Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Michael Douglas - tvær stómiyndir á einu ári „Ég held aö langur timi liði áöur en ég verð frægari en faðir minn,“ segir Michael Douglas, sonur Kirks Douglas og einn umtaiaðasti kvik- myndaleikarinn um þessar mundir. „Við erum reyndar að huga að mynd til að leika saman í,“ bætir Michael við.“ Þetta er leikaraijölskylda og þessa stundina er það sonurinn sem er í sviðsljósinu. Einhver bið verður þó á að mynd þeirra feðga birtist því „við erum ekki sammála um hvor á að leika illmennið", segir Michael. Michael lék á seinasta ári í tveim umtöluöum myndum sem nú eru báðar sýndar í kvikmyndahúsum Reykjavíkur. Þessar tvær eru Hættu- leg kynni sem sýnd er í Háskólabíói og Wall Street sem sýnd er í Bíóborg- inni. Gaukshreiðrið Ferill Michaels er mjög óvenju- legur. Hann varð ekki fyrst þekktur sem leikari heldur framleiðandi og byrjaði þar hreint ekki illa því fyrsta myndin, sem hann framleiddi, var Gaukshreiðrið. Það var árið 1975 og þá þegar fékk Michael að kynnast frægðinni af eigin raun. Myndin fékk slatta af óskarsverðlaunum og var valin besta mynd ársins. Næstu myndir voru The China Syndrom, háalvarleg mynd um kjarnorkuslys, og ævintýramyndirn- ar Romancing the Stone og The Jewvel of the Nile. Hann var fram- leiðandi þessara mynda og lék að auki í þeim. Orðstir hans sem leikara óx þó ekki tiitakanlega með þessum myndum en hann komst með þeim í röð efnilegustu framleiðenda í HoUywood. Það kom því á óvart þegar Oliver Stone valdi Michael í annaö aðal- hlutverk Wall Street. Warren Beatty og Richard Gere komu einnig til álita en fengu ekki. Stone gaf þá skýringu á að hafa valið Michael að hann þekkti heim braskaranna á Wall Street. Því fékk Michael hiutverk Gordons Gekko, mannsins sem hefur auðgast óheyrilega á kauphalla- braski og á sér ekki annan draum en að græða meira. Þeir sem hafa unnið með Douglas bera honum vel söguna. Hann er ákveðinn og hefur skoðanir á því sem hann er að gera. Þetta er ekki ná- ungi sem leikstjórar hafa fengið áhuga á vegna þess að hann lítur vel út og ekki heldur vegna þess að faðir hans er frægur leikari. Hann er fyrst og fremst framleiðandi kvikmynda sem hefur tekið að sér hlutverk í eig- in myndum og annarra. Gekko verður þá svona „Hann hugsar alltaf eins og fram- leiðandi," segir einn af samstarfs- mönnum hans. „Þess vegna þarf aldrei standa í stríði við að fá hann til að gera hlutina rétt. Hann þekkir kvikmyndirnar og veit hvað til þarf.“ Samt eru sögur um að samstarf hans og Olivers Stone hafi ekki geng- ið of vel þegar þeir unnu saman við tökur á Wall Street. Michael var spurður um þetta atriði í viðtahð við Rolling Stone og þar skýrði hann máhð. „Ég hafði mikið að gera þegar tök- ur á myndinni hófust," segir Micha- el. „Við það bættist heilmikil heimavinna vegna myndarinnar. Fyrsta daginn var tekin upp heilmik- il ræða og mér fannst það ganga illa. Ég var óánægður með árangurinn og vildi taka allt aftur. Stone svaraði einfaldlega: „John Ford gerði það aldrei." Ég renndi einu sinni yfir upptök- umar og sá að þetta var ekki svo Michael Dougals. „Faðir minn sagöi að ég yrði ágætis illmenni. slæmt og sagði við Stone: „Gekko verður þá svona, hálfvitinn þinn.“ Sennilega var Stone að herða mig upp fyrir næstu upptökur. Hann vildi hafa mig æstan og er bæði nógu ruddalegur og hreinskilinn til að geta æst hvem mann upp. Ég ber mikla viröingu fyrir Stone og er honum þakklátur fyrir að hafa valið mig í hlutverk Gekkos. Ég skil menn eins og Gekko því ég hef sjálf- ur orðið að berjast fyrir að fá að vinna við kvikmyndir. Ég hef lagt plön sem hafa hrunið og líka náð árangri.“ * Agætis illmenni Til þessa hefur Michael yfirleitt verið í hlutverki hetjunnar, góða gæjans sem á í höggi við illmenni. í Wah Street er hann búinn að skipta um hlutverk. Honum líkar þetta vel og vísar til þess sem faðir hans sagði eitt sinn. „Þú átt eftir að verða góður í hlutverki morðingjans. Þú lítur út fyrir að vera góður í þér en þeir eiga eftir aö komast að þvi aö þú ert ágæt- is illmenni." Gekko á hluthafafundi. ,,Ég var ekki ánægður meö þessa senu,“ segir Michael.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.