Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. „Gáleysi skipulagsstjórau Spumingin Lesendur Aldraður skrifar: í 4 gr. byggingalaganna frá 1978 er svo fyrir lagt að í byggingareglu- gerð komi fram ákvæði um umbúnað bygginga svo henti öldruðum og hreyfihömluðum. Slík ákvæði eru til staðar en ganga mjög skammt að dómi kunnugra. Þó er getið um að sé opinbert þjónustuhúsnæði meira en tvær hæðir, þ.e. sé opinber stofn- un staðsett á þriðju hæð í húsi, þá skal vera lyfta í húsinu (bygginga- reglugerð frá 1979, grein 8.2. og 2.1). Ennfremur segir í sömu reglugerð að aðgangur fyrir hreyfihamlaða skuli vera sérstaklega tryggur og í góðu lagi þegar um opinberar stofri- anir er að ræða svo og húsnæði sem ætlað er til þjónustu við almenning. Vegna hins óvenju skýra sam- hengis milli 4 gr. byggingalaganna og ákvæða byggingareglugerðar er engum blöðum um að fletta hverjar lagaskyldur hvila á forstöðumönn- um opinberra stofnana þegar um nýtt opinbert þjónustuhúsnæði er að ræða, hvað hreyfihamlaða áhrær- ir. Nú á tímum er mjög sjaldgæft, næstum óþekkt, að t.d. ríkisstofnanir reyni að smjúga fram hjá ákvæðum byggingareglugerðar og bygginga- laga hvað þetta snertir. Enda yrði slíkt tafarlaust stöðvað af viðkorn- andi; byggingafulltrúa, bygginga- nefnd, sveitarstjórn, embætti skipulagsstjóra og loks félagsmála- ráðuneyti ef málið yrði þangað kært. Félagsmálaráðherra er æðsti yfir- maður byggingamála. í DV hefur nýlega verið sagt frá húsnæðisáætlun skipulagsstjóra sjálfs. Hann ákvað að taka á leigu glæsihúsnæðið Laugaveg 163 til 10 ára og borga fyrir 450 fermetra ná- lægt 12 milljónir kr. í núvirði í leigu auk þess að innrétta húsnæðið fyrir 4-5 milljónir á sinn kostnað (áætl- að verð). Hann upplýsti alla um þau atriði er málið snertir, nema eitt atriði, sem hann sjálfur vissi þó allan tímann eftir því sem nú er upplýst. Skrifstofuhæðin er á 3. hæð frá Laugavegi en á 4. hæð frá Skúla- götu, bílastæðum hússins og aðal- inngangi skrifstofunnar. Þannig að þrjár hæðir var að fara upp þröngan stigagang. Engin lyfta er í húsinu né lyftuhús, sem skipulagsstjóri vissi. Skylduákvæði laga og reglu- gerða varðandi lyftur fralla um fólksflutningalyftur af stærðinni min. 2 m x 1 m að innanmáli. Það er því ljóst orðið að skipulags- stjóri er staðinn að klaufalegu gáleysi. Fjárútlát fyrir ríkissjóð og margfalt brot á byggingalögunum og byggingareglugerð. Kæra Öryrkjabandalagsins hefur að visu stöðvað áætlanir hans áður en tjónið skiptir milljónum og hneykslið var fullkomið. Er ekki ástæða til að kanna þetta mál betur. Eða á að þagga þetta mál niður á sama hátt og fjölmörg önnur hneyksli á sviði byggingamála þegar fatlaðir eru annars vegar? Margir myndu fagna því ef fjölmiðlar fylgdu máli þessu eftir, færu ofan í kjölinn. Hverju spáirðu um úrsli kosninganna í Reykja- vík? Jón Þorsteinsson ellilífeyrisþegi: Ég býst við að D-listinn verði stærstur. En að A- og S-listinn verði á hælun- um á honum. V-listinn heldur nokkuð stöðugu fylgi. Ég geri fast- lega ráð fyrir að C-listinn falli út. Ingunn Ingólfsdóttir þýðandi: Ég tel að D- og S-listinn verði nokkuð jafn- ir, það verði hörð barátta á milli þeirra. V-listinn fær álíka fylgi og hann hefur fengið í skoðanakönnun- um. En hinir flokkarnir skipta afganginum á milli sín, það er ókleift að segja í hvaða hlutföllum. Ragnheiður Harðardóttir kennari: Það er nú erfitt að segja nokkuð til um það á þessari stundu, ætli D- og S-listinn komi ekki sterkastir út úr þeim. En ég býst alveg eins við að C- og M-listinn detti út. -iSL.T Eysteinn Viggósson vélstjóri: Ja, þeir eru nú svo margir flokkarnir að stað- an er orðin allflókin. Það verður væntanlega mikill órói í komandi kosningum. Ég held að D- og S-list- inn eigi nú eftir að fá mest í sinn hlut. Ég læt ósagt um hvernig hinir flokkarnir koma út. Spurningakeppm framhaldsskólanna: Meiri nákvæmni í spurningunum Austfirðingur skrifar: Ég horfði á úrslitaþáttinn í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna þar sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn við Sund áttust við. Eins og allir ættu að vita þá var um tvísýna keppni að ræða og úrslit- in voru Fjölbrautaskólanum í hag, 54 gegn 53. Tæpara mátti það varla standa. Það sem ég er að velta fyrir mér er að Menntaskólinn við Sund hefði getað unnið ef ein spumingin til þeirra heföi verið lesin eða skrifuð rétt. Þar var spurt hvaða fjallavegur er á milli Berufjarðar og Breið(a)- dalsheiði. Spumingin heföi átt að vera hvaða fjallavegur er á milli Breiðdalsheiðar og Berufjarðar, sem er Öxi. Eins og flestir ættu að vita er mik- ill munur á Breiðadalsheiði og Breiðdalsheiði því Breiðadalsheiði er fyrir vestan (og því fullt af fjall- vegum þaðan til Berufjarðar) en Breiðdalsheiði fyrir austan. Skiptir því miklu máli að spyrjendur séu mjög nákvæmir í spumingum sem þessum. Þó MSingar hefðu kannski ekki vitað þetta þá finnst mér þetta samt leiðinlegt. Sjónvarpið gæti þó alveg bætt mér upp þessi leiðindi með því að hafa hljómleika í sjónvarpinu með norsku hljómsveitinni A-HA. Jón Baldvin hæfur leiðtogi Guðmundur Guðmundsson skrifar: Að undanfornu hefur því hvað eft- ir annað verið haldið fram í blöðun- um að fylgi Alþýðuflokks fari mjög dvínandi. Ég verð að segja aftur á móti að mér virðist Jóni Baldvini haldast frirðu vel á sínu fylgi. Þrátt fyrir ýmsar sviptingar stjómmálana, allt frá kjassi, blíðmælum og þreifingum upp til hrindinga og pústra. Ekki væri ég hissa, þótt Jón Bald- vin ætti sér glæsta framtíð á stjóm- málasviðinu. Enda er hann að mér sýnist langmesti hæfileikamaðurinn á vinstri vængnum; fijálslyndur í skoðunum og afburða vel að máli farinn. Það þykir mér augljóst að Jón Baldvinn svipi mjög til síns fræga föðurs, er mestur hefur verið ís- lenskra stjómmálamanna á þessari öld. í 4 gr. byggingalaganna frá 1978 er svo fyrir lagt að í byggingareglugerð komi fram ákvæði um umbúnað bygginga svo henti öldruðum og hreyfi- hömluðum. Páll Önundarsson vörubílstjóri: Gamla flokkaskipanin er náttúrlega breytt og S-listinn á eftir að rass- skella þá alla duglega. S-listinn á því eftir að fá mikið af atkvæðum frá hinum flokkunum en það gjörbreytir stöðunni frá því sem hún hefur alltaf verið. Hvaða flokkur - berst gegn áfengisbölinu? Árni Gunnarsson hringdi: Af öllum þessum flokkafjölda og stefnum þeirra þá virðist enginn flokk- urinn ætla að reyna að stemma stigu við áfengisneyslu íslendinga. Ég veit ekki hvaða flokk ég á að kjósa því ég vil að flokkurinn, sem ég kýs, berjist gegn áfengisbölinu sem er í landinu. Ég er mótfallinn því að fá bjórinn inn í landið og er þess alveg fullviss að engin þjóð myndi fara eins illa út úr því og við. Okkur væri nær að læra af reynslu annarra og koma í veg fyr- ir að slíkt hendi okkur. „Ég er mótfallinn því að fá bjórinn inn í landið og er þess alveg fullviss að engin þjóð myndi fara eins illa út úr því og íslendingar." Heiðar Jóhannsson innkaupamaður: Það er engin spurning, D-listinn á eftir að koma sterkast út. Ég vona bara í leiðinni að S-listinn detti út, gleymist fljótt og vel. wtÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.