Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Side 25
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. 25 Hinar miklu vinsældir gamanmyndarinnar Þrír menn og bam (Three Men and a Baby) á undanfórn- um mánuðum hafa komið mörgum á óvart og eru enn ein rósin í hnappagat Touchstone sem er útibú frá Disney-fyrirtækinu. Virðist þeim er þar ráða varla geta mistekist þessa dagana. ' Þrír menn og barn fjallar um þrjá piparsveina sem leiknir eru af Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson er lenda í þeirri aðstöðu að sex mánaða stúlkubarn, sem einn þeirra á, er skilið eftir við dyrnar hjá þeim og lýsir myndin því vandræðaástandi sem upp kemur hjá þeim við barnauppeldið en enginn þeirra hefur haft kynnst því að ráði áður. Handritið er unnið upp úr franskri mynd, Trois hommes et un couífin, sem gerð var fyrir tveimur árum og naut þó nokkurra vinsælda á meginlandi Evrópu. Leikstjóri frönsku myndarinnar var Coline Serreau og var henni boðið að leikstýra bandarísku útg- áfunni. Fjórum vikum áður en kvik- myndun hófst hætti hún við og opinbera yfirlýsingin var sú að veikindi hrjáðu hana, en þeir sem stóðu næst framleiðslunni sögðu hana hafa haldið of fast í frumgerð- ina og tekið illa öllum breytingar- tillögum. Uröu nú margir hræddir um að einhver hraðvirkur leikstjóri úr sjónvarpinu mundi taka við, en svo var blessunarlega ekki. Leikarinn og leikstjórinn Leonard Nimoy varð fyrir valinu, mörgum til undr- unar, þvi hann haföi aðeins leik- stýrt tveimur kvikmyndum í geimseríunni Star Trek. Leysti það að vísu vel af hendi. Þrír menn og barn var samt nokkuð annar hand- leggur. Hann var samt rétti maðurinn, það urðu allir sammála um eftir nokkrar vikur, því eitt er víst að það þarf þolinmæði til leikstýra kvikmynd þegar aðalleikonan er aðeiris sex mánaða stúlkubarn sem er alls ekki viss um að hún vilji nokkuð vera leikkona. Þar sem öll ungbörn þurfa mik- inn svefn og eru ekki til í að vaka og brosa samkvæmt kröfum leik- stjórans voru fengnir tvíburar til að leika hlutverkið, Lisa og Mic- helle Blair, kanadískir að uppruna. Þess má geta að Þrír menn og barn er tekin upp í Kanada að mestu og segja framleiðendur að hægt hefði verið að spara umtalsverða fjár- hæð með þeirri ákvörðun. Það eru þekktir leikarar í aðal- karlhlutverkunum, Tom Selleck, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Magnum PI, leikur arkitektinn Peter Mitchell. Hann hefur hingað til verið frekar óheppinn í vali hlutverka í kvik- mynd en dettur í lukkupottinn í þetta skiptið og stendur sig með prýði. Sfeve Guttenberg, sem hefur leikið í mörgum vinsælum kvik- myndum á undanfórnum árum, leikur teiknarann Michael Kellam og Ted Darison, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsser- íunni Staupasteini, er í hlutverki leikarans Jack Holden. Þótt ameríska útgáfan sé vissu- lega frábrugðin þeirri frönsku þá vildu aðstandendur samt að kæmi Kvikmyndir Þrír menn og bam Vinsælasta kvikmyndin vestanhafs Það reyndi oft á þolinmæði tæknimanna sem leikara við gerð Þrir menn og barn, enda aðalleik- konan ekki nema sex mánaða. í gegn sami boðskapur, sem sagt hvernig bar- takast á við vandann enda hugsanagangur fran- nauppeldi gjörbreytir lífi hvers einstaklings. skra karlmanna öðruvísi en bandarískra. Gamansemin er ósvikin í báðum myndunum. HK Munurinn er aðallega í hversu karlmennirnir Kvikmyndir Hilmar Karlsson James Caan, eldri og lífsreyndari. James Caan Francis Coppola hefur reynst James Caan vel i gegnum tíðina. Hér sjást þeir gantast viö töku á Gardens of Stone. Níundi áratugurinn hefúr ekki verið dans á rósum fyrir hinn þekkta leikara James Caan og viður- kennir hann það fúslegá. Fyrir fáum árum virtist sem Caan væri fórnarlamb eigin frægð- ar. Þar sem hann var orðljótur í blaðaviðtölum og tillitslaus gagnvart starfsfélögum vildi enginn umgangast hann og þótt honum byðust hlutverk neitaði hann öllum á þeim forsendum aö handritið væri vonlaust. Það var svo Francis Coppola, hans gamli vinur, sem fékk hann út úr lang- tíma einangrun til að leika aðalhlut- verkið í Gardens Of Stone. Caan lék fyrst undir stjórn Coppola í The Rain People 1969 og síðan í The Godfather 1972. Þá var James Caan ungur leikari á mikilli uppleið. Nokkur góð ár tóku við og nokkrar ágætar myndir, en íleiri ómerkilegar. Óumdeilanlega var hann þó einn eftir- tektarverðasti ieikarinn á áttunda áratugnum. 1979 er eftirminnilegt ár fyrir Caan. Þá lék hann í einni af sínum bestu myndum, Comes A Horseman, þar sem meðleikari hans var Jane Fonda og sama ár leikstýrði hann og lék aðalhlutverkið í Hide In Plain Sight. Myndin fékk víðast hvar góða dóma en áhorfendur létu sig vanta. Nú fór að halla niður á við og endinn er að finna í Kiss Me Goodbye frá 1982. Var Caan svo óánægður með myndina að hann gekk út á prufusýningir og neitaði að auglýsa myndina. Fannst hann klipptur út úr mörgum atriðum til að gera hlut meðleikara hans, Sally Field og Jeff Bridges, stærri. Enda fór það svo aö Kiss Me Goodbye var aldrei sýnd utan Bandaríkjanna, þar sem hún var tekin í geymslu eftir nokkra sýning- ardaga. Á sama tíma voru mikilk vandræði í einkalífinu. Hann hafði stundað hið ljúfa líf af kappi, var tíður gestur hjá. Hugh Hefner playboy-kóngi og var hvað eftir annað forsíðuefni á síðum æsi- fréttablaða. Hjónaband hans og fyrir- sætunner Sheilu Ryan endaði með miklum látum. Ekki bætti úr fyrir hon- um þegar hann játaði aö hafa lamið hana í afbrýðiskasti. Á sama tíma lést systir hans, Bar- bara, úr hvítblæði. Hún var þrjátíu og átta ára og hafði hann reynt allt henni til hjálpar, meðal'annars í örvænting- artilraun gengist undir aðgerð til að gefa henni beinmerg úr sjálfum sér. Hann lenti í alvarlegu b’ílslysi og var lengi að ná sér eftir það. Lamaðist um tíma á hægri hendi. Margir urðu reiðir þegar hann birtist við réttarhöld yfir maJEÍumönnum, sagði tvo þeirra vera vini sína og hóf samræður við þá. Meiri- hluti vandræða hans stafaöi af notkun eiturlyíja og óhóflegri drykkju, vanda- mál sem hann réð ekki við á þessum árum. Honum tókst þó um síðir með hjálp vina og lækna að þurrka sig upp. Eftir öll þessi ósköp var hann skuld- um vafinn en vildi samt ekki taka til við leik á ný, eingöngu til þess aö borga reikninga eins og hann orðaði það. Hann tók að sér son sinn, Scott, sem er tíu ára og uppeldi sonarins og ábyrgðin sem því fylgir hefur gert hann að ábyrgari persónu aö því er hann segir og nú sé hann fyrst tilbúinn að takast á við vandamálin. Hann er ákveðinn í að heija leik áð nýju og hlutverk hans í Gardens of Stone lofar góðu. Varla væri hægt að fá betri leikara í hlutverk hins harða liðþjálfa sem kennir nýliðum í Wash- ington. Þessa dagana er hann að leikáFí geim- vísindamynd, Outer Heat. Allir sem til James Caan þekkja telja hann hafa mildast með árunum. Hann hefur »1- varlegt yfirbragö, hlær ekki eins mikið og áður, en hefur fullkomlega stjóm á lífi sínu, öfugt viö fyrri daga. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.