Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. 13 Burt með skattsvikin Því verður varla á móti mælt að á undanfómum árum hefur enginn flokkur á Alþingi lagt eins mikla áherslu á að ráðast gegn skattsvik- um og Alþýðuflokkurinn. Tillögur Alþýðuflokksins Það var á árinu 1982 sem við al- þýðuflokksmenn töluðum í nær tómum þingsal um skattsvikin í þjóðfélaginu, þegar mælt var fyrir tveim tillögum sem við fluttum. Til- lögumar vom um að úttekt yrði gerð á umfangi skattsvika og í öðru lagi tillaga í átta liðum um aðgerðir gegn skattsVikum. Báðar þessar til- lögur vom samþykktar á árinu 1983 sem ályktanir Alþingis. Úttekt var gerð á umfangi skatt- svika samkvæmt þessum tillögum og var niðurstaðan af þeirri úttekt eins og flestir vita að áætla mætti að skattaundandráttur hefði verið um 6,5 milljarðar á árinu 1985. Má gera ráð fyrir því að tekjutap ríkis- sjóðs af þeim sökum sé vart undir 5 milljörðum á þessu ári. Sviku að taka á skattsvikun- um Þorsteinn Pálsson kom í sjónvarp þegar niðurstaðan af skattsvika- skýrslunni lá fyrir s.l. vor og lofaði þjóðinni að á skattsvikunum yrði tekið þegar þing kæmi saman. En það var allt svikið. Beinast liggur við að ætla að Þorsteinn og Stein- grímur meini ekkert með því þegar þeir segjast vilja taka á skattsvikum. Dæmi: Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu til við afgreiðslu frumvarpsins um staðgreiðslu skatta að Alþingi samþykkti allar þær fjölmörgu til- lögur sem nefnd sú, sem gerði úttekt á umfangi skattsvika lagði til að KjaBaiiim Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn framkvæmdar yrðu til að taka á skattsvikunum. Stjórnarliðar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur - felldu allar þessar tillögur. Hveija eina og einustu. Skrípaleikur íhaldsins Og fleira var svikið. Ijoforð Ihalds- ins um afhám tekjuskatta hefur verið einn skrípaleikur. Lítum nánar á það. A miðju sl. ári fengu landsmenn sendan 650 milljón króna bakreikn- ing í hækkuðum tekjuskatti. Tekju- skattur milli áranna 1985 og 1986 hækkaði um 64,6% á sama tíma og launin hækkuðu um liðlega 30% og bamabætur og persónuafsláttur um rúmlega 32%. Nú lofar íhaldið að tekjuskattur lækki um 300 milljónir króna á þessu ári. En í raun er þar einn skrípaleik- urinn enn á ferðinni. Það staðfesti Davíð Oddsson í sjónvarpi þegar hann þvertók fyrir að fullyrðing Ásmundar Stefánssonar um að sveit- arfélögin hefðu stöðu til að lækka útsvarsálagningu stæðist. Þar kom fram að ríkið hefði skert jöfhunar- sjóð sveitarfélaga í ár um svipaða upphæð og nú væri boðin fram af hálfu Þorsteins sem tekjuskatts- lækkun, þ.e. um 300 milljónir króna. M.ö.o. - tekjuskattslækkun Þor- steins, sem gerð er á kostnað sveitar- félaganna, er tekin aftur í hækkuðu útsvari. Pólitískan vilja vantar Við búum við ónýtt skattakerfi og höfum gert lengi. Samt hefur þessi ríkisstjóm ekkert gert, nema að láta launamenn staðgreiða tekjuskattinn sem þeir lofuðu að afnema, en fresta því að taka á veigamestu göllum skattalagannaj þ.e. að loka smugun- um fyrir skattsvikin. Veigamestu gallar skattalaganna em ýmsir frá- dráttarliðir og undanþágur, einkum til fyrirtækja og fjármagnseigenda. Það sem ríkisstjómin hefur gert á sl. 4 árum er að auka enn á smugum- ar og ívilnanimar fyrir fyrirtæki og fjármagnseigendur. Og þegar til kastanna kemur vantar allan póli- tískan vilja hjá íhaldinu og Fram- sóknarflokknum að taka á skatt- svikunum. Láglaunabætur til skattsvik- ara I raun og vem hefur engin ríkis- stjóm á undanfórnum árum haft burði í sér til að taka á skattsvikum. Hver fjármálaráðherrann á fætur öðmm hefur ekki haft pólitískan vilja til að loka skattsvikaleiðunum með þeim afleiðingum að ríkissjóður verður af fleiri milljörðum ái-lega. í tíð Ragnars Árnalds sem fjármála- ráðherra voru sumum skattsvikui'- um m.a.s. sendar láglaunabætur með bestu kveðju frá fjármálaráðuneyt- inu. Einstæðar mæður og atvinnurekendur Hvað staðfestir betur að skatta- kerfið er ónýtt og að skattsvikin fá að blómstra, þegar fyrir liggur... - að 12 einstæðar mæður á ísafirði greiddu samtals nálægt 1 milljón í tekjuskatt á sl. ári en 12 sjálf- stæðir atvinnurekendur - máttar- stólpar bæjarins - greiddu samtals 40 þúsund krónur. - að 80 einstaklingar eiga eignir að verðmæti 30 nhlljónir hver þeirra, en samt eru 28 þeirra tekjuskatts- lausir. - að þrjú af hveijum fjórum fyrir- tækjum í landinu greiða engan tekjuskatt. - að af 22 þúsund sjálfstæðum at- vinnurekendum gi-eiða aðeins 13 þúsund einhvem tekjuskatt. að á árinu 1985 vom samkvæmt skattframtölum meðallaun laun- þega 351 þúsund en sjálfstæðra atvinnurekpnda 214 þúsund. Forgangsverkefni að taka á skattsvikum Það vantar pólitískan vilja til að taka á skattsvikunum. þann póli- tíska vilja hefur Alþýðuflokkui-inn og er þar órækasta sönnunin tillögur flokksins á Alþingi um aðgerðir gegn skattsvikum og skýrslan um skatt- svikin, sem gerð var að frumkvæði Alþýðuflokksins. Við lítum á það sem forgangsverkefhi nýarar ríkis- stjórnar að taka á skattsvikunum. Það er i þágu umbóta, fi-amfara og bættra kjara að velja þann flokk. sem í verki hefur sýnt pólitískan vilja til að taka á skattsvikunum í landinu. Jóhanna Sigurðardóttir Greinarhöfundur skipar annað sætið á franiboðslista Alþýðuflokksins i Reykjavík. „Hver fjármálaráðherrann á fætur öðr- um hefur ekki haft pólitískan vilja til að loka skattsvikaleiðunum með þeim af- leiðingum að ríkissjóður verður af fleiri milljörðum árlega.“ Stærsta skrefið í fullorðinsfræðslu hér á landi Stærsta skref er stigið hefur verið í fullorðinsfi-æðslu hér á landi var stigið með starfi starfsfræðslunefnd- ar fiskvinnslunnar. Nefhdin hefur haldið uppi námskeiðum fyrir verka- fólk í fiskiðnaði víðs vegar um landið. Upphaf þessa starfs var sam- starf sjávarútvegsráðuneytisins, Verkamannasambands Islands, fisk- vinnslustöðvanna og Fiskvinnslu- skólans. Fyrstu námskeiðin fóru af stað sumarið 1985. Þá voru haldin tíu námskeið víða um land. Krafa um aukna menntun Námskeið þessi þóttu takast mjög vel. I viðhorfskönnun, sem fram- kvæmd var í tengslum við þessi námskeið meðal þeirra sem sátu námskeiðin, kom fram að 95% þeirra sem svöruðu töldu nauðsyn vera á aukinni menntun í atvinnugrein- inni. Þau fáu námskeið sem þama vom haldin sýndu ótvirætt þörf fyrir aukna menntun og um leið hversu nauðsynlegt það væri að sinna kröf- um þessa fólks um aukna menntun. Atvinnuöryggi og kjarabætur 1 kjarasamningunum í febrúar 1986 má fullyrða að gmndvallarbreyting hafi orðið í kjaramálum verkafólks í fiskiðnaði. Meginmarkið þess sam- komulags sem náðist í samningun- um var að auka atvinnuöryggi starfsfólks í fiskvinnslu og auka starfsþjálfun þess. í beinu framhaldi af þessum samningum var nefnd sú sem sjávarútvegsráðuneytið hafði skipað til að sinna námskeiðahaldi fyrir verkafólk endurskipulögð með tilliti til breyttra aðstæðna í ljósi kjarasamninganna. Skammur undirbúningstími I nefndina voru skipaðir fulltrúar Verkamannasambands Islands og Vinnuveitendasambands Islands Kjallariim Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra og formaður starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar ar tugir og stundum hundruð sérþjálfaðra fiskvinnslumanna. Gert er ráð fyrir að á árunum 1986 og 1987 muni um þrjú til fjögur þúsund manns útskrifast sem sérþjálfaðir fiskvinnshmienn. Þegar draga fer úr eftirspurn eftir þessum námskeiðum og flestir þeir sem við fiskvinnsluna starfa hafa sótt slík námskeið tel ég nauðsynlegt að f\TÍr liggi hvert eigi að vera framhald þessarar fræðslu. Framhaldsmenntun Sem formaður starfsfræðslunefhd- arinnar hef ég lagt til í nefhdinni að þau tíu námskeið sem samið var um í kjarasamningunum skuli vera grunnnámskeið fyrir áframhaldandi menntun. I framhaldi af því þarf að útbúa námsefni og kennslugögn fyr- ir námskeið sem verða séhæfð námskeið fyrir einstaka þætti fisk- vinnslunnar. Námskeið þessi koma „Gert er ráð fyrir að á árunum 1986 og 1987 muni um þrjú til fjögur þúsund manns útskrifast sem sérþjálfaðir fisk- vinnslumenn.“ ásamt tveimur fulltrúum sjávarút- vegsráðuneytisins. Þá var strax hafist handa við undirbúning að samningu námsefnis og annarra kennslugagna auk menntunar kenn- ara. Það verður að telja þrekvirki að fyrsta námskeiðið fór af stað níu mánuðum eftir að fyrst var hafist handa við undirbúning þeirra. Til þess þurfti mikið skipulag og ómælda vinnu. Óvenjumikil gróska hefur verið í starfi þessarar nefndar og um hverja helgi eru nú útskrifað- ir á vegum starfsfræðslunefhdarinn- til með að taka mun lengri tíma heldur en grunnnámskeiðin. Er gert ráð fyrir að einstök námskeið standi yfir í viku eða vikum saman á ein- stökum stigum. Sérþjálfaður fisk- vinnslumaður sem sækir þessi námskeið getur þannig safnað ein- ingum til aukinna starfsréttinda þvi hvert námskeið verður skilgreint til eininga og ráðast einingamar af lengd námskeiðsins og því sem kennt er á viðkomandi námskeiði. Með þessum íiætti getur verkamaður í fiskvinnslunni safnað einingum í frvstihúsi eða vinnslustöð og þannig öðlast aukin réttindi með skilgreind- um námsáföngum. Námskeiðin hluti af framhaldsskólakerfinu Eg tel það vera eðlilegt og í raun nauðsynlegt að starfsfræðsla þessi i fyrirtækjunum sjálfum geti orðið hluti af hinu almenna framhalds- skólanámi í landinu. Þegar viðkom- andi fiskvinnslumaður hefur lokið þessum sérhæfðu námskeiðum í fisk- vinnslustöðvunum hefur hann jafn- framt lokið ákveðnum skilgreindum námsáfanga sem verði hluti af fram- haldsmenntuninni. Það mætti hugsa sér að þá væri lokið tveimur og hálfu ári af íjórum árum í framhaldsskól- anum. Gæti viðkomandi starfsmaður sest á skólabekk, t.d. í Qölbrauta- skóla og stundað bóklegt nám á viðkomandi sviði og þannig lokið stúdentsprófi. Sjávarútvegsskóli fái verkefn- ið Fyrir liggja tillögur imi stofhun sérstaks sjávarútvegsskóla þar sem gert er ráð fyrir að sameinaðir verði þeir skólar sem starfa á sviði sjávar- útvegs, þ.e. Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Fiskvinnsluskólinn. Skólamir verði sameinaðir í einni skólastofnun sem hafi einnig það hlutverk að marka rannsóknastarf- semi á sviði sjávarútvegs. Skólinn verði deildaskiptur og í því skipulagi sem nú liggur frrir um starfsemi slíks skóla er gert ráð frrir því að starf- andi verði sérstök endurmenntunar- deild í skólanum. Hlutverk þeirrar endumienntunardeildar vrði einmitt að annast námskeiðahald frrir verkafólk í fiskiðnaði eins og að framan er lýst. Þá strax væri búið að flytja hluta af námskeiðahaldinu frrir verkafólkið inn i slíka skóla- stofnun og því hægara að tengja og skilgreina hvern og einn mimsá- fanga i samræmi við þær kröfur sem gerðar eru af framhaldsskólanum til þekkingar, jafht faglegrar sem bók- legrar. Ef hægt er að tengja þetta þannig saman tel ég að stigið hafi verið eitt stærsta og jafhframt eitt merkileg- asta spor er stigið hefru' verið hingað til í fullorðinsfræðslu á íslandi. Finnur Ingólfsson Greinarhöfundur skipar annað sæti á framboðslista Kramsóknarflokksins i Reykjavík „Hlutverk þeirrar endurmenntunardeildar yrði einmitt aö annast nám- skeiðahald fyrir verkafólk í fiskiðnaði eins og að framan er lýst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.