Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Fréttir Starfsmannafélag Reykjavíkur: Ný atkvæðagreiðsla verður ákveðin í dag Ekki heílir verið ákveðið hvenær ný atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við borgina fer fram en ákvörðun um það verður að líkindum tekin í dag, að sögn Haralds Hannessonar, for- manns starfsmannafélagsins. Svo sem kunnugt er ógilti starfs- mannafélagið atkvæðagreiðslu um samninginn sem hafin var og síðdegis á miðvikudag brenndu starfsmennim- ir atkvæðaseðlana og var það gert vegna þess að borgarráð samþykkti sérstaka hækkun til fóstra, þroska- þjálfa og gæslukvenna, utan við samninginn. Samkvæmt ákvörðun borgarráðs áttu fóstrur og þroskaþjálf- ar að hækka um tvo launaflokka, en gæslukonur um einn launaflokk. Sagði Haraldur Hannesson að gífur- leg reiði væri hjá starfsmönnum borgarinnar í garð borgarráðs vegna þessarar ákvörðunar en ekki bjóst hann við að ákvörðun borgarráðs myndi breyta neinu um þá atkvæða- greiðslu um samninginn sem fyrir dyrum stendur. -ój Atkvæðaseðlarnir brenndir fyrir utan slökkvistöðina á miðvikudag. DV-mynd S Dómprótastur, sr. Skúiason, fermir. H DV-mynd GVA Kirkjuhald um páska Kirkjusókn var góð um páska. DV sneri sér til Bernharðs Guðmundsson- ar og spurði hann hvemig kirkjuhald hefði gengið um hátíðamar. Að sögn hans var mikil kirkjusókn á páskadagsmorgun og kirkjur al- mennt vel fullar. Mikið var um trúarathafnir um hátíðamar og ekki einskorðaðar við kirkjur heldur fóm prestar á sjúkrastofhanir og fangelsi og héldu þar guðsþjónustur. Einnig var bryddað upp á nýjungum í starf- inu. Þannig var reistur kross úr trönu- viði í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og tendmð sjö ljós á honum. Síðan vom lesin hin sjö orð Krists á krossinum og slökkt á einu kerti við hvert orð. Er guðsorðinu lauk var slökkt á síð- asta kertinu og gengið út úr myrkv- aðri kirkjunni. I Hallgrímskirkju var einnig táknum beitt í helgihaldi. Þar var lesinn 22. Davíðssálmur en hann er spá um pínu Krists á krossinum. Á meðan lesturinn stóð yfir var allt skraut fjarlægt af altarinu uns eftir stóð aðeins krossinn og varpaði hann angurværum skugga á bert altarið. Er lestri lauk gekk inn lítil stúlka með fimm rauðar rósir, eina fyrir hvert sár Krists, og lagði þær við krossinn. Þannig var altarið allan 'föstudaginn langa. I Hallgrímskirkju fóm einnig fram fyrstu fermingar í hinu nýja guðshúsi. Um 70 böm vom fermd á páskadag. Á landinu var einnig mikið um ferming- ar en í ár fermast alls um 3.800 böm á landinu öllu. -PLP Ódýrt að hringja í kosningabarattu: Skref í kosningasíma kostar 25 aura Samgönguráðuneytið hefúr ákveðið að veita stjómmálaflokkunum 85 pró- sent afslátt af skrefagjaldi þeirra síma sem notaðir em á kosningaskrifstofum flokkanna. Skref í kosningasíma kost- ar því 25 aura á meðan almennt gjald er 1 króna og 65 aurar. Mikill afslátt- ur er einnig veittur af stofhgjaldi kosningasíma, það er 2000 krónur með uppsetningu á móti 6.250 krónum hjá almennum símnotendum. „Þessar undanþágur vegna síma- kostnaðar koma alltaf fyrir hverjar kosningar. Stjórnmálaflokkamir fara fram á þetta við ráðuneytið og það verður við þeim óskum. Þó er síminn notaður miklu minna nú í kosninga- baráttu en áður var,“ sagði Eyjólfur Högnason, skrifstofustjóri Bæjarsí- mans, í samtali við DV. Kosningasímamir em læstir þannig að ekki er hægt að nota þá til að hringja út fyrir landsteinana. Bæjar- síminn lætur stjómmálaflokkunum í té gömul símtól sem þegar hafa verið gemýtt af almenningi en þau eru vel yfirfarin og duga vel til að ná sam- bandi við kjósendur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað kosningasíinamir em margir én þeir skipta hundmðum," sagði Eyjólfur Högnason. -EIR Bæjarsíminn lætur stjórnmálaflokkunum í té gömu simtól sem hafa verið ger- nýtt af almenningi. Þau eiga þó að duga stjórnmálaflokkunum. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Þegar Albert stofiiaði Borgara- flokkinn féll Sjálfstæðisflokkurinn í yfirlið. En eftir að hann rankaði við sér og jafhaði sig á sjokkinu hafa sjálfstæðismenn smám saman verið að ná vopnum sínum og nú um pá- skana hefur verið hleypt af fallbyss- unum. Kemur þar einkum tvennt til. f fyrsta lagi fundu sjálfstæðis- menn það út að Borgaraflokkurinn væri á móti vömum og stefhdi ör- yggi þjóðarinnar í hættu þegar Júlíusi Sólnes varð á sú skyssa að segjast vilja selja vamarliðinu íslen- skar sápur og þvottaduft ásamt með innlendu kjúklingakjöti. Þetta má Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra nefht enda hefur hann einn vit á utanríkis- og vamarmálum og lætur engan annan komast upp með það að endurskoða vamarsamning sem hefur reynst okkur góður í fjörutíu ár. Ef Borgaraflokkurinn ætlar að selja Könunum íslenska sápu sjá allir að öryggi þjóðarinnar er stefiit í voða. í annan stað hefúr Albert lýst yfir því að vel komi til greina að Borg- araflokkurinn bjóði fram í næstu borgarstjómarkosningum. Þessi yfirlýsing hefur haft þær afleiðingar að Sjálfstæðisflokkurinn hefur séð ástæðu til að tefla fram stórkanón- Stund um sínum í borgarmálum, þeim Birgi ísleifi og Davíð Oddssyni. Birgir kemur grafalvarlegur fram í sjón- varpsauglýsingum og varar kjósend- ur við að greiða Borgaraflokknum atkvæði í þessum kosningum af því hann ætlar að bjóða fram í þeim næstu. Davíð skrifar viðhafhargrein í Morgunblaðið og segir að Borgara- flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni að leiða kommúnista til önd- vegis í borgarstjóm. Nú er ekki gott að átta sig á því hvemig kommúnistar komast til valda þótt Borgaraflokkurinn bjóði fram í borgarstjómarkosningum, að minnsta kosti ekki á meðan Albert Guðmundsson er í þeim flokki. Að visu er Davíð hissa á því að Albert skuli ekki löngu vera farinn úr Sjálf- stæðisflokknum og líkir honum við kartnögl sem hafi kvamast af fæti Sjálfstæðisflokksins. En Dagfara finnst samt skrítið að Albert skuli allt í einu vera orðinn kommúnisti fyrir það eitt að Þorsteinn hafi ekki viljað hann í ríkisstjóm enda man Dagfari ekki betur en að Albert hafi verið forseti í borgarstjóminni með Davíð þegar íhaldið réð. Nú er sem sagt ljóst að Davíð hefur alltaf vitað að Albert væri laumukommi og af því Albert ætlar að leyfa sér þá flokknum. En ekki núna. Ekki í næstu kosningum og þess vegna eigi fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum til að hann fái fylgi í næstu kosningum. Já, goðin hafa reiðst vegna þeirrar óskammfeilni að nýr flokkur ætlar að bjóða fram í næstu kosningum. Davíð segir að Borgaraflokkurinn byggi á hugmyndafræði hefhdarinn- ar og samkvæmt því kristilega hugarfari sem ríkir í Sjálfstæðis- flokknum eftir að siðalögmálið var fundið upp af formanninum krefst borgarstjórinn núverandi og borgar- stjórinn fyrrverandi að Sjálfstæðis- flokkurinn hefni sín fyrirfram með því að beita fullkominni hörku gegn þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum Borgaraflokksins að bjóða fram gegn þeim flokki sem var fundinn upp til að vera ómissandi. Stund hefridarinnar rennur upp á laugar- daginn. Þá verða laumukommamir, Albert og kompaní, teknir til bæna. Þessar kosningar snúast sem sagt ekki um þessar kosningar heldur þær næstu. Það er eins gott að mað- ur fái að vita þetta fyrirfram. Annars hefði vitlaus flokkur fengið að hefna sín á þeim sem ætla að hefna sín núna. Dagfari hefndarinnar byði fram á móti honum. Báðir eru þeir Birgir og Davíð þeirrar skoðun- ar að stofiiendur Sjálfstæðisflokks- ins hafi fundið upp flokk sem sé algerlega ómissandi. Davíð hikar þó aðeins við og segir að vera kunni að þetta séu ekki eilífðarrök og að einhvem tímann í framtíðinni geti það hugsanlega gerst að annar flokkur geti tekið við af Sjálfstæðis- frekju að bjóða fram í næstu kosn- ingum á að mæta honum með fullri hörku í þessum kosningum. Maður skilur Birgi ísleif miklu betur þegar hann lýsir alvörunni í því að Sjálfstæðisflokkurinn tapi fylgi í borgarstjómarkosningum enda hefur hann reynsluna af því að tapa borginni og það meira að segja án þess að Albert laumukommi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.