Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Fréttir Brennuvargar á Hellissandi handteknir Viðurkenndu sextan innbrot og íkveikjur Hafetoinn Jónssan, DV, HeDissandi: „Fyrirfram hefði ég ekki trúað að þessir menn væru viðriðnir mál af þessu tagi,“ sagði Eðvarð Ámason, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, í samtali við DV. Hann stjórnaði um páskahelgina umfangsmikilli rann- sókn á íjölda afbrota sem framin hafa verið á Snæfellsnesi síðastliðin 15 ár. Flest afbrotin voru framin af tveim mönnum á Hellissandi en við rann- sóknina varð einnig uppvíst um afbrot fleiri manna. Alls em þetta 13 innbrot, þijár íkveikjur og ávís- anafals. Rannsóknin hófst aðfaranótt föstudagsins langa eftir að kveikt hafði verið í bílskúr og Range Rover bifreið við Bárðarás 8 á Hellissandi. Tilkynnt var um eldinn laust eftir kl. 3 um nóttina og skömmu síðar vom fjórir menn handteknir. Við rannsókn kom í ljós að smurol- íu og soðnum landa hafði verið hellt yfir sætin í bifreiðinni og kveikt i. „Það má segja að landinn hafi kom- ið upp um þá því í fyrstu beindist rannsóknin að uppruna hans,“ sagði eftir 40 klukkustunda yfirheyrslur Bílskúrinn við Bárðarás 8 þar sem kveikt var í aðfaranótt föstudagsins langa Eðvarð. Fleiri vom færðir til yfir- heyrslu í kjölfarið og komu þá málin upp eitt af öðm. Alls stóðu yfir- heyrslur í um 40 klukkutíma. Elsta málið, sem nú var upplýst, er íkveikja á bænum Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi árið 1973 en þá brann íbúðarhúsið þar til gmnna. Sá sem þar var að verki kveikti einn- ig, ásamt öðrum manni, í fiskverkun- arhúsinu Breiðfirðingabúð á Hellissandi í febrúar á síðasta ári en þar varð mikið tjón. Þá vaknaði gmnur um að um íkveikju hefði verið að ræða en ekki tókst að færa sönnur á það. Annar þessara manna braust einn- ig inn í kirkjuna á Búðum fyrir skömmu og stal þar kirkjugripum sem nú em komnir í leitirnar. Einn- ig vom nú upplýst innbrot í vitana á Öndverðanesi og Svörtuloftum, yst á Snæfellsnesi. Eðvarð sagði að ekki væm tengsl á milli allra innbrotanna þótt víst væri að tveir menn hefðu víðast komið við sögu. Lögreglumenn frá öllum bæjum á Snæfellsnesi unnu að rannsókninni. -GK Harald Haralds, varðstjóri í Grundarfirði og Þórður Þórðarson, lögreglu- maður i Ólafsvik, unnu að rannsókninni ásamt Eðvarð Árnasyni. Eðvarð Árnason yfirlögregluþjónn stjórnaði rannsókninni. DV-myndir Ægir Þórðarson Range Roverinn skemmdist mikið að innan. Sumarið ‘87 opnar á fyrsta sumardag Sýningin Sumarið ‘87 opnar í Laugardalshöll á fimmtudag, sumar- daginn fyrsta, klukkan tvö eftir hádegið. Að sögn Maríu Hjaltadóttur, full- trúa hjá Kaupstefhunni Reykjavík, er á sýningunni flest það sem tengist sumrinu. Ferðaskrifstofúr kynna starfsemi sína og þjónustu, viðíegu- búnaður verður kynntur, sýnd verða gróðurhús, garðskálar og annað í garðinn og sumarfatnaði verður gert hátt undir höfði. Alls taka um hundrað og tíu aðilar þátt í sýningunni. Kaupstefhan Reykjavík vonast til þess að fá tun fjörutíu þúsund gesti inn á sýninguna, sem stendur þar til þriðja mai, eða rétt um fjögur þúsund gesti á dag að meðaltali. Aðgangur mun kosta rétt innan við 300 krónur. -HV Fjallgöngumaóurinn Pétur Ásbjörnsson situr uppi á Laugardalshöll þar sem hann hyggst halda tll í tjaldi næstu þrettán dagana. Ýmis fyrirtæki færðu Pétri gjafir sem eiga að auðvelda honum vistina. Til að verjast leiðindum hefur Pétur með sér útvarp, sjónvarp og sima i útilegunni. Hann tekur við áheitum meðan á dvölinni stendur og renna þau óskipt til Krýsuvikursamtakanna. Skip siglir a biyggju Einar Gíslasan, DV, Þoriákshö&i Á föstudaginn sigldi saltflutninga- skipið Dien á hafnarbakka í Þorláks- höfii og skemmdist mikið. Kaupskipið Dien er skráð á Kýpur en kemur hing- að frá Spáni með saltfarm. Að sögn Kristjáns Andréssonar hafnarstjóra gekk innsiglingin í höfn- ina mjög vel að öðm leyti en því að ferðin á skipinu reyndist of mikil þannig að ekki var unnt að stöðva skipið í tæka tíð. Að mati Kristjáns er hugsanlegt að um vélarbilun hafi verið að ræða. Kristján sagði að ekki hefði verið unnt að veita skipsmönnum leiðsögn með því að fara um borð í skipið utan hafhar þar sem ekki væri hafnsögubát- ur til staðar en mjög væri brýnt fyrir Landshöfh að eignast slíkan bát. Skemmdirnar á skipinu em mjög miklar og munu þær einungis verða lagfærðar til bráðabirgða í Þorláks- höfn en fullnaðarviðgerð mun fara fram erlendis. Skemmdir á hafnar- bakkanum reyndust ekki miklar. Stefni skipsins er mikið skemmt. Gert verður við skipið til bráðabirgða í Þor- lákshöfn. DV-mynd Einar Gíslason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.