Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiffing: Sími 27022 Frjalst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Fvamsókn endurskoði stjomar- samstarfið „í ljósi þessara atburða ályktar stjóm Sambands ungra framsóknar- manna að Framsóknarflokkurinn eigi að taka núverandi stjómarsamstarf til endurskoðunar," segir í ályktun, sem stjóm SUF samþykkti um helgina. Ungir framsóknarmenn segja tilefni ályktunarinnar ummæli Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, í DV á laugardag, lánasjóðs- málið, vinnubrögð sjálfstæðisráðher- ranna í sjómannadeilunni og fræðslustjóramálið. Telja ungir framsóknarmenn ^menntamálaráðherra hafa sýnt fá- dæma valdníðslu og lýsa yfir van- trausti á hann. Segja þeir að samskiptaörðugleikar og valdabarátta innan Sjálfstæðis- flokksins sé farin að draga vemlega úr starfsgetu ríkisstjórnarinnar. -KMU Skotárás í Hveragerði: Kom út með byssu ogskautíallaráttir Lögreglan á Selfossi var kölluð út síðdegis á laugardag, til Hveragerðis, en þar hafði maður einn hafið skot- árás í götunni sem hann bjó við, eða eins og Jón Guðmundsson varðstjóri orðaði það...„hann kom út með byssu og skaut í allar áttir“. Atburður þessi átti sér stað í Dyn- skógum. Var nokkuð um fólk í götunni, bæði fullorðið og krakka, er skotárásin hófst og mesta mildi að ekki hlutust slys af þessari árás en maðurinn skaut úr 22 cal. riffli. Nokk- ur skotanna lentu í nærliggjandi húsum en ekkert þeirra fór þó í gegn- um glugga. Eftir að lögreglan kom á staðinn , íifafst maðurinn upp án mótspymu og afhenti þeim riffilinn. Maðurinn mun hafa átt við andlega erfiðleika að stríða og var hann fluttur á geðdeild Borgarspítalans eftir að lögreglan hafði handtekið hann. -FRI Ávallt feti framar 68-50-60 ÞRDSTIIR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Hvernig væri að hafa skóhlífar í rútunum fyrir austan? Árás á konu á Njálsgotunni: TVeir grímu klæddir börðu hana og rændu Rétt fyrir miðnættið aðfaranótt sunnudagsins varð kona fyrir hrottalegri árás tveggja grímu- klæddra manna á Njálsgötunni. Börðu þeir hana með sokk fylltum af sandi og rændu af henni 3CWO.OOO krónum. Að sögn rannsóknarlögreglunnar var konan að koma út úr sjoppu sem hún vinnur í. Fór hún frá sjoppunni að bíl sínum hinum megin við göt- una. Þar komu að henni mennimir, börðu hana og rændu. Konan mun hafa sloppið lítið meidd frá árásarmönnunum en pen- ingamir sem þeir náðu af henni voru afrakstur dagsins úr sjoppunni. Unnið er að rannsókn þessa máls og em þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta veitt, eða sáu atburðinn, beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. -FRI Mjög harður árekstur varð milli fólksbíls og strætisvagns á Listabraut i Reykjavik skömmu fyrir kl. 20 i gær- kvöldi. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild og var bíllinn gjörónýtur á eftir en strætisvagninn talsvert skemmdur. DV-mynd S Veðrið á morgun: Þurrt á vestan verðu landinu Á þriðjudaginn verður hæg vest- læg átt. Skýjað en víðast þurrt á vestanverðu landinu. Víða léttskýj- að á austanverðu landinu. Hiti á bilinu 0 til -6 stig. Oddsskarð: Leitað að manm a hálum skóm Víðtæk leit var gerð að manni sem hvarf úr íangferðabifreið á miðju Oddsskarði árla sunnudagsmorgunfe. Var hann á leið til síns heima á Nes- kaupstað ásamt fleira fólki sem verið hafði á dansleik á Egilsstöðum kvöldið áður. » f „Við vorum kvaddir út til leitar klukkan sjö um morgj*ninn og vissum það eitt að rútán hafði stoppað við göngin í Ocjdfekíirði til að leyfa fólki að fara út og létta á sér. Hvarf þá einn farþeginn út í búskann og vissu menn ekki sitt rjúkandi ráð,“ sagði Hrólfur Hraundal, form'aðúr björgunarsveitar- innar Gerpis á Neskaupstað. Tíu björgunarmenn lögðu á heiðina frá Neskaupstað og félagar í björgunar- sveitinni Brimrúnu frá Eskifirði héldu af stað úr hinni áttinni. „Við fundum fljótt slóð er lá niður á Eskifjörð og fundum svo manninn þar sem hann lá inni í snjóblásara við grindahlið við veginn," sagði Hrólfur Hraundal. Er DV ræddi við þann týnda snemma í morgun sagðist hann fátt muna. Og Þ°:. „Eg man að það var pissupása við göngin í Oddsskarði og ég fór út eins og hinir. Þegar ég var að pissa fór ég allt í einu að renna aftur á bak því ég var á ákaflega hálum skóm. Vissi ég ekki af fyrr en ég var orðinn við- skila við hópinn og villtur. Ég stóð varla í fætuma og rann mest á aftur- endanum niður hlíðina í átt að Eski- firði. Þá fann ég allt í einu snjóblásar- ann og komst inn í hann,“ sagði sá óheppni sem nú er allur blár og mar- inn eftir hið óvænta ferðalag sitt, afturábak á hálum skóm niður Odds- skarð. -EIR Grænlendingur stunginn í kviðinn Grænlendingur var stunginn í kvið- inn fyrir utan Sundhöllina aðfaranótt laugardagsins. Hlaut hann slæman áverka en mun nú vera úr lífshættu eftir að gerður var á honum uppskurð- ur þá um nóttina. Átján ára piltur var handtekinn síð- ar um nóttina grunaður um verknað- inn og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. febrúar. Tildrög hnífstungunnar eru ekki ljós en eftir hana tókst Grænlendingnum að stöðva bíl sem ók honum á slysa- deild þaðan sem hann var fluttur á sjúkrahús. -FRI Hönum dreift um borgina Einhverjir gárungar tóku sig til og dreifðu níu hönum víða um borgina í gærdag. Meðal þeirra staða sem hön- unum var hent inn á var Bylgjan og BSl. Einnig komu hanar í heimsókn í keilusalinn í Öskjuhlíð og í Banka- stræti 1 og gestir nokkurra veitinga- húsa urðu varir við spígsporandi fiðurfé þetta. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hvaðan hanamir em komnir en greið- lega gekk að handsama þá og vom þeir allir fluttir upp í Mosfellssveit, í Isfuglsbúið. Þar getur eigandi þeirra vitjað þeirra en ef hann gefúr sig ekki fram mun hönunum væntanlega verða lógað. -FRI i i i i i i i i i i i i i i i i i i 5 i Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.