Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Edvvard Bretaprins hringdi um miðja nótt í Romy Adlington. Öxl fyrir Edda Romy Adlington er ekki bara fögur fyrirsæta sem margar breskar stelpur öfunda sárlega af útlitinu. Hún er líka kvenmaðurinn sem Edward Bretaprins hringdi í um miðja nótt þegar hann þarfnaðist einhvers til að veita stuðning við ákvörðunina um að hætta í herþjónustu. Hún lét ekki segja sér það tvisvar, lagði símann á og ók beina leið að hallarhliðunum. Hinn áhyggjufulli ungi maður notaði öxl hennar til þess að halla sér að - því engan stuðning fékk hann innan fjölskyld- unnar - og afleiðingin eru blaða- greinar dag eftir dag í bresku blöðunum. Þar skýrir Romy með andakt frá því sem þeim fór á milli og eflaust hefur það ekki mildað skap Betu drottningar. Hlutskipti prinsa er ekki alltaf öfundsvert. Barbra græðir á tá og fingri Barhra Streisand hefur rakað inn um það bil einum milljarði á frama- brautinni það sem af er - að ótöldum gróðanum sem antikmunasafnið er að færa henni þessa dagana. Kunn- ugir segja það hina hestu skemmtun að líta inn í fataskápana á því ágæta heimili því þar ægir öllu saman frá rándýrum módelkjólum niður í furðulegan fatnað af næstu flóa- mörkuðum. Hver einasti hlutur á sína sögu og Barbra neitar að farga neinu úr safninu. Tilgangurinn með söfnuninni er að minna á fortíðina þegar hún átti minna en ekkert og reyndi að ryðja sér braut til frægðar- innar úr sárri fátækt. 45 Sviðsljós í dag eða gæi? Tískan endurtekur sig, stendur einhvers staðar og sannleiksgildi þess sést berlega á meðfylgjandi mynd. Þetta er Coco Chanel með kvennagullinu Li- far og fötin sem þau klæðast gætu verið fengin úr einhverri tískuversluninni héma við Laugaveginn. Coco var byltingarmaður tískuheimsins þegar hún var en þætti víst fremur klassísk og bragðlítil í dag. Tískan gengur í hring... Útreiðartúr með tengdó Elísabet Englandsdrottning og Sarah, tengdadóttir hennar, em miklir mátar. Áhuga á útreiðum deila þær með Önnu prinsessu og þrátt fyrir að ekki sjáist sömu snilldartaktar hjá þeim á hestbaki eiga þær til að fara á tölti um hallargarðinn. Þessi mynd var tekin af hinum hressu kóngakvensum þar sem þær nutu útiloftsins í vetrarkulinu - og skemmtu sér konunglega að sögn fylgdarmannanna. Ólyginn sagði... Margrét Bretaprinsessa skemmti sér eins og engill í sextugsafmæli frænda síns - Glennoncenners lávarðar. Veislan var haldin á eynni Mustique í Vestur-lndíum en hún er ein af landareign- um afmælisbarnsins um víða veröld. Þeir frægu og ríku létu sig ekki vanta, utan Möggu mættu Jerry Hall, Linley lávarður, Raquel Welch og André Weinfeld svo einhverjir séu nefndir og ekki má gleyma gömlum elskhuga Margrétar, Roddy Llewellyn. Þetta var eins konar furðufataball og Margrét prinsessa Breta mætti í prinsessuklæðum - framandi hlutverk finnst ykkur ekki! -f- Fergie á í miklum erfiðleikum um þessar mundir. Bretar heimta konunglegan hvít- voðung strax á þessu ári og hefur rauðhausnum strang- lega verið bannað að innbyrða pilluna á næst- unni. Ekki gerir það ástandið auðveldara að eiginmaður- inn sést lítið á heimilinu og vikulangar fjarvistir hans gera fjölgunarframkvæmdir snúnar með afbrigðum. Unga frúin hefur trúað vin- um sínum fyrir því að þegar kappinn er svo heima í höll- inni verði vart þverfótað fyrir öðrum fjölskyldumeðlimum og lífið er því þrautleiðinlegt að dómi þeirrar skapmiklu Fergie. Hún fær þó engu um ráðið og eru barneignir efst- ar á verkefnalistanum ef farið verður að óskum þegnanna - og síðast en ekki síst - Elísabetar Bretadrottningar. Helena Bonham Carter datt í lukkupottinn um ára- mótin. Það var hringt í hana til London frá Miami og hún beðin um að taka næstu flugvél og leika kærustu Dons Johnson. Þessi unga leikkona lét ekki segja sér það tvisvar heldur mætti á staðinn og hoppaði svo að segja beint úr flugvélinni upp í rúm til sexlöggunnar ógurlegu. Hún hafði aðeins eitt um það að segja - slíkt kynningarform ku brjóta niður múra milli manna með mun áhrifaríkari hætti en við aðrar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.