Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
Utlönd
Gorbatsjov geri grein
fyrir Wallenberg
Eitt hundrað og tíu bandarískir
þingmenn undirrituðu bréf þar sem
Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, er
hvattur til að leysa úr haldi Raoul
Wallenberg eða að gera fulla grein
fyrir afdrifum hans.
Wallenberg var sænskur utanríkis-
þjónustumaður sem talið er að hafi
bjargað lífi tugþúsunda ungverskra
gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista
í heimsstyrjöldinni síðari. Hann var
tekinn höndum af sovésku herjunum
í styrjaldarlok og hvarf inn í sovéska
fangelsiskerfið.
Þrátt fyrir fullyrðingar sovéskra
embættismanna, þess eíhis að Wall-
enberg hafi fyrir mörgum árum látist
í sovésku fangelsi, þykir ýmislegt
benda til þess að hann sé enn á lífi,
að því er segir í fréttatilkynningu með
bréfi bandarísku þingmannanna.
„Við hvetjum yður til að tryggja
lausn Raoul Wallenberg eða að gera
fulla og opinbera grein fyrir afdrifúm
hans. Við trúum þvi að hann sé enn
á lífi og hvetjum til þess að honum
verði heimilað að yfirgefa Sovétrík-
in,“ segir í bréfinu.
Wallenberg fór til Búdapest árið
1944, að beiðni flóttamannaráðs
Bandaríkjanna. Meðan á hersetu nas-
ista í Ungverjalandi stóð kom hann
þúsundum gyðinga undan gasklefan-
um með útgáfu sænskra vegabréfa.
Þegar sovéskir herir tóku Búdapest
árið 1945 var Wallenberg tekinn fast-
ur. Eftir endurteknar fyrirspumir
vestrænna embættismanna fullyrtu
Sovétmenn að hann hefði látist árið
1947.
Þúsundir í kröfu-
göngum á N-íriandi
Þúsundir mótmælenda fóru i hinar
árlegu skrúð- og kröfúgöngur sínar á
N-írlandi í gær og fóru þær íram án
nokkurra átaka eða árekstra milli
kaþólskra og mótmælenda.
Aður höfðu þúsundir kaþólikka efnt
til svipaðra hópgangna til þess að
minnast þess að 71 ár er liðið írá
páskauppreisninni i Dublin 1916.
Göngur beggja brutu i bága við ný
lög og reglugerð sem sett voru í kjöl-
far páskanna í fyrra. Ber gönguaðilum
skylda til þess að tilkynna lögreglu-
yfirvöldum með viku fyrirvara
væntanlegar gönguleiðir. - í fyrra
höfðu orðið róstur í páskagöngunum
og lét einn ungur maður lífið af völd-
um gúmmíkúlu sem lögreglan skaut
að rósturseggjum.
Fyrr í gærdag fann lögreglan hálfa
smálest af sprengiefni sem falið hafði
verið í Dungannon, um 55 km vestur
af Belfast. Telur hún sig hafa með því
gert að engu áætlanir kaþólskra of-
stækismanna um sprengjutilræði við
öryggissveitir Breta á N-Irlandi. Þrír
menn voru handteknir.
Sérfræðingar gerðu óvirka í gær
bréfasprengju sem borist hafði í pósti
inn á heimili eins aðstoðarmanna
Thatcher forsætisráðherra. Er það
sjötta slík vítisvélin sem send er bresk-
um embættismönnum á tæpri viku.
Hefúr írski lýðveldisherinn (IRA -
öfgasamtök kaþólskra sem vilja binda
enda á yfírráð Breta á N-írlandi) lýst
ábyrgð á hendur sér vegna þessara
sprengjusendinga.
Pílagrimar flykkt-
ust til Jemsalem
Um sjötíu þúsund kristnir píla-
grímar hvaðanæva úr heiminum
lögðu leið sína til Landsins helga
um páskana þar sem þeir voru við-
staddir guðsþjónustur og heimsóttu
heilaga staði.
Vopnum búnir hermenn voru á
verði meðfram borgarmúrunum á
meðan pílagrímarnir gengu eftir
þröngum strætunum.
Þrátt fyrir óeirðir gegn gyðingum
á Vesturbakkanum að undanfömu
heimsótti fjöidi gyðinga Jerúsalem
um páskana en þá minnast þeir
brottfarar ísraela frá Egyptalandi.
Pílagrímamir voru miklu fleiri í
ár en í fyrra og minjagripasalar
græddu á tá og fingri. í fyrra höfðu
þeir lokað vegna verkfalls.
Tvö létust við
sprengingu í Etnu
Baldur Róbensson, DV, Genúa;
Frönsk kona og níu ára gamall sonur
hennar létu lífið þegar sprenging varð
í eldljallinu Etnu á Sikiley í síðustu
viku. Eiginmaður konunnar og tveir
aðrir synir þeirra meiddust illa í
sprengingunni, ásamt tveim burðar-
mönnum.
Fólk þetta var með hópi franskra
ferðamanna í um þrjú þúsund feta hæð
í hlíðum Etnu, þegar sprengingin varð
í fjallinu, og er talin mikil mildi að
ekki fómst eða slösuðust fleiri úr
hópnum.
Sprengingar af þessu tagi verða örðu
hvom í Etnu þegar hiti eða annað
verður til þess að tendra í uppsöfhuðu
gasi. Við sprengingar þessar spýtist
mikið af grjóti úr fjallinu og getur það
verið lífshættulegt þeim sem í hlíðum
fjallsins em.
ísbrjótur til bjarg-
ar vísindamönnum
Sovéskur ísbijótur, kjamorkuknú-
inn, mun síðar í þessum mánuði leggja
í leiðangur til björgunar þrettán vís-
indamönnum frá Leníngrad, en þeir
em á reki í Norður-íshafi á hafísjaka
sem í upphafi var 300 metra langur
en hefur minnkað því að af honum
hefur nagast á rekinu.
Þessi rannsóknarstöð hefiir verið
kölluð „Norðurpóll-27“ og hafa vís-
indamenn starfað á þessum sama
ísjaka í þrjú ár, en nú þykir ekki leng-
ur óhætt að hafa menn á jakanum.
Fimmtán manns voru skotnir til bana á Sri Lanka í gær og voru það skæruliðar tamila sem voru að verki að þvi
er yfirvöld fullyrða.
- Símamynd Reuter
Blóðsúthellingum haldið
áfram á Sri Lanka
Þjóðaröryggisráðið í Colombo á Sri
Lanka leitast nú við að auka öryggisr-
áðstafanir í kringum þorp sínhalesa
þar sem hundrað fjörutíu og tveir
manns hafa fallið fyrir hendi aðskiln-
aðarsinna síðustu fimm sólarhring-
ana. Sakar stjómin skæmliða tamíla
um að standa að baki hryðjuverkun-
um en þeir beijast fyrir sjálfstæðu ríki.
Fimmtán manns vom skotnir til
bana í gær og á fostudaginn vom
hundrað tuttugu og sex strætisvagna-
farþegum raðað upp og þeir skotnir. í
árás á herbækistöðvar í gær beið lög-
reglumaður bana og annar særðist.
Stjómarhermenn hafa eyðilagt
nokkrar bækistöðvar skæmliða og
leita nú fleiri í frumskóginum með
aðstoð þyrlna.
Tæplega sex þúsund manns hafa
beðið bana í átökum skæmliðum ta-
míla og sínhalesa frá því árið 1983.
Vantrauststillaga
gegn stjóm Fanfanis
Búist er við að vantrauststillaga
gegn nýju minnihlutastjóminni á Ital-
íu verði samþykkt í lok umræðna
þeirra er hófust á þinginu þar í gær.
Allar tilraunir til þess að endurreisa
fimm flokka stjóm fóm út um þúfur
vegna valdabaráttu kristilegra demó-
krata og sósílista. Vilja kristilegir
demókratar að nýjar kosningar fari
fram áður en sumarleyfi hefjast.
Andstæðingar þeirra, sem vom
óhressir yfír að þurfa að hefja vinnu
á annan í páskum, kvörtuðu undan
því hvað hinum nýja forsætisráðherra,
Amintore Fanfani, lægi mikið á að
byrja þingumræðumar en til þess að
kosningar geti farið fram þarf van-
trauststillagan að verða samþykkt og
þinglausnir að fara fram ekki síðar en
þann 27. apríl.
Amintore Fanfani, hinn nýi forsætisráðherra Ítalíu, kynnti nýja stjórn sina
á þingi í gær. Slmamynd Reuter