Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 22
22 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Bréftilvinar tíöincLi Sæmundur Guðvinsson Frá skákmótinu i Kanada. Reykjavík 31. janúar. Kæri vin Nú er ljótt í efni. Hörmuleg tíöindi hafa gerst. Þjóöin er harmi lostin og ég líka. Þetta er svartur sunnudagur og fólk hefur ekki á heilu sér tekiö síðan í gærkvöldi aö áfallið reið yfir. Og eins og alltaf, þegar heimssögu- legir atburðir gerast, er þaö greypt inn í miunið hvar sem maður var staddur þegar fréttirnar bárust til eyrna. í gærkvöldi þurfti ég aö bregða mér út á svalir til að taka handklæði af snúru. Sjónvarpið var á og ég hafði dyrnar opnar. Eg hélt í snúruna með vinstri hendi meðan ég losaði klemmurnar með þeirri hægri. í þessari athöfn miðri heyri ég skyndi- íega ekkaþrungna rödd Halls Halls- sonar sem stynur upp: Váleg tíöindi hafa borist. Samstundis fann ég óhugnaðinn hríslast um mig. Þettageturekki verið satt. Ég sleit niður snúruna, henti handklæðinu út í garð, stökk inn í stofu og starði á skjáinn. Hallur barðist við grátinn og Jón L. var nið- urlútur. Ég lét fallast í sófann. Eins og í leiðslu heyrði ég að Jóhann tap- aði skákinni gegn Kortsnoj. Tár- stokknum augum horfði ég á Jón L. fara yfir skákina og heyrði Hall segja já, auðvitað og einmitt svona fimmtíu sinnum. En þetta fékk engu breytt. Sú blákalda staðreynd blasti við að Jóhann Hjartarson hafði gefið skák- ina. Ég man lítiö eftir því sem á eftir kom í sjónvarpinu - rámar þó í að þeir hafi sýnt einhverja franska bíó- mynd. En hugurinn var sem lamaður þar til dagskránni var lokið og sjón- varpað var útvarpsfréttum frá því fyrr um kvöldið. Þá kipptist ég við því örvinglaður útvarpsmaður talaði í síma til útvarpsins í gegnum sjón- varpið og reyndi að lýsa þeirri ögurstund þegar Jóhann lék af sér. Á enn að snúa hnif í sári? hugsaði ég með mér en hafði ekki mátt til að rísa upp og slökkva á sjónvarpinu sem sýndi útvarpsfréttir. Því neydd- ist ég til að vera vitni aö þessum hörmungaratburði enn og aftur og hafi Hallur verið grátbólginn þá var útvarpsmaöur svo sannarlega út- grátinn og átti ég bágt með að henda reiður á frásögninni - lifði andartak í þeirri von að þetta væri bara draumur en varð svo að horfast í augu við veruleikann. Heimsmeistarinn okkar Þú skilur þettáef til vill ekki. Ég geri þó ráð fyrir að þú lésir blöðin þarna úti en þori ekki aö treysta því að skákin hafi þar forgang á aðrar fréttir. En málið er það að í Kanada fer fram einvígi millum nokkurra bestu skákmanna heims um rétt til að komast i undanúrslit um rétt til aö hrifsa heimsmeistaratitilinn af Kasparov ef vel tekst tiL Jóhann Hjartarson, þessi skáksnillingur, lenti í því að etja kappi við Kortsnoj í Kanada. Eins og gefur að skilja sendu helstu fjölmiðlar hér menn út til að fylgjast með viðureigninni. Nema hvað Jóhann var búinn að leggja þann gamla tvisvar og svo höfðu þeir líka samið um jafntefli í millum. Fjölmiöjamenn ærast og senda okkur ótt og títt heim fréttir sem innihalda slíkar lýsingar á spennu og umrófl, sem frammistaða Jóhanns hefur valdið í nokkrum heimsálfum, aö þjóðin ærist rétt einu sinni. Það var ekki spurning um hvort Jóhann yrði heimsmeistari eða ekki heldur bara hvenær. Okkur var sagt að íslendingurinn ungi væri helsta umræðuefni, já, ef ekki allra Vesturheimsbúa þá alíavega allra íbúa í St. Johns en það er nafniö á borginni þar sem keppnin fer fram - smábæ á stærð viö Reykjavík. Ep þessi kanadíski bær er orðinn heims- frægur í fjölmiðlum á íslandi og kona, sem þar stjórnar, sömuleiðis. Hún er víst nokkurs konar Davíða Oddsdóttir, skilst mér. Allavega er hún dáð og dýrkuð af íbúunum. Enn einu sinni er ísland á forsíðu heims- pressunnar, sögðu menn hér heima og blessuðu Davíðu svona í fram- hjáhlaupi. Ég gladdist innilega yfir frammistööu Jóhanns Hjartarsonar en með sjálfum mér bar ég brigður á að fréttamat heimspressunnar hefði breyst á einni nóttu. Til þessa hefur það vart orðið tilefni til stærri frétta en sem nemur einu frímerki hver drepur meir á taflborði þegar heimspressan er annars vegar. En hvað varðar okkur um það? Þetta er stórfrétt á íslandi og er það vel. Ein- vígin í St. Johns fara.fram í sal sem rúmar 500 áhorfendur en fram til þessa hafa innan við 50 borgarbúar ómakaö sig á einvígið. Svona getur nú verið mikill munur á áherslum tjölmiðla og raunveruleikans. Sjaldan er ein báran stök Þetta er nú að verða nokkurs konar framhaldsbréf því eftir tap Jóhanns lagði ég frá mér blað og penna og gat ekki meira. Og nú er komið mánu- dagskvöld og enn hafa þeir leitt saman hesta sína, Jóhann og Kortsnoj, og sá gamli vann, eða rétt- ara sagt, Jóhann lék af sér með þeim afleiðingum að hann ákvað aö gefa skákina. Nú þurfa þeir í framhalds- einvígi. Ég bíð í ofvæni og segi bara eins og Óskar Wilde: Þessi bið er óþolandi - ég vona að hún haldist. Svo skilst mér að það eigi að kæra kallinn fyrir að reykja framan í Jó- hann og stika um gólf, allt í þeim tilgangi að trufla andstæöinginn. Já, þeir hafa löngum kunnað á því lagið, Rússarnir. En sem sagt, staðan er jöfn núna. Við höfðum vinninginn lengst af en Jóhann glutraði honum niður. Kiddi á Scala En það eru fleiri en Jóhann sem bera hróður lands og þj óðar um heiminn. Kristján stói söngvari Jó- hannsson var að depútera á Skalaó- perunni í Mílanó - söng vist eins og honum er lagið og veröur jafnvel beðinn að syngja þar aftur. En Rúss- inn lætur ekki að sér hæða. Heldurðu ekki að þarna hafi líka komið fram rússnesk söngkona sem söng eins og Callas og stal senunni að miklu leyti frá Kidda Jó. Ég ætla bara að vona að Kristján herði sig enn og syngi eins og Karúsó og slái þar með þá rússnesku endanlega út af laginu. Konurnar ofaná Svo neyðist ég víst til að segja þér frá því að samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum eru konumar að verða ofaná í pólitíkinni. Kvennalist- inn er orðinn þriðji stærsti stjórn- málaflokkurinn í skoðanakönnun meöal þjóðarinnar. Þetta eru auðvit- að skelfileg tíðindi fyrir okkur karla og var þó ekki á bætandi eftir skák- slysið. Hugsaðu þér bara ef konur eiga eftir að taka hér völdin og spilla þessu sæluríki sem karlar hafa byggt upp og þar sem allir una glaðir við sitt! Ég veit ekki nema ég ætti að biðja þig aö fara að huga að húsnæði fyrir mig þarna úti ef þessi þróun heldur áfram. Ég get bara nefnt dæmi um það hvernig fer þegar konur koma nálægt fjármálum. í sjónvarpinu hafa verið að birtast einhverjar þær bjálfalegustu auglýsingar sem ég hef séö á skjánum og er þá langt til jafn- aö. Þar sjást nokkrar konur sitja saman og ræða um kaup á skulda- bréfum ríkissjóðs. Eftir að hafa horft á þessa auglýsingu nokkmm sinnum er ég sannfærður um að enginn óbrjálaður maður kaupir þessi skuldabréf og jafnvel ekki konur heldur. Að vísu verð ég að segja þér í trúnaði að nú hefur ríkissjóður gengið enn lengra og fleygt annarri auglýsingu um þessi bréf framan í þjóöina og hafi kvennaauglýsingin verið skelfdeg þá er þessi nýja sann- kallaður hryllingur. Og það versta er að þar fara tveir karlar meö aðal- hlutverkin í þessari ömurlegu sápuauglýsingu. Það er engum að treystalengur. En af öðmm úrslitum í könnun á fylgi flokka þá hagnast þéir Þor- steinn og Steingrímur lítt en Albert bíður afhroð. Kratarnir tapa slatta en við skulum nú vera alveg rólegir út af því vegna þess að þeir ná sér upp aftur. Alþýðubandalagið lafir á því fylgi sem Guðrún Helgadóttir hefur en Ólafur Ragnar verður svo sannarlega að spýta í lófana ef hann ætlar að stöðva þá niðursveiflu sem Svavári tókst að koma í gang. En ekki orð meira um pólitík. Bara ef okkur körlunum tekst að halda völd- um þá verður hér allt áfram í ósómanum, nei, fyrirgeföu, ég meinti í sómanum. Eggjahljóö Þetta er nú það helsta sem hér er á döfinni. Ég er hættur að borða egg og kjúklinga því að Jónas Bjamason hjá Neytendasamtökunum er búinn að banna þjóðinni að neyta þessarar fæðu nema hún verði keypt frá út- löndum og seld á miklu lægra verði en hingað til. Mér finnst þetta gott hjá Jónasi og vona bara að hann láti ekki þar viö sitja heldur auglýsi há- marksverð á fleiri vörutegundum. Þá er loks von tfi þess að við náum Bólgunni niður og þeir Karvel og Jakinn geti hætt þessum þvælingi um landið til að spyrja fólk hvað þaö hafi í kaup. Vertu svo ævinlega, minn kæri. Sæmundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.