Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. 53 Bjöllukjólamir á toppnum Nú eru það bjöllukjólarnir sem blíva eftir að Diana mætti í slíku átfitti til leiks þegar krónprinshjónin voru í opinberri heimsókn í Portúg- al. Hönnuðurinn var sá þekkti Fransmaður Jean-Paul Gaultier og hafa minni spámenn endurgert hug- myndina í hinum ýmsu myndum. Þessi kjóll er sköpunarverk þýskar- ans Barböru Bernstorff á tískusýn- ingu þarlendra spekinga í Múnchen. Að ofanverðu er sýningarstúlkan klædd vatteruðum vestisjakka sem verður íjölfaldaður á almennan markað ef að líkum lætur. |' m ■ .if ■ ■ im.: ■> 1 L W - S i 1' 'f Í i ’ Jm - Símamynd Reuter Friðelskandi forsetadóttir Amy Carter er þekkt fyrir að vera alveg öruggiega á lífi og minnir kvensan á þá staðreynd með reglu- legu millibili. Síðasta lífsmarkið var þátttaka í mótmælaaðgerðum ásamt fjórtán samstúdentum og þykir þetta með afbrigðum óviðeigandi hegðun fyrir dóttur fyrrverandi forseta. Á meðfylgjandi Reutersmynd sést Amy yfirgefa réttarsalinn í Northampton eftir að ákæran hafði verið lesin yfir hausamótunum á henni - umkringd öðrum sektarlömbum og harðfylgn- um fréttasnápum. Sfmamynd Reuter Svidsljós Simamynd Reuter Krílisbiblía Á bókasafni The American Bible Society í Nújork kennir ýmissa grasa og örlítil útgáfa hinnar helgu bókar er eitt verkanna á safninu. Opnuð var sýning á safninu á ýmsum merki- legum gripum þann ellefta apríl og mun hún standa yfir enn um sinn. Krílisbiblían er prentuð árið 1822 og er ein fjörutíu þúsund guðsorðabóka á sýningunni. Guðsorðin fyrirfinnast svo á eitt þúsund og átta hundruð tungumálum og mállýskum þannig að velflestir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Símamynd Reuter Huggulegir heimiliskettir Hans Greulich, sem býr í nágrenni Dusseldorf, hefur mikið dálæti á köttum og heldur fimm stórmyndar- leg stykki þeirrar ættar í húsagarð- inum heima hjá sér. Þetta eru tígurp.ardusljón - eða þannig katt- dýr af cheethaskyni og telur fjöl- skyldan einn karlkött, tvær Stefanía prins- essa prúö Hin óstýriláta Stefanía prinsessa af Mónakó mætti bara pen og virðu- leg með blómvönd í hendi á rósaball- ið hjá íþróttaklúbbi í Monte Carlo. Systir hennar, hún Karólína, er sögð hafa hrósað Stefaníu fyrir að hafa nú látið af öllum hneykslunaruppá- tækjum sem ekkert bar á í þetta skiptið að minnsta kosti. Rainier, faðir hennar, er einnig sagður hafa andað léttar. kerlingar og tvo sjö mánaða gamla kettlinga. Og sem sjá má á meðfylgj- andi Reutersmynd er ástin ekki aðeins á annan veginn á Greulich- heimilinu því annað kattkrúttið þvær höfuð vinar síns með óbland- inni ást og umhyggju. Ólyginrí sagði... Lorenzo Lamas var skilinn við eiginkonuna þegar dóttir númer tvö fæd- dist. Þetta er hið versta mál fyrir stjörnuna og hafa all- margar kerlingar vestra ýmislegt við slíka hegðun að athuga. En staðreyndum verður ekki haggað svo áfram heldur Lorenzo sína leið einn og sjálfur - en frið- aði þó helstu gagnrýnis- raddirnar með því að vera viðstaddur fæðinguna og aðstoða hjúkrunarliðið við að nugga naflastrengnum í tvennt. Dóttirin heitir Sha- yne og er að sögn fróðra nákvæm eftirmynd síns brottflogna föður. Mariana Borg veitti sitt síðasta blaðaviðtal með Börn Borg sem um- ræðuefni í síðasta mánuði. Þar sagðist hún ekki finna fyrir neinum biturleika vegna fyrrverandi eiginmannsins og hefði reyndar engan tíma til slíkra hluta - ástin skiptir hana öllu máli um þessar mundir. Jean-Louis Schleisser heitir núverandi elskhugi Mariönu og saman hafa þau skötuhjúin lent í tveimur alvarlegum bílslys- um á þessu ári. Mariana segist ákaflega ástfangin og vísar á bug öllum slúðursög- um um að hún geti ekki átt börn í framtíðinni - það er einungis ekki á verkefnalist- anum næstu mánuðina. Amy Carter hefur lítið stillst frá því að hún hentist um alla ganga Hvíta hússins. Faðir hennar, Jimmy Carter, og móðirin, Rosalynn, láta ekkert hafa eftir sér þegar minnst er á síðustu uppátæki frökenar- innar - en hún stendur í stöðugum mótmælasetum vegna hinna ýmsu mála á hinum pólitíska himni. Amy er nemandi við háskólann í Mássachusetts og milli þess sem hún brennir í gegnum þykka fræðidoðranta mætir kvensan í yfirheyrslur hjá lögreglunni til þess að út- skýra veru sína og athafnir við mótmælavafstur af ýmsu tagi í nágrenninu-og víðar. <*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.