Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. KOSNINGASJÓÐUR BORGARAFLOKKSINS Hægt er að senda framlog á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR 105 - 105 REYKJAVÍK BORGARA FLOKKURINN -ttokknrmeðtnuatíð SkaHan 7. Ptetnr. 106 Slml 91-66 96 29 Nnr. 9436-6160 kC MRLjl íó SALLAFÍN SÆTAÁKLÆDI! Sætaáklæði, hjólkoppar og gúmmímottur. í flestar gerðir bifreiða! Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn. Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíliinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigerida Hvers vegna? Hvers vegna kýs ég Þjóðarflokk- inn? Þessari spurningu er auðvelt að svara. Fyrsta og mesta ástæðan er sú að í 1. sæti listans á Vestfjörð- um er frambjóðandi sem ég treysti betur en frambjóðendum hinna list- anna. Það hefur alltaf staðið nær mér að kjósa menn en flokk. Flokk- ur er líkur ókind þeirri er menn glímdu við er tungl óð í skýjum. Hvergi hægt að festa hönd á neinu. Það hefur of lengi verið siðvenja að taka trú á „flokk“ og af þeirri trú göngum við ekki þótt hann snúist öndverður gegn öllu sem áður var talið rétt. Stefnuskrár eru samdar þannig að hvergi sé nein föst viðmið- un. Flokkseigendur hafa gengist upp í þessu, vissir um að kjósendur bregðast ekki. Alltaf er hægt að ganga að sömu mörkuðu hjörðinni á kjördag. Mál er að þessu linni. Trú getur verið góð en trú án skynsemi er ekki af hinu góða. Á Vestfjörðum vill þannig til að gömlu flokkarnir eru allir í rúst eins og koma mun á daginn þegar talið verður - það eru þeirra rangarök. Á þeim rústum munum við byggja nýj- an flokk. Við erum byrjuð og munum halda áfram. Ef alltaf tekst eins vel með val manna í efstu sætin á Vest- fjörðum þurfum við engu að kvíða. Við þessar kosningar er val mitt auðvelt. í 1. sæti Þjóðarflokksins á Vestfjörðum er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - og hún nýtur trausts manna úr öllum flokkum og starfsstéttum - enda alltaf verið í nánum tengslum við vestfirskt at- vinnuh'f - og þá sérstöðu sem það hefur. Hvernig ætti ég að geta kosið stjórnarflokkana? Ég er bóndi á vestfirskan mælikvarða og ég veit að það voru stjómarflokkamir sem settu búvörulögin, stjóm Stéttar- sambandsins misskildi sitt hlutverk en sökin er hjá stjórnarflokkunum - báðum. Hlutur Sjálfstæðisflokksins er síst skárri - hans kröfur vom bændum erfiðari - og nú hagar hann sér eins og óknyttastrákur, sem þrætir fyrir aðild, þótt hann viti upp á sig skömmina. Búvörulögin em okkur erfiðari en 20 ára harðinda- kaflinn - þá áttum við von um betri tíð. Búvörulögin lögbundu harðind- in. Nú segjum við ekki „nær sem þú mig hirtir hér/hönd þína ég glaður kyssi“. Aðeins 25-40% eigin flokks- manna þessara fi-ambjóðenda vilja hafa þá í 1. sæti - eftir langa þing- setu. Frá menguðum ökrum al- þjóðlegs auðvalds Fyrir 15 árum hélt ég að samtök bænda ættu heima í ASl eins og t.d. byggingamenn. Allir þurfa þak yfir höfuðið og allir þurfa að eta. Nú er komið í ljós að formaður ASÍ og KjáUarinn Halldór Þórðarson bóndi, Laugalandi Alþýðuflokkurinn telja sína verstu andstæðinga þá bændui- sem fi-am- leiða algjörlega með innlendum aðföngum en setja skilyrði fyrir und- irritun kjarasamninga að ekki verði lögð steinvala í götu verksmiðjubúa sem framleiða 100% með innfluttu korni frá menguðum ökrum alþjóð- legs auðvalds. Sennilega væru viðbrögð önnur ef til stæði að flytja inn erlent vinnuafl sem tæki lítið kaup. Þetta eru hliðstæður. Þess er lítil von að vestfirskir bændur leggi sín atkvæði inn á reikning til þess að fleyta Ásmuqdi eða Karli Stein- ari á þing. Frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum segir í Þjóðviljanum 27. mars sl. „Því leggj- um við Alþýðubandalagsfólk á Vestflörðum áherslu á að taka verð- ur upp gjörbreytta stefhu í land- búnaði sem grundvallast á því markmiði að halda landinu í byggð. Eitt mikilvægasta atriði í þeirri nýju stefnu er að færa verk- smiðjubúskapinn út á land (let- urbr. mín) og koma honum undir framleiðslustjómun". Ef þessi verk- smiðjubúskapur er stefna Alþýðu- bandalagsins, sem það vill taka upp í samvinnu við Alþýðuflokkinn, og fær að dafna leysast mál vestfirskra bænda á einn veg. Verksmiðjubú hafa hingað til ekki fært neytendum ódýrari vöm þótt þeim sé haldið uppi af bönkunum. Lausnin sem við viljum er ekki sú að stofha verk- smiðjubú með tilheyrandi fjár- magnskostnaði í stað hefðbundins búskapar með fjölskyldubústærð sem íslenskur landbúnaður hefur aðlagast. Hinn fslenski Glistrup- flokkur býður fram á Vestfjörðum. Hann er þar á ufidanþágu. Skv. stefnuskrá er hann flokkur hinna sjúku og snauðu - flokkur litla mannsins - mjög fallegt allt saman. Þessi flokkur ætti ekki að líkja sér við stefnu Gunnars Thoroddsen, eins mennskasta stjórnmálaleiðtoga síð- ari ári. Ég held að fátt sé jafnfjarri sannleikanum og sú samlíking. Óheft frelsi er stjórnleysi og þá erum við komin að lögmáli frumskógarins. Við vitum að Borgaraflokkurinn á allt sameiginlegt með Sjálfstæðis- flokknum nema formanninn. Eftir kosningamar verður settur einn formaður í stað tveggja nú. Þá er það mál leyst.- þeir eiga prinsinn. Fyrr á ámm kom það fyrir í N-Isa- fjarðarsýslu að frambjóðendur náðu ekki meðmælendatölunni á kjördag - svo gæti enn farið - bæði hjá Borg- araflokki og Kvennalista. Já, ekki má gleyma hans hlut. Hann átti ágætar konur á Alþingi sem sómi var að. Þær ætla allar að hætta. Á meðan efstu menn allra lista á Vest- fjörðum vom karlar heyrðist hvorki hósti né stunda frá þessum flokki en eins og við vitum er hans aðalbar- áttumál að koma fleiri konum á Alþingi. Nú vill svo til að á Vest- fjörðum er kona í 1. sæti á þverpóli- tískum lista - að vísu ekki aðeins vegna þess að hún er kona. Maður skyldi ætla að vestfirskum kvennalistakonum væri mikið kappsmál að koma einmitt þessari konu á Alþingi sem verðugum full- trúa vestfirskra kvenna. Reyndin varð önnur. Ekki var fyrr kominn á kreik orðrómur um að Jóna Valgerð- ur, formaður kvenfélagasambands Vestfjarða, yrði í 1. sæti á þverpóli- tískum lista en nokkrar konur í kjördæminu drifu upp kvennalista í von um að geta hindrað kjör Jónu Valgerðar. Engum dettur í hug að Kvennalistinn fái mann kjörinn hér. Þau atkvæði sem sá listi fær verða send „suður“ og bætt við einhverja óskilgreinda konu á Sv-hominu. En, ágætu konur, ykkur tekst ekki að bregða færi fyrir 1. mann Þjóðar- flokksins. Kjörorðið er - Jóna Valgerður skal á þing. Halldór Þórðarson „Búvörulögin eru okkur erfiðari en 20 ára harðindakaflinn - þá áttum við von um betri tíð. Búvörulögin lögbundu harðind- • u Memung_______________ Sungið við Sund Tónleikar Kórs Menntaskólans við Sund í Langholtskirkju 10. april. Stjórnandi: Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Anægjuefni hefur það verið að með nýjum starfsháttum framhaldsskól- anna hefur vegur tónmennta farið vaxandi innan þeirra. Bæði er að hér skilar sér betri og almennari músíkölsk gmnnskólun en áður tíðkaðist og svo að tónlistarnám er tekið sem hvert annað alvömnám Tónlist Eyjólfur Melsted eftir að áfangakerfi komst á. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að kór, og jafnvel hljómsveit, er nú til við annan hvem framhalds- skóla í landinu og meira en það. En því trúa víst fæstir hversu skammt aftur þarf að leita til að vart yrði fundinn sá framhaldsskóli í landinu þar sem skikkanleg söngsveit þrifist í hæfilegum hlutföllum Einn þeirra framhaldsskóla sem haldið hafa úti kór um árabil er Menntaskólinn við Sund. Þar hefur að vísu ekki varið lagt jafnfeikn- mikið upp úr kórstarfinu og við suma aðra menntaskóla en þó hefur það verið fastur mikilvægur þáttur í skólastarfi og félagslífi. Kórinn er ekki fjölmennur. Á stærðina svona eins og rétt þokkalegur hreppakór. En hann sýndi á þessum tónleikum að hann á sér metnað. Jafnt að því er virðist músíkalskan sem félagsleg- an metnað og reynir að blanda því saman i hæfilegum hlutföllum. Markinu náð Músíkalski metnaðurinn felst í því að taka fyrir verkefhi af vandaðra tagi, þ.e. þekkt dæmi úr kórsögunni og vandaðar útsetningar af því sem ekki var upprunalega samið fyrir kór þessarar gerðar. Svo er vitanlega reynt að vanda flutninginn og tekst vel til í þeim efnum þótt ekki sé verið að stefna þar til hæsta listræns þroska. Raddimar em ekki þjálfaðar eða skólaðar upp til hópa en þau syngja hreint það sem þau ráða á annað borð við. Verkefnavalið var líka að mestu vel við þeirra hæfi. Félagslegi metnaðurinn felst i því að þau virðast ekki álíta tilgang kórsins þann einan að sýna hvað þau geti ráðið við músíkalskt heldur líka að skemmta sjálfum sér og öðrum. Af söngskrá þeirra að ráða er það veigamikill þáttur. I söng kórsins fléttuðust þessir tveir þættir í mjög svo þekkilegum hlutföllum en oft vill einmitt brenna við að annar gleymist á kostnað hins. Og með því held ég að markmiðunum sé náð á vel fullnægjandi hátt. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.