leiðin sem hún hafði farið var mjög ógreiðfær og hafði hún fallið í brattri brekku og látist. Konan hét Camilla Valdimarsdóttir. Lætur hún eftir sig eiginmann og tvö uppkomin böm. -FRI Afmæli 85 ára er í dag, 19. janúar, Margrét H. Þorláksdóttir, Súðavík, N-ís. Maður hennar var Ólafur Jónsson kennari sem lést árið 1957. 70 ára afmæli á í dag, 19. janúar, póstfulltrúi frá Vestmannaeyjum. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu að Dúfnahólum 4 hér í borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.