Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 31
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. \ ' \ 43 ixr* 3tali mínum og var þar meö allmikið bú. Þetta passaöi þó illa saman og ég tók þá ákvöröum aö hætta búskapnum. Ég seldi kýrnar en kindunum fargaði ég ekki fyrr en í fyrra og sé eiginlega eftir þeim. Hestana á ég áfram og hef þá á Geirmundarstöðum sem eru 14 kílómetra héöan frá Sauðárkróki. Hestamannaböllin og réttarböllin eru þau skemmtilegustu sem ég spila á. Hér er t.d. Laufskálaréttin í Hjaltadalnum, sem er landsfræg, og þangaö kemur fólk úr öllum lands- fjóröungum á haustin. Aö vísu voru þar ekki til skamms tíma réttarböll en nú eru þau reglulega haldin fyrir þessa rétt í Miðgarði. Var óhemju- mikiö ball í haust og mikil stemning eins og alltaf. Málin hafa þróast þannig að ég hef undanfarið spilaö mikiö á hesta- mannaböllum víöa um land. Við spiluðum á fjórðungsmótinu á Mel- gerðismelum síðasta vor og vestur í Dölum og víðar.“ Geirmundur vill ekki skera úr um hvar best er að spila. „Það er alltaf gott að spila þegar stemningin er góð,“ segir hann. „Ég verð þó að við- urkenna að Miögarður er mér mjög kær. Það er minn staður og þar hef ég spilað meira en nokkur annar.“ Reikningar kaupfélagsins Spilamennskan er enn aukavinna hjá Geirmundi þótt hún taki mikinn tíma. Alla daga frá átta til fimm situr hann á skrifstofu kaupfélagsins og greiðir og innheimtir reikninga. Hann er þar í stöðu fjármálafulltrúa og hefur útsýni af skrifstofunni yfir Skagfirðingabrautina þar sem hún liggur inn í bæinn. En það eru ekki reikningar kaup- félagsins sem gert hafa Geirmund landsfrægan. Þar veldur þátttaka hans í söngvakeppni sjónvarpsins mestu. Eftir komandi keppni ætlar hann að taka sér hvíld. „Allt er þegar þrennt er,“ segir Geirmundur og hallar sér aftur í sætinu. Hann hefur gert það gott í fyrri keppnum og þaö ekki bara í sjónvarpinu því hann á langan feril að baki í söng- og dans- lagakeppnum. „Uþphafið að þessu er nokkuð skondið," segir Geirmundur og hverfur aftur til unglingsáranna. „Ég samdi fyrstu lögin fyrir danslaga-' keppni sem Kvenfélag Sauðárkróks hélt ár hvert á nýársdag. Ég var byrj- aður að spila á böllum þegar þetta var. Þannig var aö konurnar töldu sig ekki geta lagt upp með minna en 8 til 10 lög og nú vantaöi nokkur. Þær hringdu í mig og spurðu hvort ég ætti ekki lag. Eg hafði ekki samið svo mikið sem eitt lag og ekki einu sinni dottið það í hug. Ég varð auðvitað hissa og gaf ekkert út á þessa hug- mynd en fór að prufa og samdi tvö lög í keppnina. Fyrir þau fékk ég fyrstu og þriðju verðlaun.“ Bíddu við „Ég var oft með í keppninni eftir þetta og einu sinni voru gefin út lög úr henni á tveggja laga plötum. Þar átti ég lögin Bíddu við, sem varð mjög vinsælt, og einnig Nú er ég létt- ur. Það var sigurlag úr danslaga- keppninni. Þegar fram liðu stundir vann ég oft að undirbúningi keppn- innar, einkum eftir að ég var kominn í hljómsveit hér á Króknum. Þessi keppni var haldin fram undir 1970 en féll þá niður. Þegar kom að söngvakeppni sjón- varpsstöðva fyrir þremur árum datt mér í hug að vera með. Skilafrestur átti þá að renna út 30. janúar en ég var að basla við að búa til lag í keppn- ina frá því í desember og var aldrei ánægður með árangurinn þangað til lagið Með vaxandi þrá fæddist allt í einu. Ég talaði við séra Hjálmar, sóknar- prestinn okkar, sem hefur gert texta viö öll lögin. Hann samþykkti strax að gera textann. Við vorum orðnir nokkuð tímanaumir þannig að hann vakti eina nótt yfir verkinu en ég brenndi suður með lag og texta dag- inn eftir til að taka upp prufu fyrir keppnina. Þetta lag var valið í hóp þeirra tíu bestu. Fyrir keppnina í fyrra tók ég mér lengri tíma en fannst ég aldrei geta gert betur en í fyrra laginu. Það er alltaf draumurinn að bæta sig. Ég var aldrei ánægður þar til skilafrest- ur var alveg að renna út. Þá lét ég það flakka enda orðinn nokkur sátt- ur við lagið. Þetta var Lífsdansinn. Fyrir þessa keppni, sem nú stendur fyrir dyrum, var ég búinn að semja lag sem ég ætlaði að senda en hætti við þegar lagið, sem ég á nú í keppn- inni, kom eitt kvöldið. Mér fannst það betra og lét það fara. Ég hafði því samband við séra Hjálmar og hann samdi textann sem fyrr.“ Betra en eitthvert leikrit Söngvakeppnin er umdeild og margir þeirrar skoðunar að sjón- varpið ætti að hætta að leggja fjármuni í hana. Um hitt er ekki deilt að hún er með vinsælasta sjónvarps- efni og Geirmundur telur „fráleitt að leggja hana niður. Þaö eru sumir að agnúast út í þessa keppni," segir Geirmundur. „Ég tel ekkert meira að henda fimm milljón- um í söngvakeppnina en í eitthvert leikrit sem allir eru hundóánægðir með. Það er mikið horft á keppnina og þegar á allt er litið þá er þetta mjög ódýrt efni.“ . Geirmundur er eini dreifbýlismað- urinn í keppninni og segist vera montinn af því. „Ég er reyndar hissa, á að ég skuli vera sá eini af lands- byggðinni því ég veit að þeir eru margir víða um land sem eru aö dunda við að semja. Það getur vel verið að einhver hræðsla valdi þessu. Ég hef lagt mig fram um að senda lögin vel frágengin í keppnina þannig að dómnefndin geti séð hvaö ég vil fá fram. Ég sendi lögin ekki fyrr en ég er sáttur við þau. Það var verið að segja við mig eftir keppnina í fyrra að ég þekkti þennan „eurovisionstíl". Ég veit satt að segja ekki hvernig hann er. Lögin, sem ég hef sent, hafa hins vegar orðið vinsæl og gengið vel eftir keppnina. Nú, frammistaða okkar í keppninni er sjálfsagt ekkert slæm. Valgeir Guðjónsson sagði fyrir keppnina í fyrra, sem rétt var, að allt fyrir ofan 16. sæti væri sigur. Ég held samt að bæði Valgeir og Magnús Eiríksson hafi samið betri lög en þeir sendu í keppnina. Þeir hafa oft gert betur. Það hefur líka sín áhrif að þegar lögin eru flutt á íslensku í öðrum löndum þá hljómar textinn eins og hver önnur golfranska. En við eigum ekki verri lagahöfunda en aðrar þjóðir. Hvenær heyrist t.d. lagið sem sigraði í fyrra? Þaö er algerlega gleymt." . Keppnisandi í Skagafirði Norður í Skagafirði standa menn sem einn maður að baki Geirmundi. Þátttaka hans hefur ef til vill yfir sér meiri keppnisbrag en hjá öðrum. „Ég verð mjög var við að hér er vel fylgst með keppninni," segir Geirmundur. „Hér standa allir með mér. Ég finn það þegar ég fer út í banka og þeir sem eiga leið á skrifstofuna óska mér til hamingju. Á dansleikjum er það sama sagan og hvar sem ég hitti fólk. Þetta er mikil hvatning. Það má ef til vill líkja þessu við spurninga- keppni og þó er þetta ólikt. I fyrra stóðu mínir menn mjög glæsilega á bak við mig þegar kosið var um lögin og settu mig efst á list- ann. Það kom þó ef til vill meira á óvart aö Reykvíkingar gáfu mér 10 stig. Það var mjög gott fyrir mig því það var sagt að hér heföi klíkuskapur ráöið. Auðvitað réð það miklu að Skagfirðingar voru að styðja sinn heimamann. Þegar kosningin fór fram í sjón- varpinu í fyrra hlógu menn þegar ég fékk 12 stig í Skagafirði og vinir mín- ir í Módel hæst. Það kom sér því mjög vel fyrir mig að fá líka góða útkomu í Reykjavík. Þá var ekki hlegið eins mikið. Annars hef ég aldr- ei orðið var viö neikvætt viðhorf í minn garð.“ Hagyrðingurinn og presturinn Sem sönnum landsbyggðarmönn- um sæmir er presturinn kallaður til að leggja hönd á plóginn. Það er séra Hjálmar Jónsson, hagyrðingur góður og afkomandi Bólu-Hjálmars, sem leggur Geirmundi til texta við lögin. „Samvinna okkar hófst með fyrsta laginu í söngvakeppninni," segir Geirmundur. „Hann hafði aldrei samið fyrir mig áður. Mig vantaði mann til að gera textann og vissi að séra Hjálmar gat vel gert þetta. Ég fór því til hans og hann tók mér vel. Hann á ekki síður þátt í velgengni þessara laga en ég. Textarnir eru auðlærðir og fjalla um lífið og tilver- una. Séra Hjálmar er þekktur hagyrð- ingur hér í Skagafirði. Einu dægur- lagatextamir sem hann hefur samið eru þó við lögin mín. Hann er mjög magnaður við að kasta fram vísum eins og menn sáu í spurningakeppn- inni á Blönduósi. Það er mál manna að hann sé sá besti sem komiö hefur fram í þeirri keppni." Strembinn mánuður Febrúarmánuður verður anna- samur hjá Geirmundi því enn er eftir að vinna lokagerð lagsins. „Já, það tekur við ansi ströng vinna og marg- ar suðurferðir," segir Geirmundur. „Ferðirnar eru þegar byrjaðar en ég verð aö leggja þetta á mig. Nú fyrir skömmu fór ég fyrstu ferðina til að hitta dómnefndina. Um kvöldiö átti ég að spila hér í Skagafirði. Ég fór klukkan átta að morgni héðan og var á fundi dómnefndarinnar um miðjan daginn. Klukkan sex lagði ég af stað norður og var kominn í tæka tíö með nikkuna á þorrrablót í Árgarði hér frammi í firðinum. Ég á eftir að fara fjórar fimm ferðir suður til að vinna lagið og taka það upp á myndband. Magnús Kjartans- son aðstoðar mig við tónhstina og Stefán Hilmarsson hefur tekið að sér sönginn. Myndbandið verður unnið hjá sjónvarpinu. Allt þarf þetta að vera tilbúiö fyrir lok mánaðarins. Ég reikna með að ég geri lagið aðeins léttara, meira stuðlag. Dómnefndin mælti með því og ég var búinn aö gera mér grein fyrir því áður.“ Geirmundur vill engu spá um úr- slitin. „Það er dómnefndanna að velja,“ segir hann. „En ég hef alltaf verið bjartsýnn. Það þýðir ekkert að leggja upp með svartsýni. Það eina sem gildir er aö vinna lagið vel. Eftir því sem betur er staðið aö verki nær lagið lengra.“ Sigurlíkurnar Géirmundur hlær við þegar rætt er um sigurlíkurnar. „Við sem kom- umst í úrslitin verðum auövitað að gera okkur grein fyrir að við eigum alhr möguleika á sigri. Ég verð því eins og aðrir aö vera tilbúinn að fylgja laginu eftir í Dublin. Það er þó allt annað en gamanmál að sigra því sigurvegarinn, sem fær 450 þúsund í verðlaun, verður að kosta allan undirbúning fyrir þann pening. Verðlaunin eru því skilyrt. Það er fullyrt að Valgeir hafi þurft að leggja fram sömu upphæð og verð- launin voru þá á móti. Þau voru þá 300 þúsund en það má segja að það hefni sín að sigra. Þetta er að því er ég best veit ein af ástæðunum fyrir því að Valgeir er ekki með núna. Mér finnst þetta fyrirkomulag ótækt. Sigurvegarinn á að fá verð- launin fyrir sigurlagið en sjónvarpið á að bera kostnaöinn af að fylgja lag- inu eftir. En við sem eigum lög í keppninni erum búnir að samþykkja þetta og verðum að standa viö okkar hlut.“ Þá þarf að ganga á heimilispening- ana og það er ekki að heyra annaö á Geirmundi en að fjölskyldan standi fast að baki honum. „Konan er auö- vitað búin að fá sig fuílsadda af allri spilamennskunni og þvælingnum sem henni fylgir en hún stendur með mér í þessu,“ segir Geirmundur. „Það er erfitt að vera allar helgar að spila eins og verið hefur allt okkar hjónaband." Kona Geirmundar er Mínerva Björnsdóttir og þau eiga tvo syni um tvítugt. Þeir hafa látið gamla mann- inum tónhstina eftir. „Þeir hafa sjálfsagt fengið sig fullsadda,“ segir Geirmundur. „Þaö er helst núna, þessi seinustu ár að þeir eru að fá áhugann. En allir á heimilinu eru spenntir fyrir þessu. Fyrst er að komast í sjálfa keppnina en þegar það er í höfn þá er hægt að slaka á. Það kost- ar töluverða peninga að senda inn lag og það væri svekkjandi að hafa ekk- ert upp úr því.“ Lagið á eftir að ganga „Lögin hafa gengið vel á dansleikj- um hjá mér og reyndar öðrum hljómsveitum hka. Lífsdansinn hef- ur verið mjög vinsæll og nýja lagið verður að sjálfsögðu á efnisskránni á næstunni. Það á eftir að ganga. Ég er viss um það. Ég tók þá ákvörðun núna að ef lag- ið yrði valiö eitt af tíu þá tæki ég mér frí. Ég verð því ekki.með næst. Þetta er orðið gott í bili en ég er ekki hættur endanlega en það er ágætt að hvíla í eitt ár eða svo. Ég held auðvitað áfram að spila nieðan það gengur vel. Söngva- keppnin hefur verið þar veruleg lyftistöng. Hljómsveitin hefur alltaf haft nóg að gera og nú veröum við að fara víðar um landið en áður var. Staðan er eiginlega þannig’ að við gætum spilað á þremur fjórum stöð- um á hverju einasta laugardags- kvöldi allt árið. Þaö er tóm vitleysa að hækka ekki verðið en ég hef ekki gert þaö. Ég er ekki þannig innréttað- ur. í sumar og haust spiluðum við á Hótel Sögu og það er líka mikið að gera hér á Norðurlandi og vestur í Dölum og suður í Borgarfirði. Við höfum einnig spilað á Selfossi og í Keflavík. Þetta er dansliljómsveit og við eru með nýjustu lögin í bland við þau gömlu. Þetta er svo flölbreyttur hópur sem við spilum fyrir aö við verðum að vera með nánast allar gerðir af tón- list. Ég spha á nikku hjá gömlu- dansaklúbbi hér á Sauðárkróki og við sphum hka á skólaskemmtunum þannig að viö verðum að bjóða upp á aht.“ Égyröi vitlaus „Eg spila einnig undir á skemmt- unum hjá ýmsum félagasamtökum hér í bænum. Þaö stendur nú fyrir dyrum árhátíð hjá Lions. Hún er svo fjölmenn að hún kemst hvergi fyrir hér á Króknum þannig aö hún verð- ur haldin í Miðgarði. Eg hef verið að æfa einsöng, tvísöng, þrísöng og kvartett fyrir hátíðina. Þarna spila ég ýmist undir á nikkuna eða píanó. Mér hefur samt aldrei dottið í hug ‘að gera þetta að aðalatvinnu. Ég yrði vitlaus aö bíða aha vikuna eftir helg- arvinnunni. Það væri voðalegt," segir Geirmundur Valtýsson og lýk- ur viðtalinu með þeim órðum. Hann þarf að sinna hestum sínum og um leið og hann snarast inn í jeppann kveður hann með oröunum: „Við sjáumst eftir keppnina í Dublin." DV- mönnum gefst ekki tækifæri til að segja meira en eitt „nú“ og hann er þotinn inn að Geirmundarstöðum þar sem „nokkrir" hestar bíða eftir kvöldgjöfinni. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.