Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Sviðsljós Mæögurnar Tinna Gunntaugsdóttir og Herdfs Þorvaldsdóttir túlka Maggie og Juliu. Nýjasta leikritið á fjölum Þjóð- leikhússins heitir Hallæristenór- inn og er eftir Ken Ludwig. Þar eru í hlutverkum bæði feðgar og mæðg- ur úr hinum gráa hversdagsleika utan sviðsins - mæðgurnar Tinna Gunnlaugsdóttir og Herdís Þor- valdsdóttir leika þarna saman og einnig feðgarnir Orn Árnason og Árni Tryggvason. Meðfylgjandi myndir voru teknar á einni af síðustu æfingunum og sýna skylduliðið í verkinu. Feðgarnir Örn Arnason og Árni Tryggvason eru Max og Frank i Hallæ- ristenórnum. DV-myndir JÓ. Ekki er ein báran stök hjá Tinu Turner. Helsti bömmerinn núna eru síma- reikningarnir sem enda alltaf í óendanlegum núllafjölda - ásamt kræsilegri upphafstölu. Því var það eina ráöið að bregða sér til sálfræð- ings í hjálparleit og er það hinn ágætasti maður. Nákvæmur mjög sem sést á meðfylgjandi mynd, en hann hefur tröllatrú á lækningamætti þeirrar aðferðar að staðfæra allar helstu martraðir sjúklinganna svo þeir megi yfirvinna óttann. Það skal tekið fram að sáli situr á hlustaverk- inu en söngkonan sexaða tyllir sér á skrafskífuna. Dóttir hins þekkta málara Pablos Picasso heitir Paloma og hefur get- ið sér gott orð sem skartgripahönn- uður. Bandaríska stórfyrirtækið Tiffanys selur sköpunarverk henn- ar grimmt og er svo komið að Paloma getur engan veginn annað eftirspurninni. Skartgripirnir þykja bera vott um einstakt auga fyrir formi og litum en sjálf er lista- konan þekkt fyrir að klæðast einungis svörtu og rauðu með ein- stöku hvítu ívafi. Franski tískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent hefur um árabil teiknað öll föt Palomu og er hún ásamt leikkonunni Catherine Deneuve heiðursgestur á öllum Haute - Couturesýningum meist- arans. Þær sitja tvær við háborðið þar sem sýningarstúlkurnar ganga fram í nýjustu sköpunarverkunum - að sjálfeögðu báðar klæddar mód- elflíkum sem YSL hefur hannað sérstaklega fyrir þessar vinkonur sínar. Og nafn Palomu Picasso er ævinlega að finna á listanum yfir tíu best klæddu konur heimsins. Paloma segir sjálf að það skipti sig meginmáli að vinna við eitt- hvað skapandi og þá að vera sannfærð um einnig að hlutirnir sem hún sendir frá sér hafi list- Paloma Picasso: gildi. Það er að hennar mati mikill skapgerð erfði dóttirin líka frá kross að bera fyrir listamann að málaranum föður sínum. Og eitt sitja uppi með Picassonafnið en hlutskipti vill hún alls ekki í lífinu kvenmaðurinn er lítið fyrir það að - verða aðgerðalaus milljónaerf- láta erfiðleika stöðva sig - Picasso- ingi frægra foreldra. Hún er heimskona fram i fingurgóma og á heimili bæði í París og New Á veggnum hangir ósvikinn Picasso - Paloma tilbað hinn fræga föður York. sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.