Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 34
46
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð 1987 hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí.
21. apríl 1987
Fjármálaráðuneytið
—Feiti er okkar fag —
Djúj)
steÍKÍngar
feiti
flMm
Dreifing: Smjörlíki hf. Þverholti 19.
Framleiðandi: Hydrol hf. v/Köllunarklettsveg Reykjavík
Laus
Við heimspekideild Háskóla íslandser laustil umsókn-
ar lektorsstaða í rómönskum málum með sérstöku
tilliti til spænsku.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.
Laun samkvæmt launkerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
14. apríl 1987.
Menntamálaráðuneytið.
BORGARAFLOKKURINN,
SKEIFUNNI 7
SÍMAR:
Kosningastjórn
68 98 35
Happdrætti
68 98 28
Skrifstofustjórn - Gjaldkeri
68 98 29
Skráning sjálfboðaliða
68 98 34
Utankjörstaðakosning - Þjóðskrá
68 98 22
68 99 81
Upplýsingar
68 98 32
68 98 33
Pósthólf 440, 121 Reykjavík
Símsvari 28060
BORGARAFLOKKURINN
Sérstaða
Kvenna-
listans
Fyrir hverjar kosningar gefst fólki
tækifæri til að velta fyrir sér þeirri
spumingu í hvers konar samfélagi
við viljum lifa. Við spyrjum líka
hverjum við treystum best til að
skapa gott mannlíf í anda þeirra
hugsjóna sem við viljum koma í
framkvæmd. Við veljum fulltrúa
fólksins í landinu til að taka sæti á
alþingi eða í sveitarstjórnum og ætl-
umst til þess að þeir vinni í anda
þeirrar stefnu sem þeir hafa boðið
sig fram til að þjóna. Að vísu er þetta
mjög takmarkað lýðræði að mínum
dómi, áhrif fólks á eigið umhverfi,
atvinnulíf og stefnumörkun sam-
félagsins í heild em afar takmörkuð
og algjör undantekning að almenn-
ingur sé spurður álits á einstökum
mólum nema ef opna skal brenni-
vínsbúð.
Fyrir þær kosningar sem nú fara
í hönd er um óvenjumargt að velja
í litskrúðugri flóru íslenskra stjóm-
mála. Því er mikilvægt að fólk átti
sig á sérstöðu hinna ýmsu framboða
(ef hún er fyrir hendi). Hver er stefn-
an, hver eru markmiðin? Þeim
spumingum ætla ég að svara að
nokkm hér sem kvennalistakona.
Það má ljóst vera að sérstaða
Kvennalistans er mikil. Ekki aðeins
á íslenskan mælikvarða heldur einn-
ig ef litið er á stjómmál heimsins.
Hvergi hefur það gerst mér vitanlega
að kvennahreyfing hafi náð neitt
svipuðum árangri á vettvangi stjóm-
mála né haft eins mikil áhrif á
umræðuna í þjóðfélaginu og hér
hefur gerst á undanfömum 5 árum.
Það er þó fjarri okkur kvennalista-
konum að miklast yfir órangrinum
því hann er allt of lítill ef litið er á
kjör og áhrif kvenna í samfélaginu.
Þar er verk að vinna.
Skoðum og skilgreinum upp
á nýtt
Sérstaða Kvennalistans felst ekki
eingöngu í þvi að hann er kvenna-
hreyfing og að konur skipa öll sæti
framboðslistanna, heldur einnig í því
að við byggjum á ákveðinni hug-
myndafræði sem konur hafa skapað
út frá sinni eigin reynslu. Sérstaðan
felst líka í þeim vinnubrögðum og
skipulagi sem við höfum tileinkað
okkur og er ólíkt því sem gerist hjá
öðrum stjómmálahreyfingum.
Hugmyndafræði okkar segir okkur
að taka ekkert sem gefið. Við viljum
skoða og skilgreina allt upp á nýtt,
spyija spuminga, setja fram hug-
myndir þó þær raski ró og komi illa
við hagsmuni einhverra. Við viljum
hugarfarsbyltingu, bre}4t hugárfar
gagnvart konum og bömum, breytt
hugarfar gagnvart því hvað skiptir
máli í lífinu. Byltingu sem setur
mannlegar þarfir, andlega og líkam-
lega velferð ofar öðm.
Sérstaða okkar felst líka í því að
við viljum aðra forgangsröð verk-
efna en þá sem nú tíðkast. Við
hefðum t.d. sett eflingu skóla ofar
nýju flugstöðinni. Við hefðum sett
rannsóknir í þágu atvinnulífsins ofar
Blönduvirkjun. Við hefðum sett end-
urmat ó störfum kvenna ofar elt-
ingaleik við stóriðjudrauginn í
útlöndum og þannig mætti lengi
telja.
Við vitum að konur búa yfir ann-
Kjállariim
Kristín
Ástgeirsdóttir
sagnfræðingur
arri reynslu en karlar og að verð-
mætamat kvenna er um margt ólíkt
verðmætamati karla. Það er þessi
kvenlega sýn á veröldina sem við
viljum gera að afli, afli sem breytir.
Við viljum hverfa frá þeirri stefriu
sem leggur mesta áherslu á stundar-
gróða og að lifa fyrir líðandi stund.
Við viljum hverfa frá þeirri stefhu
sem gengur óheft á gæði jarðarinnar
og skilur eftir sig land í sárum, dýra-
stofria í útrýmingarhættu og
mengun sem ógnar lífríki jarðar. Við
viljum hverfa frá þeirri stefriu sem
trúir á mátt vopnanna, sem trúir á
ógnaijafhvægið og heldur hjólum
vígbúnaðarkapphlaupsins gangandi.
Það er ákveðið hugmyndakerfi sem
einkennir öll samfélög á norðurhveli
jarðar (og víðar). Því er viðhaldið
af fámennum hópi karla sem gína
yfir veröldinni allri. Það getum við
ekki sætt okkur við, því verðum við
að breyta.
Sinntu ekki kalli tímans
Það stjómmálakerfi sem við búum
við tók að mótast eftir 1916 þegar
Alþýðuflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn voru stofnaðir. Um 1930
var kerfið nánast fullskapað, en nú
má spyija hvort það sé ekki komið
að fótum fram? Að mínum dómi hafa
stjómmálaflokkarnir byrgt glugga
sína svo rækilega að þeir hafa ekki
séð hvað gerðist fyrir utan. Þeir sáu
ekki þegar konumar fóm út á vinnu-
markaðinn (og hafa ekki séð það
enn), þeir sáu ekki hvemig §öl-
skyldulifið breyttist, þeir sáu ekki
hnignun landsbyggðarinnar og mis-
réttið milli íbúa landsins, þeir sáu
ekki nýjar þarfir, nýjar kröfur um
breyttar áherslur og breytt vinnu-
brögð. Þeir sinntu ekki kalli tímans.
Þess vegna hefur allt logað í inn-
byrðis deilum, bræðravígum og
aftökum. Þess vegna hafa gömlu
flokkamir klofnað og nýjar stjóm-
málahreyfingar orðið til. Sérhyggja,
hagsmunapot og valdatafl hefur
leikið gömlu flokkana grátt. Sumir
þeirra em rígbundnir hagsmuna-
böndum sem á stundum svipta þá
frelsinu. Og enn komum við að sér-
stöðu Kvennalistans. Við erum
algjörlega óháðar verkalýðsforyst-
unni, SÍS-veldinu, heildsalaveldinu
og öðrum hagsmunahópum og get-
.um því sagt og gert það sem við
teljum réttast hveiju sinni. Þess
vegna tókum við afktöðu gegn síð-
ustu kjarasamningum ASI og VSÍ
sem enn einu sinni buðu konum
skammarlega lág laun og staðfestu
láglaunastefnuna. Þess vegna höfum
við verið harðar í andstöðu við stór-
iðjustefnu gærdagsins sem gömlu
flokkamir hafa i farteski sínu. Þess
vegna höfum við tekið afstöðu gegn
öllum hemaðarframkvæmdum hér á
landi og viljum vinna gegn hemað-
arhyggju og hemaðarbrölti. Þess
vegna urðum við að gerast virkar í
stjórnmálum, til að geta staðið vörð
um hag kvenna, bama og fjölskyldn-
anna í landinu. Til að vinna að
hugarfarsbreytingu og breyttum
áherslum.
Það getur margt gerst í komandi
kosningum. Mikilvægast er þó hvað
gerist eftir kosningar. Á að halda
áffarn að tæma sveitimar? Á fijáls-
hyggjan og sérhyggjan að ráða
ríkjum? Á skammsýni og fyrir-
hyggjuleysi að ráða för? Á enn um
sinn að hygla vinum og flokksfélög-
um með góðum stöðum? Á áfram að
bmðla með almannafé og láta at-
vinnulífið reka á reiðanum? Eiga
konur að vera áhrifalitlar, lágt laun-
aðar og vanmetnar sem áður? Eiga
bömin að glíma við guð og gaddinn?
Eða hvað?
Að dómi Kvennalistans er stefnu-
breytingar þörf. Við bjóðum fram
hugmyndir okkar, stefnu og starfs-
krafta í þága allra landsmanna;
karla, kvenna og bama. Við búum
í landi möguleikanna. Við erum ein
fárra þjóða sem geta boðið öllum
sínum þegnum gott og ömggt mann-
líf. En því aðeins að við látum
samvinnu og samábyrgð sitja í önd-
vegi og minnumst þess að við eigum
að gæta hver annars og skila af okk-
ur betra samfélagi til komandi
kynslóða. Að þvi vill Kvennalistinn
vinna.
Kristín Ástgeirsdóttir
Greinarhöfundur er í fyrsta sœti Kvenna-
listans á Suðurlandi.
„Sérstaða Kvennalistans felst ekki ein-
göngu í því að hann er kvennahreyfing
og að konur skipa öll sæti framboðslist-
anna, heldur einnig í því að við byggjum
á ákveðinni hugmyndafræði sem konur
hafa skapað út frá sinni eigin reynslu.“