Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Side 33
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
45
Islensk tunga
V áleg tíðindi og nokkur nýyrði
Eins og allri þjóðinni er kunnugt
þá tefldi Jóhann Hjartarson einvígi
við Kortsnoj í Kanada fyrir
skemmstu. Allt gekk eins og í sögu
framan af og þjóðin varð afskap-
lega kát. En þá tapaði Jóhann ailt
í einu skák. Þetta var óttalegt at-
hugunarleysi hjá manninum,
honum átti að vera löngu ljóst að
íslenskir skákmenn tapa ekki fyrir
útlenskum skákmönnum.
Viðbrögð létu ekki á sér standa.
Þeir sem voru búnir að birgja sig
upp af’brennivíni til að halda sigur-
hátíö gátu að vísu skolað niður
drykknum en af allt öðru tilefni.
Frétta- og blaðamenn létu heldur
ekki sitt eftir liggja og var helst á
þeim að heyra að Jóhann hefði
svikist illilega aftan að þjóð
sinni.
í ríkissjónvarpinu mátti sjá döp-
ur andlit og sorgmædd og alvarleg-
ar raddir hrópa hástemmd orð. Þar
mátti meðal annars heyra talað um
reiðarslag og váleg tíðindi.
Auðvitað var það leiðinlegt að
Jóhann skyldi tapa skákinni en ég
held að ofmælt sé að tala um reiðar-
slag og váleg tiðindi. Orðið reiðar-
slag getur þýtt mjög þungt áfall og
váleg tíðindi eru mjög illar fréttir.
Þetta eru orð sem vel má nota við
mannsmorð og náttúruhamfarir og
það þegar menn fara að gera stríð
en varla um tap í skák; jafnvel þótt
um sé aö ræða íslenskt tap.
Nokkurný orð
Stundum kemur það fyrir aö
finna þarf ný orð af því að heimur-
inn stendur ekki kyrr en er í sí-
felldri þróun.
Eitt orð heyrði ég um daginn haft
yflr þá eiginmenn sem berja eigin-
konur sínar að staðaldri. Það er
oröið heimilisboxari. Mér er á hinn
bóginn ókunnugt um hvort það
notast einnig yfir eiginkonur sem
berja eiginmenn sína.
Hitt er orðið leiðbeinandi. Það er
reyndar ekki alveg nýtt en er haft
yflr þá sem stunda kennslustörf án
þess að hafa til þess tilskilin rétt-
indi. Sumir, sem hingað til hafa
verið kallaðir kennarar og heita
nú leiðbeinendur, eru að vonum
fúlir og kannski ekki síst af því að
þeir hafa lakara kaup fyrir bragð-
ið.
Einn leiðbeinandi kom til mín um
daginn og bar sig aumlega. Hann
vildi frekar kalla sig leiðbeininga-
mann og jafnvel að skrifa það
svona: (leið)beiningamaður til að
undirstrika „launalega sérstöðu
sína“ eins og það er stundum kall-
að.
Síðan spurði hann mig af hverju
réttindalausir skólastjórar mættu
kalla sig skólastjóra og bað mig um
að stinga upp á einhverju viðeig-
andi heiti.
I ríkissjónvarpinu mátti sjá döpur andlit og sorgmædd og alvarlegar raddir hrópa hástemmd orð.
Islensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
Og mér datt i hug að kalla rétt-
indalausa skólastjóra leiðtoga.
Ný merking?
Fyrirsagnir dagblaða eru oft
skemmtilegar. Ein blasti við mér á
forsíðu Þjóðviljans fóstudaginn 29.
janúar sl. Þar stóð: Sparifjáreig-
endur Þriggja miljarða bankarán.
Og þótt mér þá vera fokiö í flest
skjól ef sparifjáreigendur gerðust
bankaræningjar því það gefur
augaleið að þeir væru þá að stela
eigin fé. En svo las ég greinina
undir fyrirsögninni og þar kom í
ljós að þessu var öfugt farið. Bank-
arnir höföu stoliö fé sparifjáreig-
enda.
í fyrirsögninni er orðið bankarán
ekki notað í merkingunni að ræna
banka, eins og venjulegast er, held-
ur í hinni, að bankarnir steli því
fé sem þar er geymt.
Ég varð því glaður að þessi fyrir-
sögn boðaði engar breytingar á
siðferði þjóðarinnar en staðfesti
þvert á móti þá gömlu reglu að
sumir mega stela en aðrir ekki.
Vísnaþáttur
Gluggað í vísnasafn Theodóru Thoroddsen
Einn þeirra manna, sem segja má
að einna mest heíöu saman við
Þórberg Þórðarsson að sælda um
fyrri hluta áratugarins þriðja, var
Jón Thoroddsen yngri, sonur
þeirra Skúla og Theodóru. Hann
þótti um margt eitt af glæsilegustu
börnum þeirra hjóna, hafði farið
inn á nýjar brautir í skáldskap og
talinn hklegt foringjaefni fyrir Al-
þýðuflokkinn við hlið þeirra
Héðins Valdimarssonar og Harald-
ar Guðmundssonar. Þeir Þórberg-
ur höíðu unnið saman að
þýðingum austrænna guðspekirita.
Jón var lögfræðingur og í stað hans
kom Stefán Jóhann Stefánsson í
forystu jafnaðarmanna er Jón lést
með slysalegum hætti í Kaup-
mannahöfn um áramótin 1924-25.
Þessi fregn barst fljótt til Vestur-
íslendinga og Guttormur J. Gutt-
ormsson orti:
Laufgrein brotin er nú af
íslands skáldameiði.
Ég fmn ilminn ýfir haf
upp af hennar leiði.
Tómas Guðmundsson, vinur Jóns,
orti eitt af sínum snjöllustu kvæð-
um og fegurstu. Tvær síðustu
ljóðlínurnar eru svona:
„Sem sjálfur Drottinn mildum lóf-
um lyki
um lífsins perlu á gullnu augna-
bliki"
Hjá fámennri þjóð getur ótímabært frá-
fall eins mikils efnismanns orðið
afdrifaríkt. Það sannaðist hér.
Eins og allir vita var frú Theodóra
Thoroddsen, 1863-1952, ágætlegaskáld-
mælt. Hún gekkst hiklaust við smásög-
um sínum og þulum en tækifærisvisur
birti hún i fyrstu í visnaþáttum í Skírni
og lét heita svo að hún hefði safnað
þeim, þær væru eftir ónefndar alþýðu-
konur. Vinurhennar, Sigurður Nordal,
gekk frá Ritsafni frú Theodóru og rit-
aði formála. Þá var hún látin. Bókin
kom út 1960. Má greinilega ráða af orð-
um hans að hann taldi vísumar, sem
hún eignaði konum, flestar eða allar
eftir hana sjálfa.
Ofan úr sveitum
Ofan úr sveitum hét einn þessara
þátta og undirfyrirsögn Nokkrar
stökur ortar af sveitakonum. Hann
hefst á vísu sem kölluð er gömul
staka:
Upp til sveita íslenskt mál
á sér margan braginn.
Raulaðu þá við rokk og nál,
reyndu, það styttir daginn.
Svo er haldið áfram en hugleiðing-
ar fylgja öðru hvoru með frá frú
Theodóru:
Hugans annál enginn veit,
þar ægir svo mörgu saman.
En það, sem enginn annar veit,
er oft vort besta gaman.
Næsta vísan er svona:
Lánið bjarta býr hjá mér,
bifast vart á fótum.
Jón úr Vör
Þó er margt, sem þjóð ei sér,
er þrengir að hjartarótum.
Og svo hver af annarri í líka átt;
Um mig vefur arminn sinn
einhver hulinn leiði.
Eru þetta örlögin,
eða hvað er á seyði?
Enginn festi á fisi og mund,
sem feykist undan vindi.
Það er eins um þessa stund,
hún þurfti að hverfa í skyndi.
Kvennavísur
Lífið ef þig leikur grátt,
láttu vera að kveina,
að hafa um sína harma fátt
hjálpin verður eina.
Held ég litla harmabót,
þá heimur er flár og stríðinn,
að ganga út á gatnamót
og gráta framan í lýðinn.
Það voru einmitt svona vísur sem
sumir héldu að Theodóra ætti
meira í en hún lét uppi.
Hér eru fleiri kveðnar upp á heim-
inn, ef svo má komast að orði:
Sitt af hvoru öfugt er
og ei til lyndisbóta.
En heimurinn þegar hlær við
mér
hans ég reyni að njóta.
Ef hann heimur ygglir sig
og ætlar að kárna gaman,
þá kveð ég hátt um hann og mig
og hlæ að því öllu saman.
Brotinn pottur, budda tóm
og basl er í öllum löndum.
Vo'nbrigði og vesaldóm
veit ég í flestra höndum.
í heiminum er margt til meins,
og mörg er lífsins gáta.
Mér finnst ég stundum ei njóti
neins
nema bara gráta.
Draumvísur
En varla mun þó óhætt að fullyrða
að Theodóra hafi ort allar vísurn-
ar. Sumar þeirra má kannski finna
í öðrum heimildum. Nokkrar voru
þjóðsagnalegs eðlis. Hér eru t.d.
tvær draumvisur:
Þorvaldur prestur Björnsson, er
síðast hélt Mel í Húnaþingi,
drukknaði þaðan laust eftir síðustu
aldamót með þeim hætti að hann
féll niður um ís að nóttu til. Þá hina
sömu nótt og slysiö bar til dreymdi
bónda þar nyrðra að prestur legðist
á glugga hjá sér og kvæði:
Er á ferðum engin töf,
ekki er gott að skilja.
Sigli ég yfir sollin höf,
svöl er næturkylja.
Djúpum ofar hættu hyl,
hlaðinn þungum vanda,
samt ég horfi sjónum til
sólar fegri landa.
Á öðrum stað er þetta:
í óprentuöu handriti eftir Gísla
sagnfræðing Konráösson er þess
getið að mann norður á Ströndum,
Tómas að nafni, „dreymdi að mað-
ur kæmi að sér um nótt og kvæði
vísu þessa:
Best er að leggja brekin af
og bera vel raunir harðar.
Nú er meira en hálfsótt haf
heim til sælujarðar.
Nam Tómas vísuna og sagði frá
henni er hann vaknaði." Næsta dag
eftir varð hann bráðkvaddur.
Þessar síðustu þrjár vísur eru í
þætti sem frú Theodóra birti í
Skírni og kallaði Draumvísur.
Utanáskrift: Jón úr Vör
Fannborg 7
Kópavogi