Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Fréttir Nýja flugstöðin: Maigt hefúr gleymst í hertri öiyggisgæslu Á skilrúmum, sem hafa verin drifin upp til að loka af þeim svæðum sem ekki eru tilbúin, snúa skrámar út, eins og myndin sýnir. Það er því auðvelt fyrir utanaðkomandi að komast inn og út að vild. Ef farið er inn um dyrnar. ....er maður kominn hingað. Þá er bara að fara upp þennan stiga... DV ákvað að líta aðeins nánar á nýju flugstöðina, svona þegar mesta hriihing- arglýjan var runnin af mönnum, og skoða hana í svolítið öðru ljósi en áð- ur, þ.e. með augum farþega. Þegar mætt var á staðinn tók það klukkutima að afla tilskilinna leyfa en öll öryggisgæsla hefur verið hert til muna. Meðan á biðinni stóð var ekki annað að gera en drepa tímann ein- hvem veginn og svipuðumst við því um biðsvæði þeirra sem em að taka á móti farþegum. Við ætluðum vart að trúa eigin augum er við rákum augun í að hurð ein, sem virtist rammger mjög, úr skotheldu stáli, var ólæst. Var þar um að ræða tollhlið, og samkvæmt upplýsingum toll- varða þá á hurðin að vera kirfilega læst með gríðarlega fínum segullæsing- um. Gallinn var bara sá að leesingamar em ekki enn komnar til landsins og em því allar öryggishurðir og neyðarhlið flugstöðvarinnar ólæst. Það sem verra var að engrar þeirra virtist gætt. Þetta vakti að vonum undrun okkar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggö (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 10-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 10-15 Sb 6mán. uppsögn 1119 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 20.5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab,Úb Innlángengistryggð Bandaríkjadalur 5-5,75 Ab Sterlingspund 8,5-10,25 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir vixlar(forv.) 19-21 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 22eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-22 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 20-22 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tima 6,5-7 Ab.Bb, Lb.Sb, Útlán til framleiðslu Úb.Vb isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandarikjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 1643 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 166kr. Hampiöjan 147 kr. lönaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. og forvitni og tókum við að svipast um eftir fleiri svona atriðum. Ekki leið á löngu þar til við rákumst á hurð eina sem var á skilrúmi en slík skilrúm loka af öll þau svæði sem enn em í bygg- ingu. A hurðinni var læsing, svipuð þeim sem tíðkast á almenningssalem- um, þ.e. enginn lykill heldur aðeins hægt að opna og loka fiá einni hlið. Þar sem læsingin sneri að okkur var ekki um annað að ræða en opna og kíkja inn. Fyrir innan blöstu við tröpp- ur, og þegar farið er upp tröppumar þá er maður kominn beint inn í biðsal far- þega, og fríhöfh, og það án þess að sýna vegabréf eða farmiða, og án þess að hafa nokkum tíma farið í gegnum málmleitartæki. Við fengum loks leyfi og fórum í skoð- unarferð um stöðina í fylgd með vopnuðum lögregluþjóni sem hafði feng- ið þau fyrirmæli að hafa ekki af okkur augun. Við sögðum honum að við gæt- um komist alh-a okkar ferða að vild án þess að nokkur yrði þess var. Hann sagðist vel trúa því, þvi enn ætti eftir að ganga frá mörgu. Við spurðum hann því hvers vegna svona leiðum væri ekki lokað og fengum svarið: „Það er bara ákveðin forgangs- röð á hlutum hér.“ -PLP .og þá er maður kominn inn í fríhöfn, framhjá tolli og vopnaleit DV-myndir KAE Ævintýri Öskubusku Úskubuska og maöurinn sem átti engar buxur. Leikstjóri, tónlist, klipping og stjórn upptöku: Hilmar Oddsson. Handrit: Gisli J. Ástþórsson. Lokageró handrits: Hilmar Oddsson og Gisli J. Ástþórsson. Kvikmyndun: Páll Reynisson. Hljóð: Halldór Bragason. Leikmynd og búningar: Stigur Steinþórsson. Aóalhlutverk: Edda Heiórún Backman og Bessi Bjarnason. Eins og skepnan deyr var frum- raun Hilmars Oddssonar sem kvikmyndagerðarmanns og þótt sú mynd heppnaðist ekki sem skyldi þá kom berlega i ljós næmt auga Hilm- ars fyrir möguleikum kvikmyndavél- arinnar og greinilega gott samband milli hans og leikara hans. Hæfileik- ar, sem hann nýtir sér í stuttri og mannlegri sjónvarpskvikmynd, Oskubuska og maðurinn sem átti engar buxur, sem gerð er eftir hand- riti Gísla J. Astþórssonar, blaða- manns og höftmdar þekktrar teiknimyndapersónu, Siggu Viggu. Og er ekki laust við að Maja í Ösku- busku... minni nokkuð á þá ágætu persónu. Texti við Öskubusku er ekki mik- ill, en þrátt fyrir fá orð koma persónumar skýrt fram og þeim mannlega þætti, sem einkennir handritið, kemur Hilmar til skila í Sjónvarp Hilmar Karlsson góðu myndmáli. Gott myndmál nær þó ekki í lokin að setja punktinn yfir i-ið og er snubbóttur endir því kannski það sem áhorfandinn sættir sig síst við. Aðalpersónumar em Maja, þroskaheft stúlka sem vinnur í „ösk- unni“. Einn daginn kynnist hún sérvitrum og ríkum öldungi sem nýlega hefur misst konu sína og er argur út í allt og alla, sérstaklega þó áíkomendur sína. Eitthvað er það í fari Maju sem minnir hann á hina horfnu eiginkonu og myndast með þeim vinskapur sem verður ekki eyðilagður utan frá fyrr en veraldleg gæði í formi kínversk vasa verða þess óbeint valdandi. Nikulás, en svo nefhist öldungur- inn, er nefhilega ákveðinn í að eftir sinn dag fái Maja vasann verðmæta. Þetta er að sjálfsögðu of stór biti fyrir erfingja gamla mannsins. Nik- ulás deyr, vasinn endar í malbikinu og Maja heldur áfram í öskunni. A þó minningar um eitt fagurt ævin- týri. Frá höfundar hendi em aðeins tvær persónur sem skipta máli, Maja og Nikulás. Og það er sérstaklega Maja sem er vel úr garði gerð frá handritshöfundi. Og Edda Heiðrún Backman vinnur leiksigur í hlut- verki Maju. Persónan Maja er hér lifandi komin í meðförum hennar. Hinn takmarkaði orðaforði, sem Maja hefur, kemst óaðfinnanlega til skila og leikur Eddu Heiðrúnar slík- ur að ekki er nokkur möguleiki á að betur væri hægt að koma frá sér þessu erfiða hlutverki. Nikulás er kannski ekki alveg eins skýr persóna. Hann hefur, þrátt fyrir veraldlegt ríkidæmi, óbeit á lífinu eftir að hafa misst eiginkonu sína. Þolir ekki hvað hefur orðið úr böm- um hans og til að vera laus við umheiminn tekur hann upp á ýmsu sérkennilegu, meðal annars að henda öllum buxum sínum. Bessi Bjamason leikur þennan karl með miklum tilþrifum, án þess þó að gera karlinn kjánalegan. Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur er í heild verk Hilmars Oddssonar. Hann er leikstjóri, höf- undur tónlistar og hefhr klippt myndina. Á hann verður að skrifast helsti galli myndarinnar sem er of hæg atburðarás og um leið helstu kostir sem er að myndmál og talað mál fer einstaklega vel saman. Maja (Edda Heiðrún Backman) ásamt vinnufélögum í „öskunni". Slokkviliðs- menn hóta aðgerðum „Það er algert lágmark að við verðum beðnir afsökunar,“ sagði Baldur S. Baldursson, fulltrúi slökkviliðsmanna í Reykjavik, um eftirmál þess að lögreglan hafði afskipti af för slökkviliðsmanna á fund um kjarasamning við borg- ina. Slökkviliðsmenn segja að lög- reglunni hafi þama verið beittmeð ólögmætum hætti í vinnudeilu. Slökkviliðsmennimir hugðust fara til fundarins á bílum slökkviliðs- ins. „Það má vel vera að við förum í hart ef ekkert kemur frá þessum háu embættismönnum sem við get- um sætt okkur við,“ sagði Baldur. Enn hefur þó ekki verið ákveðið til hvaða aðgerða slökkvihðsmenn grípa en þeir ætla að ræða málið í sínum hópi næstu daga. -GK Innbrat í átta flugvélar Brotist var inn í átta einkaflug- vélar í flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli um páskana og slökkvi- tækjum stolið úr þeim öllum. Lögreglunni baret tilkynning um innbrotin um hádegi í gær en ekki er vitað með vissu hvenær þjófam- ir vom á ferð í flugskýlinu. Engar skemmdir em sjáanlegar á vélunum og engu öðm en slökkvitækjunum var stolið. Málið er nú í rannsókn hjá rannsóknar- lögreglunni en ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þjóf- anna. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.