Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Með sQd til Murmansk
Seint í desember 1986 lögðu tvö
skip upp frá Austfjörðum með
fyrstu síldarfarmana til Sovét-
ríkjanna. Samanlagður farmur
skipanna var um 38.000 tunnur
af saltsíld. Þetta voru systurskip.
Urriðafoss lagði af stað 21. des.
frá Eskifirði en Suðurland fór
daginn eftir frá Reyðarfirði.
Örmjótt stag orðið 40 cm svert vegna ísingar.
Dæmigerður kuldaklæðnaður hafnarverkamanna: hjálmur, lambhúshetta, úlpur og heljarmikil stígvél.
Samningar við Sovétmenn drógust á
langinn þetta haust. Lengi vel vissu
síldarsaltendur ekki sitt rjúkandi ráð
og söltuðu upp á von og óvon. Að
lokum náðust þó samningar um sölu
á 200.000 tunnum. SOdarsöltun var
borgið þennan vetur. Veiði gekk vel
og fólk í landi vann hörðum höndum
viö að skila silfri hafsins á sem best-
an hátt upp í flutningaskip sem síðan
fluttu sfldina á áfangastað. Öll Sovét-
síldin fór tfl Murmansk sem liggur á
70. gráðu norðlægrar breiddar. Það-
an var svo síldin flutt á járnbrautar-
vögnum langar leiðir um hið
víðáttumikla land.
Lagt úr heimahöfn
Urriðafoss, skip Eimskipafélags-
ins, lagði úr höfn frá Straumsvík
þann 5. des. með fullfermi af áh. Skip
þetta, sem leigt er af Nesskipi hf. og
er systurskip Suðurlandsins, hét áð-
ur Vesturland. Áætlun skipsins var
að losa álfarminn í Hull og Rotter-
dam og koma síðan upp að Austfjörð-
um tfl að lesta síld. Síðan skyldi
haldið beint til Sovétríkjanna með
Urriðafoss lestar sild á Fáskrúðsfirði
Ár '* ' . |
■ .. •- •:.,
fór\\\y 'irrtn ~ r'
sfldina. Annað var ekki ákveðið þar
sem farmannaverkfall var yfirvof-
andi. Séð var fram á aö jólin yrðu
haldin til sjós þetta árið hjá þeim sem
lögðu upp í þessa ferð.
Þrátt fyrir vonskuveður á útleið
stóðst áætlun skipsins, áhð var losað
á tilsettum tíma og Urriðafoss brun-
aði meö vindinn á eftir til Seyðis-
fjaröar þar sem fyrstu síldartunn-
urnar voru lestaðar.
Aftur til íslands
Það voru snör handtök sem réðu
gangi lestunarmála. Jólin nálguðust
óðfluga. Það var unnið dag og nótt
þá örfáu lestunardaga sem skipið
hafði.
Frá Seyðisfirði var haldið til Fá-
skrúðsfjarðar. Lestunarhafnir voru
aðeins þrjár í þetta skiptið. Eskiijörð-
ur var eftir þar sem næstum helm-
ingur farmsins, tæpar 10.000 tunnur,
var lestaður af fullum krafti helgina
20.-21. des. Skipveijar höfðu spurnir
af systurskipinu Suöurlandi þar sem
það lestaði einnig á Austfjarðahöfn-
um. Öllum var kunnugt um að lestun