Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. 47 Hugleiðingar í hálfleik kosningabaráftunnar Dregur að leikslokum Kosningabaráttan stendur nú hvað hæst. Flokkarnir munu þó brátt slíðra sverðin og fara að semja um stjómarmyndun og ráðherra- stóla. Baráttan hefur einkennst af miklu íjöri, mörgum flokkum og tví- sýnni stöðu stjórnmálamanna samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir sem sátu á þingi að morgni sam- kvæmt Hagvangskönnuninni, sitja að kveldi á kaffivagninum án þing- sætis samkvæmt könnuninni í DV og fara aftur inn næsta morgun í nýni Skáískönnun. Framboð Al- berts Guðmundssonar og manna hans hefur sett verulegt strik í reikn- inginn og íylgi allra flokka hefur sveiflast mikið. Baráttan hefur um margt verið mjög einkennileg og erfitt heíúr verið að henda reiður á stöðu flokkanna í einhvers konar vinstri-hægri/rauður-blár litrófi. Villuráf í litrófi Albertsmenn voru taldir kljúfa sig út úr Sjálfctæðisflokknum til hægri við flokksforystuna en eru nú grun- aðir um að vera orðnir að vinstri flokki sem ætli sér eftir kosningar að endurskoða vamarsamninginn. Meira að segja alþjóðlegi atvinnu- þingmaðurinn án þingsætis, efhileg- asti framsóknarmaður allra tíma, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar sér stóra hluti í samstarfi við Alberts- menn. Hann lét þau orð falla á Bylgjunni að hann renndi utanríkis- ráðherrastól hjá Albert hýru.auga. Vonandi lætur Albert þetta eftir Ólafi enda kveðst hann eiga sérstök utanríkisráðherrafót, grá að lit. Ég leyfi mér að stinga upp á að Hregg- viður Jónsson, annar maður Alberts- manna á Reykjanesi, verði aðstoðarmaður Ólafs í utanríkisráð- herradómnum. Hann er ákaflega vel til þess fallinn og á ágæt grá föt eins og Ólafur; að minnsta kosti var hann gráklæddur þegar hánn safhaði und- irskriftunum fyrir Varið land héma um árið. Framadraumar Ólafs Ragn- ars í samkrulli við Borgaraflokkinn sýna hversu skrýtið hið pólitíska lit- róf er í þessum kosningum. En vegir gamalla framsóknarhjartna eru órannsakanlegir eins og einhvers staðar stendur skrifað. KjaUaiiim Óttar Guðmundsson yfirlæknir Tvieinn raðherradomur Þorsteinn Pálsson keppist enn við að sannfæra þjóðina um það að Al- bert hafi ótilneyddur sagt af sér ráðherradómi þar sem hann hafi ekki viljað sverta orðstír ríkisstjóm- ar Steingríms Hermannssonar vegna vafasamra skattframtala og hafi hann þar sýnt hinn mesta dreng- skap. Eins og alþjóð veit vildi Þorsteinn svo ekki að Albert sæti í næstu ríkisstjóm sem ráðherra sjálf- stæðismanna en á hinn bóginn þvertekur hann ekki fyrir að mögu- lega komi þeir fjandvinirnir til með að sitja saman á ráðherrastólunum, enda beri hann þá enga ábyrgð á ráðherradómi Alberts fyrir Borgara- flokkinn. Þannig verður hin pólit- iska flækja enn flóknari, Þorsteinn vill ekki sitja í ríkisstjórn með Al- bert sjálfstæðismanni en virðist tilbúinn í slaginn með Albert borg- araflokksmanni. Á sama tíma virðist Þorsteinn telja Albertsmenn vinstri flokk en Júlíus Sólnes, fyrsti maður Albertsmanna á Reykjanesi, taldi sig einu sinni vera of hægri sinnaðan fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Enn einu sinni virðist litrófið hafa ruglast. Þjóðlegur kvennalisti I þessum darraðardansi á hægri kantinum, þar sem þeir kljást, Þor- steinn og Albert, hafa aðrir flokkar meira eða minna gleymst. Þannig virðist t.d. Flokkur mannsins heyja kosningabaráttu sína að mestu leyti í lesendadálkum Velvakanda þar sem velunnarar Péturs Guðjónsson- ar skrifa um hann lofgreinar. Lítið ber á Kvennalistanum en þó virðast þær stöllur hafa ágætt fylgi sam- kvæmt skoðanakönnunum svo vænta má áframhaldandi þingsetu þeirra og skeleggrar baráttu fyrir öllum góðum málum sem lúta að jafhrétti kynjanna til sjós og lands. Kvennalistinn er að verða eitt af séreinkennum íslensku þjóðarinnar, svona eins og þorrablót og bænda- glíma og sviðaát og ber því að standa um hann vörð i nafni þjóðemis- kenndar og íslenskrar menningar. íslendingar viljum við jú allir vera og þvi verðum við að geyma þjóðar- arfinn og fjöreggin eftir bestu getu. Sérmál kvenna eru að vísu oft ill- skiljanleg i moldviðri kosningabar- áttunnar en hver vill ekki stuðla að góðum málum eins og friði um allan heim og viðvarandi barnaheimilis- plássum fyrir alla landsmenn. Daufir allaballar Barátta Alþýðubandalagsins ann- ars staðar en á Reykjanesi hefur að mestu legið í láginni. Þó hefm- Þjóð- viljinn gumað af ákaflega fjörugri kosningabaráttu sinna manna, sem virðist að mestu fara fram innan veggja ritstjómarskrifstofanna. Ég vil þó leyfa mér að fagna því að slík barátta fer fram þvi skrif Þjóðviljans á liðniun mánuðum hafa borið þess merki að sannfæringarkrafturinn á ritstjóm blaðsins sé ekki ýkja mikill og því vel við hæfi að lífleg og fjör- mikil kosningabarátta fari þar ffarn. Barátta Ólafs Ragnars hefur vakið athygli og samkvæmt skoðanakönn- unum hans sjálfs vantar ekki nema 50 -100 atkvæði upp á þingsæti. Fáir stjórnmálamenn munu geta státað af svo nákvæmum kosningaspám sem sýna enn yfirburði Ólafs á stjórnmálasviðinu. Spuming er hvort íslendingar vilja hafa það á samviskunni að kjósa Ólaf inn á þing og stefna þannig alþjóðafriði í hættu. Það væri með eindæmum ef þjóðin kysi Ólaf inn á Alþingi og þar væri hann svo önnum kafinn næstu 4 árin við að ræða um eyðingu svart- baks í byggðum landsins eða fisk- veiðikvóta fiskiskipa og búmörk meðan þjóðir heims bærust á bana- spjót. Mikil væri ábyrgð Reyknes- inga ef þeir kjósa Ólaf inn á þing og stuðla þannig að óslökkvanlegum ófriðarbálum um heim allan sem hann gæti einn slökkt, en ætti því miður ekki heimangengt vegna þriðju umræðu í neðri deild um fjár- rekstur á malarvegum. Fylgissnauðir framsóknar- menn og týndur frambjóðandi Barátta ffamsóknai-manna hefur mótast af myndum af Steingrími og Finni Ingólfssyni. Öðrum er talið það helst til ffamdráttar að hafa hitt Gorbasjéff í Moskvu en hinum að hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Frægð framsóknar- manna virðist því undir samskiptum við höfðingja komin. Mannkostir þeirra eru svo dregnir fram og virð- ast báðir hinir ágætustu menn. Að vísu virðist enginn vita almennilega hver eru stefhumál þessara ágætu manna önnur en þau að komast á þing en það kemur kannski einhvem tíma í ljós. Einhverjir héldu að Guð- mundur G. Þórarinsson væri efsti maður á lista Framsóknar í Reykja- vík og þvi í baráttusætinu en svo virðist ekki vera. Hann sýnist jafh- týndur og tröllum gefinn í þessari kosningabaráttu og stefna Borgara- flokksins. Kannski hefur Guðmund- ur ekki umgengist nógu merka menn um ævina; hann ætti sennilega að verða aðstoðarmaður Alexanders næsta kjörtímabil svo hann nái ein- hverjum ffama. Fylgi þeirra virðist þó næsta lítið samkvæmt skoðana- könnunum en kannski draga sjón- varpsauglýsingar með fossanið og jöklasýn einhverja að flokknum. Samkvæmt auglýsingum í sjónvarpi er það að kjósa Framsóknarflokkinn það sama og að kjósa íslenskt lands- lag. Landið það er ég, gætu þeir félagar Finnur og Steingn'mur sagt. Spennandi seinni hálfleikur Ég hef aldrei áður tekið þátt í kosningabaráttu og fylgist því grannar með en fyrr. Ég vona að baráttan verði jafhskemmtileg og óútreiknanleg í seinni hálfleik og í þeim fyrri. Staðan í hálfleik er sú að Albertsmenn hafa forystu í loðn- um málflutningi, Þorsteinn Pálsson i hátiðleika og því að segja ekki neitt á sem fjölyrtastan hátt. Ólafur Ragnar hefur ótvíræða forystu í ótímabærri bjartsýni og loftkastala- smíði, vonandi sullast ekki á gráu fötin hans í vinnustaðaheimsóknun- um, kvennalistakonur hafa foiystu í þvi að sjást ekki og alþýðuflokks- menn í leyndardómsfullri baráttu. Ég óska þjóðinni góðrar skemmtun- ar f seinni hálfleik. Spennan vex hröðum skrefum; ganga þeir f eina sæng, Þorsteinn og Albert? Verður Ólafur Ragnar utanríkisráðherra og munu þeir, hann og Hreggviðui", stjórna nýrri undirskriftasöfnun. kemst Jón Baldvin á þing, skiptir Jón Baldvin um endurskoðanda vegna skattamála sinna. verður mynduð ný viðreisnarstjóm, kemur Kvennalistinn einhvern tímann í ljós, tekst að sannfæra alla ritstjórn Þjóðviljans um stefhuna með ötulli kosningabaráttu? Spurningarnar eru margar og það skemmtilega er að f“kki er lengur tekist á um stefnur eða hugsjónir heldur fólk á leiksviði lífsins þar sem mannlegar kenndir em til sýnis eins og hégómagirnd, hefhigimi, dramb, hroki, öfiind, gleði og sorg. Kannski maður segi eins og heiðursfólkið í Dallas sem fagn- aði löngu dánum manninum, sem stóð allt i einu ljóslifandi meðal þess, þetta er búinn að vera langur draum- ur. Óttar Guðmundsson Höfundur skipar 10. sæti A-listans i Revkja- vik. „Framadraumar Ólafs Ragnars í samkrulli við Borgaraflokkinn sýna hversu skrýtið hið pólitíska litróf er í þessum kosningum." mr A sumardaginn fyrsta Ávörp Skemmtiatriði Veitingar Opið hús kl. 14-17 A RETTRI LEHE) Sjálfstæðisflokkurínn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.