Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Sléttahrauni 34, 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns B. Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Tryggva Guómundssonar hdl., Verzlunarbanka íslands, Bjarna Ásgeirssonar hdl. og Gísla Kjartansson hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 14.30. Bæjarfógetinn ' Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Hvassabergi 12, Hafnarfirði, þingl. eign Magneu Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirói, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingblaðsins 1986 og 3' og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Norðurbraut 21, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Jónssonar og Karólínu Jósefsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Veðdeildar Landsbanka Islands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Breiðvangi 32, 4. hæð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Ara Hjörvar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Veðdeild- ar Landsbanka íslands, Landsbanka íslands og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31. Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 15.30. _________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Hjallaþraut 7, 3. hæð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Aðalheiðar Birgisdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Árna Gunnlaugssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnar- firði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Sævangi 35, Hafnarfirði, þingl. eign Önnu Grétu Arngrímsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Stein- gríms Þormóðssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 15.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni bílageymslu nr. 3 við Sléttahraun 28-30, Hafnar- firði, talin eign Ingvars Björnssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 16.30. ___________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðara. á eigninni Hörgatúni 7, suðausturhl., Garðakaupstað, talin eign Valborgar Jónsdóttur, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 24. apríl 1987 kl. 17.00. ___________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Menning_______________dv Syrpa í dymbilviku Á undanfömum misserum hefur sýn- ingargleði íslenskra listamanna verið með ólíkindum. Vart líður sú helgi að ekki séu opnaðar þijár og upp í sex myndlistarsýningar vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Um daginn átti áhugafólk um myndlist til dæmis kost á að sækja hvorki fleiri né færri en þrettán tímabundnar listsýningar. Eins og ég hef áður drepið á í þessum pistlum ber þessi sýningafjöldi vissu- lega vott um mikla grósku í íslenskri listsköpun en hann gerir fólki óneitan- lega erfiðara um vik að fylgjast með og listgagnrýnendum enn erfiðara að skila af sér umsögnum um sérhvern listamann. Með þessu áframhaldi verða stærri og markverðari sýningar sennilega látnar ganga fyrir hvað umsagnir varðar en minni sýningar verða að mæta afgangi. Sumir listamenn verða augljóslega að bíta í það súra epli að fá enga eða mjög takmarkaða umgetn- ingu, rétt eins og gerist í stórborgum beggja vegna Atlantsála. Þessi prólógus er vitanlega nokkurs konar afsökunarbeiðni til lesenda vegna þess fjölda listsýninga sem ekki hafa fengið inni á síðum blaðsins upp á síðkastið og jafhframt útskýring á málavöxtum. Nú hafa nokkrar sýningar sömuleið- is orðið fómarlömb páskafrídaga og -kosningafárs í fjölmiðlum og því vil ég freista þess að skrifa um þær eins konar minningargrein. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Alltflýturmeð Sýning Braga Ásgeirssonar„100 myndverk", sem haldin var að Kjar- valsstöðum, var um margt lík öðrum sýningum sem listamaðurinn hefur haldið á undanförnum árum. Braga er margt til lista lagt en á greinilega í erfiðleikum með að gera upp hug sinn gagnvart ýmsu því sem er að gerast í samtímanum og listinni. Lausn hans er sú að gera ekki upp á milli hluta heldur láta allt fljóta með. Á sýningu hans mátti því finna viðkvæmnislegar konumyndir, spaða- myndir í frjálslegum afstraktstíl, nett verk í anda „nýju geómetríunnar" (Neo Geo), stærri verk í anda „gömlu geómetríunnar“, samsettar & álímdar myndir og ýmislegt fleira. Nú hefur það sennilega einhverja þýðingu fyrir listamanninn að vasast í þessu öllu en fyrir áhorfandann er þreytandi að fylgja honum eftir gegn- um hinar ýmsu kúvendingar. Á endanum spyr hann sjálfan sig: Hver er endanleg niðurstaða allra þessara tilrauna? Því myndlist gengur út á niðurstöður engu síður en aðrar húm- anískar rannsóknir. Eitt þótti mér þó jákvætt við þessa sýningu Braga, nefnilega litrófið sem var yfirleitt betur samstillt en á mörg- um fyrri sýningum hans. Prófanir Á sama tíma sýndi Steinunn Þórar- Steinunn Þórarinsdóttir - Skúlptúr. insdóttir skúlptúrverk í austursal Kjarvalsstaða. Steinunn var á síðasta ári á launum sem borgarlistamaður í Reykjavík og er að kvitta fyrir sig með þessari sýningu. Öfugt við marga kollega sina í þrí- víddinni hefur listakonan lagt meginá- herslu á fígúratífa tjáningu, eða að minnsta kosti gerir hún manneskjuna að þátttakanda í ýmislegum prófunum með efni og viðhorf. Sýning Steinunnar setti mig í tals- verðan bobba. Mig langaði mikið til að njóta hennar, ekki síst vegna mannúðlegs yfirbragðs verkanna og fágaðra vinnubragða listakonunnar. En að sumu leyti á Steinunn við sama vanda að stríða og Bragi, vinnur ómarkvisst og út frá helst til almenn- um forsendum. Á sýningu hennar var eins og hún stefridi í þrjár áttir samtímis, allt eftir því hvað efhiviðurinn sagði fyrir um. ■ Mest virtist hún leggja af sjálfii sér í grind-verkin úr járni og blýi en þar vantaði frekari samræmingu þessara tveggja efna - og umfram allt skýrari ítrekun á markmiðum. En Steinunn er enn bráðungur lista- maður og veí í stakk búin til frekari glímu við efni jafnt sem viðfangsefni. Húmor Annar listamaður í þrívidd, Sóley Eiríksdóttir, var einnig með sýningu á vesturgangi Kjarvalsstaða. Sóley hóf feril sinn í „venjulegri“ keramík, fór svo smátt og smátt að fikra sig yfir í frjálsan skúlptúr úr leir. Fyrstu verk hennar af því tagi voru voldugir hausar, 'ekki alltaf háalvar- legir. Nú hefur hún fært sig yfir í fígúrur eða að minnsta kosti líkams- parta án þess að slaka á í kímninni. Skúlptúrar hennar eru bæði af heimi manna og dýra, kannski mestmegnis mitt á milli þessara tveggja heima. Ef á heildina er litið virðast form- rænar tilraunir skipta Sóleyju minna máli en myndræn ævintýri og útfærsla þeirra í eldfast form. Sjálf er listakonan uppáfinningar- söm í meira lagi, hefúr lag á að koma áhorfendum á óvart og i opna skjöldu. Trú og sannfæring Ásdís Sigurþórsdóttir er grafíker sem lítið hefúr haft sig í frammi enda í fullu starfi sem myndlistarkennari austur í sveitum. Það sem ég hef séð eftir hana hingað til hefur ekki haft á sér ýkja persónu- legt yfirbragð nema þá helst grafík- myndin „Þymikóróna" sem var til sýnis á síðustu samsýningu íslenskrar grafíkur í fyrra. Sú mynd var virðingarverð tilraun til að stílfæra trúarlega sannfæringu og gefa henni sterkt myndrænt yfir- bragð. Á sýningu Ásdísar í Gallerí Gang- skör (sem raunar lýkur ekki fyrr en 22. apríl) kemur í ljós að hún hefur haldið áfram að vinna með trúarleg tákn, nefúilega krossinn í ýmsum myndum (sankti Andrésarkrossinn, Möltukrossinn o.fl) í þetta sinn með olíulitum. Út af fyrir sig er ekki hægt að kalla þessi verk Ásdísar strangtrúarleg, svo stílfærð og mynstur-kennd sem kross- mörk hennar em. En þau eru að minnsta kosti einhvers slags andlegir vegvisar. Eg er ekki viss um að Ásdís ráði alveg við þá jafúvægislist sem þessi myndgerð er þar sem sífellt þarf að vega og meta formlegt og trúarlegt gildi tákna. Enda bera mörg þessara verka merki um hik eða óvissu, bæði í uppbyggingu og litavali. Önnur eru þroskavænlegri. Blæbrigði landslags og Einar Jónsson Kristín Þorkelsdóttir (Gallerí Borg) Sóley Eiriksdóttir - Skúlptúr, 1987. er ört vaxandi listamaður í sérgrein sinni, vatnslitunum. Á undanförnum árum hefúr hún verið að ná æ meira valdi yfir þessum vandmeðfama miðli og nú er svo kom- ið að fáir standa henni á sporði í umbúðalausri túlkun á blæbrigðum landslagsins. í verkum hennar hafa varfæmislegir pensildrættir nú vikið fyrir breiðum strokum og stórum litflötum, sjálfur myndflöturinn er líka orðinn vett- vangur fyrir meiriháttar átök. Kees Visser er einn af mörgum „tengdasonum landsins" í listinni, öt- ull verkamaður á sviði grafíkur og bókagerðar. Sýning hans í Nýlista- safninu var sérkennilegt uppátæki. Þar lagði Visser út af nokkrum þekktum mótífum eftir Einar Jónsson myndhöggvara með grafískum hætti, það er með því að þrykkja fjölda ht- aðra tilbrigða um þau, annars vegar til sýningar, hins vegar til að gefa út á bók. Allt fyrirtækið nefndi. Visser „Tileinkun". Allt var þetta ásjálegt, sérstaklega bækumar (sem Visser þrykkir og bind- ur inn sjálfúr) en hins vegar sannfærð- ist ég ekki um að listamaðurinn þyrfti sérstaklega á mótífum Einars að halda. Ekki urðu tilbrigði Vissers heldur til þess að opna augu mín fyrir einhverju áður óþekktu í list meistar- ans í Hnitbjörgum. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.