Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRIL 1987. 11 Útlönd Hitabylgja í París Um páskana breyttust Signubakkar i baðströnd. Þessir Parisarbúar njóta sólar- geislanna nálægt Notre Dam kirkju í nærri tuttugu stiga hita. simamynd Reuter Linnas afhentur Sovétmönnum Karl Linnas, fyrrum fangabúðastjóri nasista í Estoníu í heimsstyrjöldinni síðari, var í gær sendur áleiðis frá New York til Sovétríkjanna, eftir að hæsti- réttur Bandaríkjanna neitaði að stöðva brottrekstur hans frá Banda- ríkjunum. Linnas er sakaðm- um hlutdeild í fjöldamorðum í fangabúðum í Tartu í Estoníu þar sem tólf þúsund fangar voru myrtir í síðari heimsstyrjöldinni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið sakaði Linnas, sem fluttist til Banda- ríkjanna árið 1951 ög gerðist banda- rískur ríkisborgari 1960, um að hafa leynt styrjaldarathöfnum sínum fyrir bandarískum embættismönnum. Nið- urstaða málssóknar á hendur honum varð sú að hann var gerður landræk- ur. Undanfarið hafa bandarískir embættismenn reynt að finna land sem taka vildi við Linnas, en Sovétríkin eru eina ríkið sem lýst hefur sig fúst til að veita honum landvist. Réttar- höld voru haldin vfir Linnas i Sovét- ríkjunum árið 1962, að honmn fjarverandi, og var hann þar dæmdur til dauða. Linnas neitar með öllu að hafa fram- ið stríðsglæpi þá sem hann er sakaður um. Segist hann hafa verið háskóla- nemi í Tartu á styrjaldarárunum en aldrei hafa verið í þýska hernum. I gær sagði hann fréttamönnum að með brottrekstri sínum til Sovétríkj- anna væru Bandaríkjamenn að fremja morð því dauðinn einn biði sín. Linnas er annar stríðsglæpamaður- inn úr röðum þýskra nasista sem Bandaríkjamenn afhenda Sovétmönn- um. Hinn fyrri var Feodor Fedorenko, sem sakaður var um morð á þúsundum ■fanga í Treblinka. Hann var gerður landrækur til Sovétríkjanna árið 1984 og síðar dæmdur þar til dauða. Karl Linnas notaði frakkann til að dylja handjárnin á Kennedy flugvelli i New York í gær. Hann hélt þá áleið- is til Sovétríkjanna þar sem réttar- höld og hugsanlegur dauðadómur bíða hans. - Símamynd Reuter Tilkynning FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS OG ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Þjóðhagsstofnun er flutt í nýja Seðlabankahúsið. Nýja símanúmerið er 699500. Nýtt símanúmer Seðlabankans er 699600, en bankinn hefur flutt að hluta í nýja húsið. Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður verða um sinn áfram í Austurstræti 14, svo og afgreiðslur bankans í Hafnarstræti 10 og verður tilkynnt um flutning þessara deilda síðar. Nýtt póstfang Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar er: Kalkofnsvegur 1, 150 Reykjavík. 21. apríl 1987 SEÐLABANKI ÍSLANDS ÞJÓÐHAGSSTOFNUN HJíA° GER,°» V,° GÖMLU T/EKIM? t RANNSOKNIR - ” - ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR - NOTUÐ BLÖNDUNARTÆKI FRÁ ÍSLANDI ERU HEPPILEG TIL RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR NÝRRA BLÖNDUNARTÆKJA FRÁ EIGROHE EJGROHE UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ■ 25610 G/8/T/L 33050 t/V/# 21 277 L Qjj|jj§ E / 2J610G/æi T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.