Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 5 1= Fréttir Böðvar Bragason: Lögreglan hefur fylgst með Magnúsi Böðvar Bragason lögreglsutjóri sagði í samtali við DV í morgun að lögreglan hefði fylgst með Magnúsi Skarphéðinssyni hvalafriðunar- mánni. Hann neitaði að lögreglan hefði hlerað síma og opnað póst til Magnúsar eða annnara hvalafriöun- armanna. í nýjasta tölublaði Þjóðlífs er sagt frá því að hvalafriðunarmaður hafi orðið fyrir njósnum lögreglu og að sími hafi verið hleraður og póstur opnaður. Magnús Skarphéðinsson sagði við DV að hann vissi að þetta væri rétt. Hann vildi ekki segja til um hvaða hvalafriðunarmaður hefði orðið fyr- ir þessu. Hann hvorki neitaði né játaði að hann væri umræddur hvalafriðunarmaður. Böðvar Bragason sagði það af og frá að lögreglan hefði látið hlera síma og opna póst. Böðvar sagðist ekkert geta sagt um hvort einhverjir aðrir stunduðu slíkt, en lögreglan í Reykjavík hefði ekki gripið til þess- ara ráða. -sme Vestmannaeyjar: Loðnuafli kominn í 55 þúsund tonn - frysting hefst á mánu- dag Ómar Garðaisson, DV, Vestmaimaeyjum; Samkvæmt upplýsingum frétta- manns þá mun loðnuafli hér í Vestmannaeyjum vera kominn í um 55 þúsund tonn og skiptist hann nokkuð jafnt milli loönubræðslanna hér, Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, FES, og Fiskimjöls- verksmiðju Vestmannaeyja, FIVE. Þó mun FIVE hafa vinninginn en þar voru komin 30 þúsund tonn á mið- vikudaginn. Það er reiknað með því að loðnu- frysting fari hér í gang á mánudag- inn. Samningar við Japani hafa gengið treglega þannig að talsverð óvissa ríkir um þá eins og er. Nýja postulakirkjan á Islandi auglýsir guös- þjónustu á morgun, sunnudag, kl. 11.00. Þú er hjartanlega vel- kominn. Nýja postulakirkjan Háaleitisbraut 58-60 (2. hæð) Miðbær Unnið við laxinn i húsnæði ísfélagsins. DV-mynd Ómar Laxarækt í Vestmannaeyjum: Hefurfariðfram úr björtustu vonum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Laxaslátrun hófst fyrir skömmu í Vestmannaeyjum en laxinn er tek- inn úr eldisbúrum fiskeldisstöðvar- innar ísnó h/f. Þau eru í Klettsvík en þar-hófst laxarækt fyrir rúmlega ári. Fiskurinn hefur dafnað vel í búr- unum og vaxtarhraöinn farið fram úr björtustu vonum manna. Við laxaslátrunina er unnið tvo daga í viku hverri og hefur allt geng- ið mjög vel. Hiti hér í vetur og þó sérstaklega í fyrravetur var nægur í sjónum til þess aö viðhalda góðum vaxtarhraða og fór raunar fram úr björtustu vonum. Við laxinn hafa orðið vinnu 6-8 manns hér í Vest- mannaeyjum og þykir góð búbót. Búið er aö koma upp aðstöðu í húsnæði ísfélagsins, sem er hluthafi í ísnó, og þar er laxinn gerður klár á markaði erlendis, fluttur ferskur ' þangað. Láttu drauminn um luxusferdina rætast Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Um páskana liggurleiðin til Thailands, í sautján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allan tímann! FlogiðverðurtilKaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gistí fjórarnæturá The Ambassador Bangkok, lúxushóteli í hjarta borgarinnar. Boðið verðurupp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fljótandi markað, krókódílabúgarð og í konungshöllina. Við fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 1. apríl fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þar er dvalið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Dusit Inn, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjóð I gerólíkri rnynd. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 8 nætur á hinu glæsilega Royal Cliff lúxushóteli. Enn er boðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekiðþað rólega á gullinni ströndinni og notið fflisas hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag ermeð ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú getur meira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. íþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega -þú lofarþér örugglega að fara einhverntímann afturi aðeinskr. 79.800r Miðað við gistingu í 2ja manna herbergi og staðgreiðslu. Innifalið í verði erflug, íslensk fararstjórn og allur akstur í Thailandi. Aukagjaldfyrireinbýli, kr. 12.900.- veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Brottför:27. mars. Heimkoma: 12. apríl. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Hægt er að framlengja dvöl í Kaupmannahöfn, Bangkok ogPattaya. Veður er ákjósaniegt á þessum tíma, Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 ■ Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-2-72 00. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.