Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 38
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Andlát Einar Pálsson lést 9. apríl sl. Hann fæddist á Víðihóli á Hólsfjöllum þann 29. janúar 1898. Foreldrar hans voru Páll Hjaltalín Jónsson og kona hans Ingveldur Einarsdóttir. Einar '-r hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur árið 1931 og starfaði þar þangað til hann náði hámarksaldri opinberra starfsmanna, síðustu árin sem deildarstjóri. Eftirlifandi eigin- kona hans er Gyða Guðmundsdóttir. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Utför Einars verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Einar Ingi Jónsson prentsmiðju- stjóri andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 15. apríl. Erlingur Hjaltested, fyrrv. banka- ritari, lést í Landspítalanum 15. apríl. Lárus Óskar Ólafsson lyfjaíræð- ingur er látinn. Útförin fer fram 22. apríl frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Siguijóna Jóhannesdóttir frá Laxamýri, áður til heimilis á Há- teigsvegi 23, lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund miðvikudag- inn 15. apríl. Sæmundur Þórarinsson, Kings Lynn, Englandi, lést 31. mars sl. Bálför hefur farið fram. Ragnar Jónsson, Rauðalæk 15, andaðist þriðjudaginn 14. apríl. Símon Teitsson, Þórólfsgötu 12, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 14. Tilkyiiningar Sálfræðistöðin flytur í nýtt húsnæði 1. apríl sl. flutti starfsemi Sálfræðistöðvar- innar í nýtt og glæsilegt húsnæði að Þórsgötu 24. Stofnunin, sem hefur starfað um þriggja ára skeið, býður nú mjög fjöl- breytta þjónustu. Námskeiðahald fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir ásamt hæfileikamati og einkaviðtölum hafa ver- ið fastir liðir í starfsemi stöðvarinnar. Með tilkomu nýs húsnæðis verður boðið upp á ýmiss konar nýjungar, eins og námskeið fyrir minni hópa í samskiptatækni, slök- unartækni og hjónanámskeið, ásamt námskeiðum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hæfileikamat, skipulagning á persónuleg- um frama, val á fólk í þjónustustörf og sölumennska verður þjónusta sem fyrir- tæki og stofnanir geta nýtt sér í auknum mæli. Eigendur Sálfræðistöðvarinnar eru Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Síminn á nýja staðnum er 623075. T rúnaðarmannaráðsfundur Félags íslenskra leikara. Meðfylgjandi ályktun var samþykkt sam- hljóða á trúnaðarmannaráðsfundi Félags íslenskra leikara 7. apríl sl. „Fundur í trúnaðarmannaráði Félags íslenskra leik- ara, haldinn þann 7. apríl 1987, samþykkir að beina því til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að fjárhagsgrund- völlur ríkisútvarpsins verði tryggður hið fyrsta. Fundurinn lítur svo á að hlutverk RUV í menningarbaráttu þjóðarinnar hafi aldrei verið mikilvægara en nú og því brýnt að því sé gert kleift að sinna því hlutverki svo sómi sé að.“ Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla Eins og undanfarin ár verður haldið nám- skeið í akstri og meðferð dráttarvéla að Dugguvogi 2 í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí nk. Námskeiðið er tvíþætt: For- námskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur og dráttavélanámskeið fyrir 16 ára og eldri. Fornámskeiðið stendur yfir í 6 kennslu- stundir og kostar kr. 1.100. Námskeið hinna eldri verður 11 stundir og kostar með öllu kr. 4.000. Það eru sjö aðilar sem standa fyrir námskeiðshaldinu. Innritun fer fram á námskeiðsstað, Dugguvogi 2 (við Elliðavog), föstudaginn 24. aprfl, mánudaginn 27. apríl og þriðjudaginn 28. apríl kl.16-18.30. Þátttökugjald greiðist við innritun. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst sá að auka öryggi og akst- urshæfni unglinga en einnig að stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum og bættri meðferð þeirra á vélunum. Nánari upplýs- ingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 27666 eða Búnaðarfélagi Islands í síma 19200. verður með fatnað frá þekktum fyrirtækj- um í Bretlandi, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Eigendur verslunarinnar eru Sesselja Hermannsdóttir og Elísabet Einarsdóttir. Tískuverslunin Hera er opin virka daga frá kl. 10-19 og laugardaga frá kl. 10-16. ný kvenfataverslun Tískuverslunin Hera heitir ný kvenfata- verslun sem var nýlega opnuð undir þakinu í verslunarmiðstöðinni við Eiði- storg. Verslunin hefur á boðstólum fatnað fyrir konur á öllum aldri og kappkostar Iðnskólinn fær gjöf Prentsmiðjan Edda hefur fært Iðnskólan- um í Reykjavík að gjöf Ommitek ljóssetn- ingarvél með 26 leturgerðum. Vélin er mjög fjölhæf og getur, auk beinnar setn- ingar, unnið strikaforma og síðuumbrot. Þörf Iðnskólans fyrir slíkt kennslutæki var mikil og þótti prentsmiðjunni Eddu sem varð nýlega 50 ára, tilvalið að minnast áfmælisins með þessum hætti. Á myndinni er einn nemandi bókagerðardeildar að vinna á nýju tölvuna, þá kemur Þóra Elfa Bjömsson setningarkennari, Haukur Már Haraldsson, deildarstjóri bókagerðar- deildar, og Þorbergur Eysteinsson, for- stjóri prentsmiðjunnar Eddu hf. Þorvaldur Ingi Jónsson deildarstjóri: Eigin listsköpun: Því meira því betra Það var af mörgu að taka í út- varpi og sjónvarpi yfir páskana. Hæst hefúr eflaust borið nýtt ís- lenskt sjónvarpsleikrit; Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur, en því miður gafst mér ekki tæki- færi á að sjá þetta leikrit að þessu sinni. Ég hef heyrt á mörgum að hér hafi verið um gott verk að ræða og óska ég því aðstandendum þess til hamingju. Það er alltaf mjög já- kvætt þegar við getum sjálf staðið að okkar eigin listsköpun. Því meira því betra. Ef litið er á dagskrá gærdagsins þá var mjög vel gert við unnendur dægurtónlistar, þar var hin stórgóða Tina Tumer á ferðinni og okkar frá- bæru Stuðmenn í Atlavík og að endingu var franskur listamaður í léttu stuði. Ríkissjónvarpið hefur einnig náð sér í einn þann besta gamanþátt sem gerður hefur verið en það er einmitt þátturinn Já, for- sætisráðherra sem gefur alltaf jafhspaugilega mynd af lífi þessara ágætu manna. Þorvaldur Ingi Jónsson. Á Stöð 2 eru þættirnir I eldlínunni hjá Jóni Óttari mjög góðir, þeir taka fyrir mannleg vandamál og ég tel að þessir þættir séu mjög nauðsyn- legir, þeir hafa eflaust ýtt við mörgum og eru því mjög jákvæðir. Stöð 2 getur sýnilega náð í nýrri og betri bíómyndir en ríkissjónvarpið en ég nýt þeirra ekki þar sem ég er ekki afruglaður. Þó finnst mér að Stöð 2 mætti reyna að ná í metnaðar- fyllri bíómyndir inn á milli sem hlotið hafa alþjóða viðurkenningu og ekki væri verra að þær væru frá öðrum löndum en engilsaxneskum. I Ríkisútvarpinu er oft um mjög fróðlega og góða þætti að ræða. í gærmorgun var þátturinn Úr sögu- skjóðunni sem heldur við umræðum um fslandssöguna og er það ágætt, einnig er þáttur Ævars Kjartansson- ar, í síðdegiskaffinu, oft góður. Á Bylgjunni var nokkuð gott kosnin- gaútvarp frá Hótel Sögu þar sem almenningur hafði möguleika á að spyrja forsvarsmenn flokkanna beinna spuminga og kom sá þáttur nokkuð vel út þó að flestir séu orðn- ir kolruglaðir yfir þessu pólitíska tali og skrifum þessa síðustu daga. Ég vona að Ríkisúvarpið og hinar frjálsu útvarps- og sjéfnvarpsstöðvar leggi metnað sinn'í að skapa og gefa íslenskum listamönnum tækifæri á að finna hvað í þeim býr. Þannig verðum við í meira mæli skapandi en ekki beinir þiggjendur. Breiðfirðingafélagið heldur sinn árlega vorfagnað í Risinu, Hverfisgötu 105, síðasta vetrardag (mið- vikud. 22. apríl) kl. 22. Alþjóðlegi dansflokkurinn í Reykjavík. Alþjóðlegi dansflokkurinn Allnations Dance Company frá New York kemur til Islands 22. apríl nk. og heldur hér eina danssýningu daginn eftir, á sumardaginn fyrsta. Dansflokkurinn, sem eru átta dans- arar af mörgum þjóðemum hefir aðsetur í International House í New York, sem er alþjóðlegt stúdentaheimili þar sem m.a. margir íslendingar í framhaldsnámi hafa dvalið. Auk listamannanna eru tækni- menn og stjómandi með í förinni. Dans- flokkurinn sýnir dansa frá mörgum löndum, og listamennimir sýna margir hveijir dansa frá sínu heimalandi. Stofn- andi og stjórnandi Alþjóðlega dansflokks- ins er bandaríkjamaðurinn Herman Rottenberg. Listamenn sem fram koma á danssýningunni eru frá Kína, Filipseyjum, Mexíkó, Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um. Dansflokkurinn er á leið til Norður- landa þar sem hann mun sýna í mörgum borgum og bæjum í fjórar vikur. Að þessu sinni verður aðeins ein sýning hér á landi, í Islensku óperanni á sumardaginn fyrsta kl. 17. Verði aðgöngumiða er mjög í hóf stillt, kostar kr. 250. Miðar að dansýning- unni verða seldir í söluskrifstofu Flug- leiða, Lækjargötu 2 þann 21. og 22. apríl og við innganginn. Happadrætti DAS með Visa Frá og með nýju happdrættisári hefur stjóm DAS ákveðið að taka upp þá ný- breytni, fyrst stóra happdrættanna, að ganga til samstarfs við Visa um kerfis- bundnar endumýjanir happdrættismiða. Þetta þýðir að bæði gamlir og nýjir við- skiptamenn, sem vilja freista gæfunnar um leið og þeir styrkja þarft málefni, geta nú spilað áhyggju og fyrirhafnarlaust um alla framtíð, án þess að þurfa að óttast að stóri vinningurinn komi á miðann þeirra, ein- mitt þegar þeir gleymdu eða komust ekki til að endumýja hann í tæka tíð. Hægt er að biðja um um fastar mánaðarlegar millifærslur með Visa hjá öllum umboðs- mönnum happdrættisins. Bara eitt símtal og miðarnir verða endurnýjaðir sjálfvirkt um Visa-kerfið svo lengi sem þú vilt og kortið er í gildi. Styrkveitingar á vegum Ólympíunefndar íslands. I samkomulagi milli Ólympíunefndar og fulltrúa Afreksmannasjóðs ÍSl er tilhögun styrkveitinga til íþróttamanna og sérsa- banda fólgin í því að úr Afreksmannasjóði er veitt fé til einstakra íþróttamanna, en styrkir Ólympíunefndarinnar renna til sérsambandanna. Nýlega veitti Ólympíu- nefndin samtals 3,5 milljónum króna til eftirtaldra sérsambanda sem styrki fyrir þetta ár. Frjálsíþróttasabmandið kr. 350.000. Handknattleikssambandið 1.500.000. Judosambandið 200.000. Knatt- spyrnusambandið 400.000. Siglingasam- bandið 200.000. Skíðasambandið 500.000 og Sundsambandið 350.000. Samtals 3.500.000. Matvæla-og næringafræðifé- lag íslands. Fundur var haldinn í Matvæla- og nær- ingarfræðingafélagi Islands hinn 13. apríl 1987. Til afgreiðslu var nýgerður kjara- samningur milli félagsins og Fjármála- ráðuneytisins. Samningurinn var samþykktur méð 16 samhljóða atkvæðum. Mínútustjórnun komin út í kiljuformi Mínútustjórnun, bókin um stjórnunarað- ferðina sem farið hefur sigurför um allan hinn vestræna heim, er nú komin út í kilju- formi hjá Vöku-Helgafelli. 1 bókinni er lýst nýrri og árangursríkri stjórnunarað- ferð. Efnið er sett fram í söguformi og sýnir á einfaldan og skemmtilegan hátt á hvaða meginatriðum aðferðin byggist. Mínútustjórnun einskorðast ekki við at- vinnulífið heldur má nota þessa stjórnun- araðferð með góðum árangri, til dæmis í skólum og á heimilum. Mínútustjómun hefur verið uppseld hjá Vöku-Helgafelli um nokkurt skeið. Ætti þessi handhæga endurútgáfa að vera fengur þeim sem vilja hagnýta sér þessa nýstárlegu stjómunar- aðferð sem getur skilað árangri á ótrúlega skömmum tíma. Utsöluverð bókarinnar er 986 krónur með söluskatti. GANGLERI VOR )W I'ÓSTIK’ÍLF t-3? Tímaritið Gangleri, fyrra hefti 61. árgangs, er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls era 18 greinar í þessu hefti, auk smáefnis. Grein er um essena eftir Ævar R. Kvaran. Þá er grein um nudd- lækningar og önnur um lækningamátt bama. Gangleri er ávallt 96 blaðsíður og kemur út tvisar á ári. Áskriftargjald er kr. 550. Sími 39573. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Aust- urbrún 37, sími 681742. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Ragna Jóns- dóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Þjónustu- íbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 og Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Kaupið Sólheimapennann Á næstu dögum hefst sala Sólheimapenn- ans til styrktar byggingu tveggja íbúðar- húsa fyrir vistmenn á Sólheimum í Grímsnesi. Á Sólheimum, sem er sjálfs- eignarstofnun, dvelja 40 þroskaheftir vistmenn. Meiri hluta alls framkvæmda- fjár heimilisins hefur frá stofntm þess fyrir 57 árum verið safnað með frjálsum fram- lögum frá almenningi. Fyrir tveimur árum var safnað fyrir byggingu Iþróttaleikhúss með göngu Reynis Péturs Ingvarssonar umhverfis landið, en húsið var tekið í notkun á síðasta ári. Styrktarstjóður Sól- heima stendur fyrir söfnuninni með aðstoð skáta og annarra velunnara heimilisins. Penninn ber merki heimilisins og verður boðinn fólki til kaups á 200 kr. víða um land. Það er von aðstandenda sjóðsins að almenningur taki sölufólki Sólheimapenn- ans vel, en með því að eignast nýtan grip er stutt við góðan málstað. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur fund þriðjudaginn 21. apríl kl. 18 síðdegis. Rætt verður um kaffisöluna og basarinn á kosningadaginn. Tapað - Fundið Kettlingur í óskilum Ljósrauður bröndóttur högni með brúna ól er í óskilum að Bergstaðastræti 50. Upplýsingar í síma 20318 eftir kl. 18. Læða týnd Grá og hvít læða tapaðist frá Grettisgötu fyrir tæpum hálfum mánuði síðan. Ef ein- hverjir hafa orðið varir við hana þá vinsamlegast hafið samband í síma 29758. Afmæli Afmælisdagskrá til heiðurs Halldóri Laxness Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk„ efnir menntamálaráðherra til afmælisdagskrár í Þjóðleikhúsinu í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs Laxness. Forseti Islands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, flytur þar ávarp, Matthías Johannessen ávarpar afmælis- bamið og loks flytur Sigurður Pálsson afmæliskveðju frá Rithöfundasambandi Islands. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmundsson flytja lög við ljóð Halldórs við undirleik önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Jónasar Ingimundarsonar, Herdís Þorvaldsdóttir les kafla úr íslands- klukkunni og loks verður leikið atriði úr Kristnihaldi undir Jökli og era flytjendur þeir Gísli Halldórsson, Jón Sigurbjömsson og Jakob Þór Einarsson. Umsjón með dag- skránni hefur Sveinn Einarsson. Halldór Laxness og frú Auður verða viðstödd af- mælisdagskrána sem hefst kl. 14 og er öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.