Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 15
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
15
I Landinu helga
í sjónvarpsfréttum aö undanf-
örnu hefur það verið nær daglegur
viðburður að sjá unga Palestínu-
menn vera ofurliði borna af ísra-
elskum hermönnum. Arabarnir
sveija sig í ætt við Davíð forðum
og stunda grjótkast gegn Golíat.
Umheimurinn horfir á þessa at-
burði og veltir því fyrir sér hvort
leikar fari á sömu lund og forðum
þegar Davíö hafði betur. Samúðin
ær að minnsta kosti með Palestínu-
aröbunum í augnablikinu og
ísraelsmenn eru fordæmdir um
heim allan fyrir yfirgang og hrotta-
skap gagnvart lítilmagnanum.
Gagnrýnin er því viðkvæmari og
beittari að gyðingar eru sakaðir um
sams konar gestapóaðferðir og þeir
sjáifir voru beittir á tímum nasis-
tanna. Þá svíður undan slíkum
ásökunum, enda kaldhæðni ef rétt
er. Gyðingar hafa mátt þola ofbeldi
og úskúfun hvar sem þeir hafa stig-
ið niður fæti. Þeir hafa veriö
landflótta þjóð frá því fyrir daga
Krists og heggur sá er hlífa skyldi
þegar nú sést til ísraelsmanna
lemja á landlausum og hröktum
Palestínumönnum. Ekki er það
gott til afspurnar og ljóst er
aö það er af sem áður var þeg-
ar samúðin var þeirra megin og
ísrael var í hlutverki minnimáttar
í átökunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Sjötíu Palestínumenn hafa verið
skotnir eða barðir til bana undan-
farnar vikur, flestir hverjir á unga
aldri. Á'hverjum degi berast fréttir
af uppþotum á herteknu svæöun-
um. Israelskir hermenn grafa
óróaseggina lifandi og nýjasta frétt-
in er sú að þrettán ára stúlka hafi
látist af völdum skotsára. Utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna er
kominn á vettvang og mun það
sjálfagt í fyrsta skipti sem hann
hefur það erindi að halda aftur af
ísraelsmönnum og bera blak af
Palestínumönnum. Öðruvísi mér
áður brá.
Hvað hefur breyst? Hvað er það
sem veldur því að Palestínumenn
erú nú allt í einu orðnir góðu börn-
in í augum umheimsins, mennirnir
sem hafa farið með hermdarverk-
um, flugvélaránum og fjöldamorð-
um um heimsbyggðina og ógnað
friðsömu fólki? Meira að segja Ara-
fat hefur verið tekinn í sátt og fer
sem friðarengill um fjölmiðlana til
að útmála ofsóknir á hendur sér
og sínum. Arabarnir töpuðu stríð-
unum gegn ísraelsmönnunum en
þeir virðast vera að vinna friðinn.
Israel á undir högg að sækja.
Þjóð Davíðs og Salómons
Ég lagði leið mína til ísraels í síð-
ústu viku: vildi sjá og heyra
atburðina, þefa af andrúmsloftinu,
gera mér far um að skilja ástandið
í þessari eilífu púðurtunnu sem nú
sýnist vera að springa í loft upp.
En fyrst er rétt að hafa nokkra
sögulega upprifjun enda veröa nú-
tímaatburðir á þessum slóðum
ekki skildir öðruvísi. Það er ekki
nýtt að barist sé um yfirráö fyrir
botni Miðjarðarhafs. Mannkyns-
sagan greinir frá landvinningum
Assyríumanna, Grikkja, Róm-
verja, Tyrkja og Englendinga, svo
einhverjir séu taldir. Um aldir og
aldaraðir drottnuðu erlend stór-
veldi yfir skrælnuðum og sólbök-
uöum eyðimörkum Golanhæðanna
og Sinaiskagans og alls þar á milli
og þar má sjá menjar herskara og
höfðingja. í hveiju fótmáli getur að
líta þúsund ára fornleifar og hvergi
er skóflu stungið í jörðu niður
öðruvísi en undir liggi söguleg
verðmæti um löngu liðna tíma -
jafnvel heilu borgirnar.
En meöan fiarlæg stórveldi bitust
um yfirráðin bjó þar og brauðfædd-
ist þjóð Gyðinga, þjóð Davíðs og
Salómons konungs og gætti hjarða
sinna með ^eirri þolinmæði og
þrautseigju sem kúgaðri þjóö er
gefin. Þannig vísa gyöingar til þess
að þeir séu ekki að taka landið frá
einum né neinum þótt þeir í ald-
anna rás hafi verið hraktir burt á
flótta undan tortímingu sinni. Þeir
minna á að Palestína er seinni tíma
heiti, dregið af filisteum sem sett-
ust að löngú eftir daga Gyðinganna,
svo ekki sé nú minnst á þá kenn-
ingu að ísrael sé fyrirheitna landið
samkvæmt forskrift guðlegrar for-
sjónar.
Gyðingar mótmæla ekki þeirri
staðreynd að bedúínar, múslímar
og aðrir þjóðflokkar araba hafi
einnig tekið sér bólfestu á sömu
slóðum en í þeirra augum er það
pólitísk sögufölsun þegar því er
haldiðfram að Palestínumenn eigi
tilkall til yfirráða í ísrael. Undir
það má taka þótt enginn neiti því
hins vegar að Palestínumenn eiga
ekki heldur að vera útlægir í sínu
heimalandi. Engan þarf að undra
þótt þeir uni því illa að sitja í flótta-
mannabúðum um aldur ogævi. Þar
er aftur á móti ekki eingöngu við
ísraelsmenn að sakast. Eftir lok
síðari heimsstyrjaldarinnar var
gerö alþjóðleg sátt um það í nafni
Sameinuðu þjóðanna aö gyðingar
fengju sitt fyrirheitna land afhent
og Ísraelsríki, formlegt og full-
valda, var stofnað 1948.
Sambýlið við arabana
Þessa þjóðarsátt viðurkenndu
arabaþjóöirnar aldrei og lýstu
strax stríði á hendur ísrael. í stuttri
sögu ísraels hafa fiögur stríð verið
háð. Frægast þeirra er sex daga
stríðið 1967 þegar allur samanlagð-
ur arabaheimurinn hugðist reka
ísraelsmenn í hafið. Þeir reyndust
árásinni viðbúnir, sneru vörn í
sókn og færðu út landamæri sín
svo þeir þyrftu ekki að ganga til
náða á kvöldin með gapandi byssu-
kjaftana í sjónmáli. Það er um þá
landvinninga sem styrinn stendur.
Á herteknu svæðunum, jafnt^ á
Gaza sem á vesturbakka Jórdán.
búa arabar sem nú eru vel á aðra
milljón. Það er af þessum svæðum
sem fréttir berast af óeirðunum og
eiga þar einkum hlut að máli ungir
Palestínumenn sem rennur blóðið
til skyldúnnar, þekkja ekki fyrri
átök nema af sögunni og hafa vakn-
að til vitundar um frelsi og sjálf-
stæði sinnar eigin þjóðar. Þetta
unga fólk hefur alið allan sinn ald-
ur í flóttamannabúðum. fátækt og
fiötrum allsleysis og berst með
hnúum og hnefum því það hefur
ekki önnur barefli. Þessir ungu
Palestínumenn skeyta skapi sínu á
ísraelsmönnum en reiði þeirri
beinist ekki síður að bræðrum
þeirra í.öðrum arabalöndum sem
hafa látið vanda Palestínumanna
afskiptalausan í tuttugu ár,- Grjótk-
astið á Gazasvæðinu er endurkast
þeirra vonbrigða og beiskju sem
býr með hnípinni og yfirgefinni
þjóð.
í fljótu bragði mætti ætla aö
lausnin væri einfóld: úthluta Gaza-
svæðinu aftur til Palestínumanna,
afhenda þeim vesturbakkann á ný
- klippt og skorið. En málið er ekki
svona einfalt. Það sér maður best
þegar aðstæður eru skoðaðar. ísra-
elsmenn eru líka og engu síður að
berjast fyrir tilveru sinni. Fjórar
milljónir gyðinga búa á litlu land-
svæöi, umkringdir hundraö og
fimmtíu milljónum araba sem
flestir hverjir hafa þá opinberu
stefnu að útrýma Ísraelsríki, hafa
lýst stríði á hendur því og bíða enn
í skotgröfunum eftir tækifæri til
að reka ísraelsmenn aftur í eyði-
merkurgönguna.
Herskáir þjóðernissinnar
ísraelar halda því fram að obbinn
af aröbum innan landamæra ríkis-
ins búi þar í sátt og samlyndi.
Sambýlið sé í öllum aðalatriðum
beggja hagur og arabar njóti fullra
mannréttinda, kosninga- og kjör-
gengis, betra lífsviðurværis og
öryggis. Ég átti þess kost að ræða
við einn ráðherra ísraelsstjórnar,
ísak Modaei, sem segist vera frjáls-
lyndur og flokksbróðir Steingríms
Hermannssonar. Modaei þessi
mundi þó varla plumma sig í ís-
lenska framsóknarflokknum því
hann er herskár hægri maður og
segir sitt hlutverk að halda uppi
lögum og reglu í landinu. Af sann-
færingu fullyrðir hann að óróinn
stafi frá örlitlum minnihlutahópi
öfgamanna á herteknu svæðunum
sem séu verkfæri PLO. fiarstýrðir
fyrir framan sjónvarpsvélarnar.
- Því er heldur ekki að neita að
hvarvetna þar sem ferðast er um
ísrael - austur á Golanhæðum. i
vinjum Galíleu og við eyðimörk
Dauðahafsins - ríkir kristilegt and-
rúmsloft. í Tel Aviv dansar fólk
uppi á borðum og sprangar um
strætin rétt eins og áhvggjulausir
góðborgarar í bílífinu í Evrópu. Á
ytra borðinu. í daglega lífmu. er
Israel á að líta sem menningarlegt.
siðmenntað og friðsamlegt land.
Ferðamenn skírast í Jórdan. píla-
grímar fara með bænir sínar við
Grátmúrinn og gestir ljósmynda
verksummerki sex daga stríðsins
eins og þau séu órafiarlægar forn-
leifar sem séu til vitnis um stríðin
löngu fyrir daga Krists.
Fólk með hlutverk
En ísraelsmenn hafa ekki beðið
aðgerðalausir við bænarstörf. Þeir
ætla sér ekki að fá vfir sig annað
holocaust. Þeir hafa ekki hugsað
sér aðra eyöimerkurgöngu um
heimsbyggðina. Úr öllum áttum,
öllum heimsálfum, streyma gyð-
ingar til síns heimalands. Jafnvel
fólk, sem að langfeðgatali hefur
búið í fiöllum Uruguay, á sléttum
Úkraínu eða á malbikinu í New
York, leggur land undir fót og ge-
rist landnemar á samyrkjubúum
fyrirheitna landsins. í Israel kann
að ríkja ótti gegn óvini en þar býr
líka í hugum fólksins eldur fóður-
landsástar, heitari og sterkari en
annars staðar finnst. Á sínum nýju
landamærum tekur það sér ból-
festu í hráum borgum, byggir yfir
sig í eyðilegum hálöndum og býður
framtíðinni birginn. Fólkið nemur
land með gróðurvæðingu, atvinnu-
uppbyggingu og húsabyggingum og
bannar alla bílaumferð á laugar-
dögum - eins og ekkert sé auðveld-
ara heldur en að stöðva umferðina
í veröldinni þegar því hentar. Það
er hugrekki og einbeitni í þessu
fólki. Þetta er fólk með hlutverk.
Þaö er komið til að vera.
Vel má vera að Shultz telji sig
geta stillt til friðar í ísrael. Vel má
vera að stofuspekingar á Vesturl-
öndum telji sig hafa lausnir á
hverjum fingri. Vel má vera að al-
menningsálitið í heiminum sé
ísraelsmönnum andsnúið og þeir
eigi við ofurefli að etja. En það er
deginum ljósara að enginn mann-
legur máttur, hvað þá hvatvíslegar
alþjóðasamþykktir, fær ísraels-
nienn til að yfirgefa herteknu
svæðin, heimili sín og guðlega til-
vist í Landinu helga. Sú staðreynd
blasir við augum hvar og hvenær
sem er þegar feröast er um þetta
stríðshrjáða land.
Með því er ég ekki að segja að
hlutur Palestínumanna eigi að vera
fyrir borð borinn. Ég er ekki aö
segja að framtíð þeirra bíði í fiótta-
mannabúðum. Ég er einfaldlega að
komast að þeirri niðurstöðu eftir
ferðalag mitt til ísraels að lausnir
vandans liggja ekki á lausu. Hér
er ekki barist um land eða réttindi.
Hér er barist um tilveru upp á líf
eða dauða. Jerúsalem er ekki fól.
Jórdanbakkinn verður ekki vfir-
gefinn meðan óvinurinn liggur i
leyni handan við fljótið og gjörvall-
ur arabaheimurinn gefur gy’ðing-
um engin grið. Fyrr verður barist
til síðasta manns. Gyðingarnir eru
komnir heim.
Ellert B. Schram