Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. FRÁ SJÚ KRALIÐASKÓ LA ÍSLANDS Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skóíáár liggja frammi á skrifstofu skólans aó Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, kl. 10.00-12.00. Umsóknarfrestur er til 22. maí næstkomandi. Skólastjóri EYFIRSKT ÚTSÆÐI Aðeins úrvals eyfirskt útsæði og stofnútsæði frá viðurkenndum útsæðisframleiðendum í Eyjafirði. Heimsendingarþjónusta minnst 25 kg. Eyfirska karktöflusalan, Vesturvör 10, Kópavogi. Símar 641344 og 641703. TRI0 F0RTJÖLD Útvegum fortjöld á hjólhýsi með stuttum fyrirvara. Vönduð, dönsk gæðavara. Höfum fyrirliggjandi hús- tjöld, margar stærðir. Sendum myndalista. 10% staðgreiðsluafsláttur á öllum tjöldum. TJALDBÚÐIR HF. Sími 44392 • MediPac hlífðarplastið er frábær uppfinning fyrir sjúklinga með gips og sáraumbúðir, brunasár, exem og aðra kvilla. • MediPac hlífðarplastið er ákaflega auðvelt í notkun. Milt límefnið ertir ekki húðina og MediPac hlífðarplastið er áskaðlegt umhverfinu, það rotnar í jörðu og myndar engin eiturefni við bruna. • MediPac hlífðarplastið hefur á skömmum tíma sannað gildi sitt á sjúkrahúsum og heilsuhælum erlendis. • MediPac hlífðarplastið fæst f öllum apótekum. ■■EiíLiLsLLLLMIiM ffnrmi UMBpÐS- ÓG HEI Skeifar 11,108 Reykja' LDVER ivik, Simi ISLUN (91)831 Páfinn hlýtur að eiga sér ástkonu Ég yrði ekkert hissa að sjá frétt um það að páfinn ætti sér ástkonu. Eftir að upp komst um fjármálaráð- herra sem sveik undan skatti er flest hætt að koma á óvart. Auðvitað dettur engum í hug að páfinn svíki skírlífisheit sitt þótt aðrir trúbræður hans kunni að bregða út af reglum hinnar kaþólsku kirkju í kynferðismálum. Páfinn vís- ar veginn, þennan mjóa veg dyggð- anna. Hann er æðsta fyrirmynd kristinna manna hér á jörðu niðri. Á sama hátt er fjármálaráðherra páfi skattborgaranna. Hann stjómar skattheimtu ríkisins og fer á undan með góðu fordæmi hvað varðar eigin skattgreiðslur. Ef æðsti maður skatt- heimtu er ekki sjálfur vammlaus í þeim efnum hverjum er þá að treysta? Og hvar eiga borgaramir að leita sér að fyrirmynd? Albert Guðmundsson skatt- svikari Þegar Albert Guðmundsson var ijármálaráðherra sveik hann undan skatti - tvisvar. Hann sagðist hafa gleymt að telja fram. Það er auðvit- að engin afsökun. Þá gætu Islend- ingar hver og einn hreinlega „gleymt" öllu skattframtali. Sá sem ekki gefur rétt upp til skatts er að svíkja undan skatti. Það er lögbrot. En þegar §ármálaráð- herrann sjálfur svíkur undan skatti er það ekki aðeins lögbrot heldur glæpur gagnvart samfélaginu í heild sinni. Ríkinu tekst að innheimta skatta vegna þess að borgaramir sætta sig við það. Þegar æðsti innheimtumað- ur skattanna tilkynnir að það sé allt Kjállariiin Ólafur Hauksson útgefandi hjá Sam-útgáfunni Samt tók Albert persónulega við þessum tékkum frá Hafskipi, fram- seldi þá sjálfur og lagði þá inn á einkareikning sinn. En „gleymdi" að telja peningana fram til skatts. Hins vegar mundi Albert eftir að rukka ríkið um ferð sem hann fór til Frakklands. En „gleymdi" að upplýsa að Hafskip greiddi þessa ferð einnig. Forhertur Albert sagði af sér embætti ráð- herra vegna skattsvika sinna. Það eitt undirstrikar alvöm málsins. Afstaða Alberts í málinu sýnir hins vegar hvað hann er forhertur. Hann vissi fyrir löngu um skattabrot sitt. Siðferðilega hefði verið rétt af hon- „Ef æðsti maður skattheimtu er ekki sjálfur vammlaus í þeim efnum hverjum er þá að treysta? Og hvar eiga borgararn- ir að leita sér að fyrirmynd?“ í lagi að gleyma að telja fram grefur hann undan öryggi þjóðfélagsins. Lélegar afsakanir Albert Guðmundsson heldur uppi vömum fyrir skattsvikin. Hann segir að viðkomandi greiðslur hafi verið afsláttur frá Hafskipi til fyrirtækis síns. Hann segist ekki hafa komið nálægt rekstri fyrirtækisins í 12 til 13 ár. um að víkja þá þegar úr embætti - af fúsum og frjálsum vilja. En Albert lét þrýsta sér nauðugum úr embætti. Skattsvik hans sem fjár- málaráðherra grófu undan tiltrú manna á ríkið. Þess vegna hefði hann átt að hætta. Samt sat hann sem lengst að kjötkötlum þeim sem ráðherraembætti er fyrirgreiðslu- pólitíkusum. „Flokkur Alberts er flokkur án fyrirheits. Hann er stofnaður til að við- halda getu Alberts Guðmundssonar í fyrirgreiðslupólitikinni." Fyrirgreiðsluflokkurinn Albert neitar að sjá bjálkann í eig- in auga. Hann stoínar stjómmála- flokk til að styrkja stöðu sína. Fjöldi manna virðist ætla að fylkja sér undir merki flokksins, ef marka má skoðanakannanir. Borgaraflokkur Alberts er stofnað- ur utan um mann sem kann ekki að skammast sín. Fylgismönnum sínum segir hann að brot sitt hafi verið lítil- ræði og forystumenn Sjálfstæðis- flokksins notað það sem tilefni til að bola honum út. Flokkur Alberts er flokkur án fyr- irheits. Hann er stofnaður til að viðhalda getu Alberts Guðmunds- sonar í fyrirgreiðslupólitíkinni. Albert mismunar þegnunum En landinu verður ekki stjómað með persónulegri fyrirgreiðslu. Al- þingismenn eru kjömir til að setja lög. Lögin eiga að tryggja jafnan rétt manna til gæða þjóðfélagsins. Alþingismaður, sem ver mestu af tíma sínum til að hygla hinu og þessu fólki og notar áhrif sín til að ýta á afgreiðslu mála, sinnir ekki skyldum sínum. Hans verk á fyrst og fremst að vera að fá sett lög sem auðvelda þegnunum að búa í landinu og að allir sitji við sama borð. Albert Guðmundsson auðveldar bara sumum af þegnum landsins að búa hér. Og í staðinn fyrir greiðann fær hann stuðning og tryggð þess fólks. Hann misnotar aðstöðu sína og sinnir ekki skyldustörfum sínum. Þar að auki grefúr hann undan til- vem ríkisins með því að stela undan skatti sem fjármálaráðherra. Er fólk virkilega svo blint að það ætli að kjósa þennan mann til að halda áfram á sömu braut? Ólafur Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.