Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Síða 36
48 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Timman marði Salov en -4 Speelman fór létt með Seirawan - af öðrum einvígjum í St. John Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan lýsti þvi yfir skömmu fyrir áskorendaeinvígin í Saint John í Kanada að hann ætl- aði sér að verða næsti heimsmeist- ari í skák. Samt fór það svo að enginn beið meira afhroð en hann. Enski stórmeistarinn Jonathan Speelman - mikill flækju- og fléttu- meistari - náöi af honum fjórum vinningum á meðan Seirawan fékk aðeins einn. Þetta voru óvæntustu úrslitin í einvígjunum. Speelman er nýgræð- ingur í heimsmeistarakeppninni en stjarna hans hefur hækkað ört á lofti síðustu mánuðina - samhliða velgengni Jóhanns Hjartarsonar. Hann varð langefstur á breska meistaramótinu í fyrra; sigraði síð- an ásamt Kortsnoj á alþjóðamóti í Beersheva og varð efstur ásamt landa sínum Short og Ungverjan- um Sax á millisvæðamótinu í Subotica í Júgóslavíu. Speelman vakti mikla athygh í St. John enda maður eigi venjuleg- ur á velli. Hann er renglulegur og hárprúður og klæöist gjarnan snjáðum gallabuxum og háskóla- bol. Þar eð mótshaldarar höfðu brýnt fyrir keppendum að vera sæmilega til fara tók hann fram gömlu jakkafötin sín sem voru þó löngu búin að syngja sitt síðasta að sögn sjónarvotta. Speelman er afar nærsýnn og ber af þeim sökum hnausþykk gleraugu. Hann vakti kátínu í St. John er hann arkaði um sviðið milli leikja og lenti hvað eftir annað í árekstri viö pálmatré. Speelman er ekki síður sérkenni- legur í hátt en útliti. Hann er grænmetisæta og hefur yndi af því að maulá hnetur uppi á hótelher- bergi sínu milh skáka. Stærðfræð- ingur er hann að mennt og engan mann hef ég séð fljótari að leggja Eftir fimm jafntefii í röð tókst Jan Timman loks að vinna skák af Salov og gera út um einvígið. Skák Jón L. Árriason saman tölur í huganum. Svo lumar hann á ýmsum skemmtilegum for- múlum. „Hvaða mánaðardag og ár ertu fæddur?” spurði hann ein- hverju sinni og er hann fékk svarið var hann ekki lengi að finna út að þá hefði verið sunnudagur. Reiknihæfileikar hans njóta sín vel í skákinni og ímyndunaraflið er meira en gengur og gerist meðal skákmanna. Skákir hans vilja því oft verða sérlega skemmtilegar - stundum þannig að enginn veit hvað snýr upp og hvað niður. Seirawan vill hins vegar gjarnan hafa sitt á þurru og sennilega er erfitt að hitta á tvo menn sem hafa jafnólíkan skákstíl og þeir tveir. Úrslitin, 4-1, sýna vel að Seiraw- an fékk engan frið fyrir fínlegan stöðubaráttustíl sinn. Sífellt var eitthvað óvænt að gerast á borðinu, eins og gjarnan er Speelman er annars vegar. Skákirnar voru flest- ar útkljáðar í miklu tímahraki. Á því svelli var Speelman sterkari. Skoðum 5. skák einvígisins sem jafnframt varð sú síðasta. Staðan var 3-1 Speelman í vil og honum nægði því jafntefli til að sigra í ein- víginu. Samt fór það svo að tafl- borðið lék á reiðiskjálfi. Speelman geystist fram á drottningarvæng, skipti svo yfir á kóngsvænginn og eftir mistök Seirawans náði hann að höggva í varnarmúr kóngsins. Hvítt: Jonathan Speelman Svart: Yasser Seirawan Hollensk vörn. 1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 e6 4. e3 f5 5. Be2 RfS 6. 0-6 Bd6 7. b3 De7 8. Bb2 Rbd7 9. Re5 0-0 10. Rd2 g5 Ljóst er af öllu að svartur er að tefla til vinnings. Hann beitir hvassri uppbyggingu og ætlar sér að leggja í stórsókn á kóngsvængn- um. En sókn þessi verður aldrei nema hjóm eitt. Með næsta leik nær Speelman að treysta stöðu sína á miðborðinu. 11. f4! gxf4 12. exf4 Re413. Rxe4 fxe4 14. Dd2 Rf6 15. c5 Bc7 16. b4 Bd7 17. a4 Re8 Nú liggur beint við að leika 18. b5 og reyna að opna línur á drottn- ingarvæng þar sem yfirburðir hvíts í rými eru augljósir. En þessi sókn er ekki ýkja hættuleg. Því grípur Speelman til laglegrar til- færslu og reynir að hindra að svartur nái að fóta sig á kóngsvæng með Rg7-f5 sem fyrir honum vakti með síðasta leik. 18. Ha3! Rg7 19. Hh3! Be8 20. Bc3 Bg6 21. g4 Hvítur teflir glannalega á báðum vængjum, einkum ef haft er í huga að honum nægir jafntfefli í skák- inni. Þessi leikur er sjálfsagt nauðsynlegur til að taka f5-reitinn af svörtu mönnunum en nú upp- hefjast miklar flækjur. 21. - Bxe5 22. dxe5 h5! 23. f5! exf5 24. gxh5 e3? Betra er 24. - Bh7 sem hvitur svarar trúlega með 25. e6!? með afar óljósu tafli. 25. Dxe3 f4 26. Hxf4 Be4 27. e6 Rf5 Peðsfórnir svarts miðuðust að því að gefa léttu mönnunum góða reiti en í tímahrakinu gætir Seirawan ekki að öryggi kóngsins. 28. Hxf5! Hxf5 29. Dh6 Hótar 30. Dh8 mát. Ef 30. - Dh7 þá 31. Hg3 + og mátar og 30. - Dg5+ er refsað með 31. Hg3! og leppar drottninguna. 29. - Hg5+ 30. Hg3 Hxg3+ 31. hxg3 Dh7 32. Df6! Mun sterkara en 32. Dg5+ Kf8. Svarta staðan er töpuð því að 32. - HfB strandar á 33. Dg5+ og nú á kóngurinn ekki flóttareit. 32. - He8 33. Be5 He7 34. Dg5+ Kf8 35. Bd6 - Og Seirawan gafst upp. Skyldi Timman takast það? Hollendingurinn Jan Timman hefur verið seinheppinn í heims- meistarakeppninni. Oftast hefur hann verið langt frá sínu besta á millisvæðamótunum og ekki kom- ist áfram eða honum hefur verið slátrað á fyrstu stigum áskorenda- einvígjanna. Hann þótti sigur- stranglegri gegn Sovétmanninum Valery Salov í St. John en þó höfðu spámenn fyrirvara á, bæði minn- ugir fyrri reynslu Timmans og eins töldu margir Salov til alls líklegan. Hann er jafnaldri Jóhanns og deildi með honum sigrinum á milli- svæðamótinu í Szirak. Byriun einvígisins benti til þess að Timman ætlaði enn á ný að bregðast aðdáendum sínum. Hann byijaði á því að ruglast heiftarlega í ríminu og var nærri kominn til St. Johns á Nýfundnalandi í stað St. John í Kanada, þar sem Salov beið hans. Síðan missti hann af vinningsleið í fyrstu skákinni og þótti einnig hafa átt mun vænlegri stöðu í 2. skákinni. Báðum þessum skákum lauk með jafntefli. . Á ýmsu gekk í næstu skákum en ávalit skildu þeir félagar jafnir. Eftir fimm jafntefli dró loks til tíð- Sveit flugleiða Reykj avíkunneistaii Sveit Flugleiða sigraði með yfir- burðum í úrslitakeppni Reykjavík- urmótsins í bridge sem haldið var um síðustu helgi. Fjórar sveitir spiluðu í undanúr- slitum og fóru leikar svo að sveit Flugleiða sigraði sveit Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans og sveit Pólaris sigraði sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar. Sveitir Flugleiða og Pólaris mætt- ust síðan í 64 spila úrslitaleik sem var nokkuð jafn framan af. En fljót- lega í þriðju lotu tóku Flugleiðir afgerandi forystu og vendipunktur- inn var eftirfarandi spil. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 2. febrúar lauk sveita- keppni félagsins með sigri sveitar Hjördisar Eyþórsdóttur. Auk fyrir- liðans spiluðu Anton R. Sigurðsson, Friðjón Þórðarson, Baldur Árnason, Rúnar Lárusson og Gestur Jónsson. Sveit 1 Hjördísar Eyþórsdóttur stig 170 2 Jörundar Þórðarsonar 165 3 Jóhanns Gestssonar 164 4 Sigmars Jónssonar 147 5 Friðriks Indriðasonar 133 6 Árna Loftssonar 126 Þriðjudaginn 9. febrúar hefst flög- urra kvölda „Butler". Þátttaka tilkynnist Sigmari í síma 687070 eða 35271, og Hjálmtý í síma 77057 eða 26877. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. S/A-V * G987542 V- ♦ 4 + ÁK763 ♦ ÁK3 VKDG ♦ ÁK9765 + 10 *10 VÁ108 ♦ D1032 + DG842 *D6 V9765432 ♦ G8 + 95 í lokaða salnum sátu n-s Jón Bald- ursson og Valur Sigurðsson en a-v Guðmundur Páll Arnarson og Símon Símonarson. Sagnserían var fekar skrautleg: Suður Vestur Norður Austu: 2T 2S 2G dobl 3H 4S - 5H dobl pass pass redobl pass pass 5S dobl pass pass pass Jón spilaði út hjartakóng og Bridge Stefán Giiðjohnsen Suður tók sér langan umhugsunar- frest áður en hann sagði pass. Á meðan benti bridgeskýrandinn, Hjalti Elíasson, áhorfendum á að Aðalsteinn væri ekki þekktur að miklu ístöðuleysi í sögnum og hann hefði jú sagt einum spaða meira en hann þurfti. Það benti til þess að hann vildi láta dobla sig og ef and- stæðingarnir vildu láta dobla sig þá væri ráðlegra að segja einum hærra. Það kom áhorfendum því mjög á óvart þegar Þorlákur valdi að segja pass. En meiri tíðindi voru í vændum. Sævar vissi lítið um sjölit suðurs og spilaði því eðlilega út hjartakóng. Aðalsteinn drap feginn á ásinn og kastaði tígli að heiman. Síðan kom með slapp Símon með einn ríiður. Það vorú 200 til Flugleiða. Á sýningartöflunni sátu n-s Sævar Þorbjömsson og Þorlákur Jónsson en a-v Sigurður Sverrisson og Aðal- steinn Jörgensen. Áhorfendur trúðu varla sínum eig- in augum: Suður Vestur Norður Austur pass pass 2L pass 2T 3S dobl pass pass! pass spaðatía sem Sævar drap með kóng. Meðan Sævar hugsaði næsta útspil sáu áhorfendur fyrir sér framhaldið. Aðalsteinn myndi eiga næsta slag, spila þá spaðagosa, sem Sævar myndi drepa með ás, meðan drottn- ing suðurs félli dauð. Sævar Spilaði nú tígulás, Aðal- steinn trompaði og spilaði spaðagosa. Og áhorfendur voru sannspáir, Sæv- ar drap með ás, fimm unnir og 1130 í viðbót til sveitar Flugleiða sem græddi 16 impa. Bridgesveit Flugleiða, Reykjavíkurmeistari 1988. Frá vinstri Valur Sigurðs- son, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Ragnar Magnússon að skoða eitt sveifluspilið í úrslitaleiknum. Sigurður Sverrisson í vinstra horninu. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.