Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 9
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Olafur Þ. Þórðarson - „Eg hef ekki beitt málþófi í bjórmálinu.“ DV-mynd KAE irnar eru mótaðar af áróðrinum en það kann að snúast við.“ - Þú neitar að þið andstæðingar málsins beitið málþófl og reynið að tefja málið. Samt stóðst þú á mið- vikudaginn fyrir orðaskaki út af þingsköpum þegar átti aö ræða mál- ið. Er þetta ekki málþóí? „Það var leiðinlegt þetta atvik sem gerðist þá og þingskapaumræðan spannst af. Meinið var það aö svo virtist að það væri vegna þess að klukkan væri fimm að ég vildi ekki áfram. Ég lýsti þá yfir við forseta að ég væri reiðubúinn að tala. Þetta er skjalfest. Hins vegar spurði ég for- seta að því fyrr um daginn, vegna þess að ég hafði áhuga á að ganga frá ákveðnum hlutum í samráði við aðra aðila, hvað þingfundur yrði langur. Mér var sagt að hann stæði til fimm. Þá sammæltist ég við aðra um ákveð- ið verk sem ég var að fara að vinna. Argur út í forseta Ég var argur mjög yfir aö ekki væri hægt að treysta forseta í þessum efnum. Við þingmenn sátum hér milli jóla og nýárs að vilja forseta og ég skorast ekki undan að sitja kvöld- fundi. En mér finnst það líka mannréttindamál mitt sem þingmað- ur að ég geti treyst orðum forseta og hafi vissu fyrir því að ég fái tíma fyrir mig. Við skulum örlítið átta okkur á stöðunni. Það er enn nægur tími til að klára þessa umræðu. Forseti neðri deildar getur haldið kvöldfund hve- nær sem hann vill og klárað umræðuna. Það strandar ekki á mér. Hinum var líka í lófa lagið að flytja breytingartillögur við frumvarpið og koma þannig í veg fyrir að það færi aftur til nefndar. Þeir höfðu meiri- lilutann til þess. Bjórinn hefur alltaf fallið hér í þinginu vegna þess að það hefur ekki verð samstaða milli þing- manna sem vilja bjórinn um af- greiðsluna. Málið hefur ekki strandað vegna þess að við andstæð- ingar málsins höfum staðið í vegi fyrir því. Þetta mál fer til atkvæða hér í neðri deild. Það má treysta því." Hverjir eru sérfræðingar? - Nú gengur bjórmálið þvert á allar flokkslínur og bæði framsókn- armenn og sjálfstæðismenn komnir í hár saman. Stafar þetta af mismun- andi íhaldssemi í flokkunum eða hvað? „Ég held að þetta mál geti aldrei skipt mönnum í stjórnmálaflokka. Það eru ólík viðhorf til þess í öllum flokkum. Menn vilja ekki nema fáir hlusta á að einn eða neinn geti verið sérfræðingur í þessu máli. Læknarn- ir, sem skrifa undir áskorunina, eru ef til vill búnir að kynna sér þetta mál meira en aðrir. Ég er þó ekki viss um að tannlækn- ar eða augnlæknar, svo ég nefni dæmi, þuríi endilega að vera svo vel að sér um áfengismál þótt þeir geti vissulega verið það. Ég tel að sumir menn séu sérfræðingar á þessu sviði. Það eru þeir menn sem hafa unnið að þessum málurii hvort sem það eru læknar hjá SÁÁ eða læknar á Kleppi þar sem áfengissjúklingar koma." - Þú kallar sem sagt þá sem eru á móti sérfræðinga? „Ég er að segja það aö starfs- reynsla geðlæknisins á Borgarspítal- anum, sem hefur skrifað mikla grein um þetta mál, hlýtur að hafa meira um málið að segja en skoðun læknis sem hefur ekki komið nærri því. Ég veit að vísu ekki hvernig störfum er skipt með geðlæknum á spítölunum en ég geri ráð fyrir að hann tali af reynslu." Gæti orðið kosningamál - Verður bjórinn samþykktur í vor? „Það veit ég ekki en verði meiri- hluti fyrir því að leyfa bjór þá verður ekki gerð tilraun til að breyta slíku fyrr en eftir næstu kosningar." - Gæti bjórinn þá orðið kosninga- mál ef hann verður samþvkktur? „Það færi eftir hver reynslan yrði." - Nú virðist oft sem þið séuð með andstöðu ykkar að verja vígi og mál- ið sé endanlega tapaö ef vígið fellur einu sinni. Bindið þið einhverjar vonir við endurskoðun? „Málið er ekki svona einfalt. í Sví- þjóð hefur bjórinn lengi verið átaka- mál og þar hefur verið hlaupið frá einni reglunni til annarrar. En þegar menn segja að það sé verið að verja ákveðið vígi þá eru íslendingar aö sumu leyti vegna legu sinnar betur í stakk búnir til að hafa stjórn á sín- um málum heldur en ýmsar aðrar þjóöir. Mér finnst að þessi þjóð hafi frá seinustu aldamótum lifað sigur- göngu í uppbyggingu þessa lands. Viö voru heilli öld á eftir nágrönnum okkar að komast út úr barnadauðan- um. Við nálgumst stöðugt að geta staðið jafnfætis þessum þjóðum á flestum sviðum og á sumum sviðum eru viö komnir lengra. Allt sem veik- ir þessa þjóð er að mínu viti mistök. Við erum oft spuröir af hverju við séum á móti veikustu áfengistegund- inni þegar vitað eru að hinar eru skaðlegri. Sem betur fer er stærð- fræðikennsla á íslandi í þó nokkuð góðu lagi og allir sem komnir eru upp úr grunnskóla ættu að vita hvernig á að fara að því að gera sterkari drykki veika," sagði Ólafur Þ. Þórð- arson. -GK EGiLL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 Jeep TIL SÖLU Cherokee Chief árg. 1987, 5 dyra, rauður, 6 cyl., 4.0 I, 173 ha vél, 5 gíra. Cherokee Pioneer árg. 1987, 5 dyra, rauð- ur, 4ra cyl., 2.5 I, 121 ha vél. Wagoneer Limited árg. 1985, 5 dyra, 6 cyl., sjálfskiptur og m/öllu. Jeep Eagle stw. árg. 1987, 5 dyra, 6 cyl., 4.2 I vél, litur hvítur/brúnn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.