Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
49
Sólþing
eftir Gunnar Sverrisson
Út er komin bókin Sólþing, ljóð, smá-
sögur og greinar eftir Gunnar Sverris-
son. Höfundur segir eftirfarandi um
sjálfan sig:
„Ég er fæddur hér í Reykjavík 30. okt-
óber árið 1936 og varð því fimmtugur á
síðast liðnu ári. I því tilefni réðst ég í
það að gefa út þessa fjórðu bók mína, sem
kemur þér, lesandi góður, hérmeð fyrir
sjónir og væntanlega ánægjulegs lestrar.
Móðir mín heitir María Magnúsdóttir,
kjördóttir Magnúsar heitins Benjamíns-
sonar úrsmiðs, frá Stekkjarflötum í
Eyjafirði, og konu hans Sigríðar Einars-
dóttur, er var ættuð frá Vestur-Skafta-
fellssýslu, en bjó síðar um tíma í
Gufunesi, þar sem áburðarverksmiðjan
er í dag. Móðir mín var upphaflega Lár-
usdóttir Gíslasonar sem ættaður var úr
Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, og
konu hans, frú Hallfríðar Guðmunds-
dóttur, er var ættuð frá Skarði í Lundar-
reykjadal.
Faðir minn hét Sverrir Sigurðsson.var
forstjóri fyrir verslun Magnúsar Benja-
mínssonar úrsmiðs, en verslun hans var
við lýði hér í bæ um árabil. Faðir minn
andaðist hér í Reykjavík 28. nóvember
árið 1981, og var sonur Sigurðar Magn-
ússonar læknis, er ættaður var frá
Viðvík í Skagafirði, en hann var um tíma
læknir á Patreksfirði.
Kona afa míns heitins hét Esther
Nýjar bækux
Veiðivon
Helga Jensen - Laurits H. Jensen veit-
ingamanns við Vertshúsið Bauk, sem var
og hét á Akureyri í eina tíð“.
Bókin er 64 bls. að stærð, prentuð í
Félagsprentsmiðjunni.
Ný bók um
þjóðararfleifðina
lceland Review
Vegleg, myndskreytt sýnisbók um ís-
lenskar þjóðminjar, eftir Þór Magnússon
þjóðminjavörð, er komin út á tveim er-
lendum tungumálum hjá Iceland Review.
Jafnt heima og erlendis hefur fólk áhuga
á íslenskri sögu og þjóðminjum og mun
án efa fagna útkomu hennar. Til að bók-
in verði aðgengileg stærstum hópi
ferðamanna sem til landsins koma eru
útgáfumar tvær. Enskg úgáfan ber heit-
ið A Showcase of Icelandic National
Treasures og sú þýska titilinn Islánd-
ische Kulturschátze Aus archáologisch-
er Sicht.
Þjóðminjavörður, Þór Magnússon,
hefur valið saman 96 muni og byggingar
sem endurspegla í fjölbreytni sinni
menningu þjóðar í 1100 ár. 1 inngangs-
kafla dregur Þór saman höfuðdrætti
Islandssögunnar á 22 síðum, allt frá því
er líklegt er talið að írskir munkar hafi
komið að landinu.
Bókin er öll litprentuð og inngangs-
kaflanum fylgja skýringarmyndir og
ljósmyndir af ýmsum fornminjum. Meg-
inhluti bókarinnar, sem er 96 síður að
lengd, er litmyndir eftir Pál Stefánsson
ljósmyndara af minjum hvaðanæva af
landinu með ítarlegum skýringum þjóð-
minjavarðar. Meðal þess sem orðið hefur
fyrir valinu við gerð þessarar sýnisbókar
íslenskra þjóðminja eru hversdagslegir
brúkshlutir eins og tóbakspontur og
askar, sjaldgæfari minjar eins og heiðin
gröf, sérkennilegir kirkjugripir og heil
hús og kirkjur sem vernduð eru með lög-
um.
Sumir gripanna í bókinni eru mjög
gamlir eða taldir vera frá fyrstu áratug-
um búsetu í landinu, en þeir yngstu frá
fyrri hluta 20. aldar. Þeir segja sína sögu
um húsagerð, greftrunarsiði, kristnitök-
una, siðaskiptin, hallærin sem gengu yfir
þjóðina á 17. og 18. öld og loks efnahags-
lega viðreisn í upphafi þessarar aldar. í
bókarlok er svo stutt yfirlit um varð-
veislu fomminja á Islandi.
Bókin kostar 993,75 kr. í bókabúðum.
Stangaveiðifélag Reykjavíkun
Býður upp á ódýr
veiðileyfi í lax og silung
„Við erum búnir að fá Geitabergs-
vatn og Þverá í Svínadal og veiði
fyrir löndum Kiðjabergs og Hests í
Hvítá í Ámessýslu,“ sagði Jón G.
Baldvinsson, formaður Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, í samtali við DV.
En Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur nú ákveðið að bjóða sínum
félagsmönnum upp á silungs- og lax-
veiðileyfi ódýrt. „Veiðin er fyrir
löndum Kiðjabergs og Hests í Hvítá
en þar hefur aldrei verið veitt nema
í net og það er verið að taka upp
net á þessu svæði sem er að vísu
jökulvatn. Þá kemur stangaveiði í
staðinn og er veitt á íjórar stangir
því að við vitum að það passar vel.
Þetta verða ódýr veiðileyfi fyrir lax
þama að Kiðjabergi og þar kostar
dagurinn frá 1.500 til 1.800 krónur
stöngin. Þama rétt fyrir ofan, á
Gíslastöðum, veiddust í fyrra á ann-
að hundrað laxar á eina stöng og
þetta var mikið af stórlaxi, 20 pund
og yfir. í Svínadalnum, í Geitabergs-
vatni, verðum við með eins margar
stangir og við þurfum. Svo er hægt
að kaupa á 1.800 krónur veiðileyfi í
Þverá og þar er veitt á eina stöng
og með því fylgja tvær stangir í
Geitabergsvatni. Þama er gott veiði-
hús sem veiðimenn geta verið í en
það keyptum við af veiðifélaginu
Straumum. Þetta em því mjög ódýr
veiðileyfi fyrir félagsmenn og aðra
sem hafa áhuga á og það em miklir
möguleikar á báðum þessum stöð-
um.“
G.Bender
Það á örugglega mikið eftir að gerast i Hvítá eða i Þverá í Svinadal í sumar og margar glímurnar eiga eftir aö
verða við laxa og silunga. DV-mynd EJ
Kosningahappdrættíð
stendur straum af
kosningabaráttunni
Sjálfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla.
Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga
kl. 09.00-22.00.
DREGIÐ 24. APRÍL 1987
Stórglæsilegir vinningar að verðmæti kr. 3.998.160
3 fólksbifreiðir
34 glæsilegir ferðavinningar
20 húsbúnaðarvinningar
SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN