Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
19
DV
Fréttir
Ólafsvík
Sameiginlegt átak við
byggingu félagsheimilis
Múrarar vinna hörðum höndum við að leggja marmara á gólfið í anddyri
nýja félagsheimilisins. Ljósm. Ævar Guðmundsson
Stökkbreyting
í tölvuþróun
IBM EINYALATÖLVAN
kynnt
Siguiján Egilsson, DV, Ólafevik:
Um miðjan ágúst ætla Ólafsvíkingar
að taka formlega í notkun nýtt og
glæsilegt félagsheimili. Það var á ár-
inu 1978 sem hafist var handa við
byggingu hússins þannig að lang-
þráður draumur rætist er félagsheimil-
ið verður loks tekið í notkun. Bygging
félagsheimilisins hefur verið Ólafsvík-
ingum dýr og til að létta undir með
framkvæmdum hefur tekið til starfa
sérstök fjáröflunarnefhd. Á vegum
nefndarinnar hefur safnast hálf önnur
milljón króna. Stærsta átakið unnu
margir íbúar Ólafsvíkur í sameiningu
í marslok en þá gáfu flestar útgerðir
og sjómenn hluta af afla sínum. Það
voru síðan sjálfboðaliðar sem unnu
fiskinn í landi. Með þessu tókst að
safna 1.200 þús. krónum. Með þessu
framlagi íbúa Ólafsvíkur aukast til
mikilla muna möguleikar á að hægt
verði að taka hið nýja og glæsilega
félagsheimili í notkun á tilsettum tíma,
þ.e. um miðjan ágúst nk.
Leikendur i Vér moróingjar sem Leikfélag Patreksfjarðar hefur sýnt að
undanförnu. DV-mynd Elín
Patreksfjörður:
Leikfélagið minnist
20 ára afmælis
Elin Oddsdóttir, DV, Patreksfiröi:
Leikfélag Patreksfjarðar er 20 ára á
þessu ári. Það var stofnað 13. maí 1967.
Leikfélagið heldur upp á afmælisár
sitt með sýningu á leikritinu Vér
morðingjar eftir Guðmund Kamban.
Leikfélag Patreksfjarðar hefur stað-
ið fyrir leikstarfsemi i kauptúninu
síðan það var stofnað. Fyrsti formaður
þess var Bergsteinn Snæbjörnsson og
fyrsta leikrit félagsíns var Snjómaður-
inn. Síðan hafa verið flutt mörg leikrit,
nú síðast Vér morðingjar undir stjóm
Þorsteins G. Sigurbergssonar.
Leikendur í því leikriti em: Kristinn
Pálmason, Sigríður Kristjánsdóttir,
Salome Guðmundsdóttir, Sigurósk
Eyland Jónsdóttir, Sigurður Skag-
fjörð, Jónas Þór og Anna Guðrún
Jónsdóttir.
Leikfélag Patreksfjarðar og leik-
stjóri eiga góðar þakkir skildar fyrir
ánægjulegt kvöld.
Þau í leikfélaginu hafa hug á að ferð-
ast með leikritið til Suðurnesja, auk
annarra nærliggjandi staða. Eg hvet
alla til að missa ekki af sýningum hjá
hópnum.
Núverandi fonnaður Leikfélags Pat-
reksfjarðar er Jónas Þór.
Þessar hressu konur, sem búsettar eru á Austfjörðum, voru staddar í
Reykjavík þegar myndinni var smellt af. Þar voru þær i orlofsferð og brugðu
sér meðal annars i leikhús. Myndin var tekin á Hótel Sögu þar sem konurn-
ar snæddu kvöldverð áður en þær héldu í leikhúsið. DV-mynd GVA
IBM býður öllu ábugafólki um tölvunýjungar til
kynningar á IBM EINVALATÖLVUNNl. Kynningin
verður haldin á Hótel Sögtu, 2. bæð (gengið inn að
norðanverðu) og tekur um tvær klukkustundir.
Val er um þrjá kynningartíma:
máimdaginn 27. apríl kl. 13.00
[>riðjudaginn 28. apríl kl. 9.00 og
kl. 13.00
Ef þú hefur hug á að mæta biðjum við þig vinsamleg-
ast að tilkynna þátttöku í síma 68 73 73 og velja þér
tíma.
VANDVIRKNI í HVÍVETNA
Skaftahlið 24 -105 Reykjavík - Sími 27700
hinum
frábæru
fjarstýrðu
bílum
frá
TAIYO
sending
INGVAR
HELGASON HF
VONARLANDI
V/SOGAVEG, SÍMI 37710