Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 23
t LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 23 „Það er mjög erfitt að setja sér að verða rithöfundur eða þýðandi. Ég held að maður veröi að hafa þetta að einhverju leyti í sér. Hins vegar er haégt að þroska þennan hæfi- leika með lestri og námi og þá er reynslan líklega besti skólinn." Vakna upp um nætur „Ég hef aldrei ort mikið,“ segir Ingibjörg þegar hún er spurð út í sambúð rithöfundarins og þýöand- ans Ingibjargar Haraldsdóttur. „Það hafa komið út tvær ljóðabæk- ur eftir mig, nú eru liðin fimm ár frá þeirri síðari og ég á enn ekki nægjanlegt efni í næstu bók. Þetta er ekki endilega Dostojevskí að kenna, en þegar maður er að þýða bækur eins og Fávitann eða Glæp og refsingu heltaka þær mann. Mestallan tímann er ég stödd þarna í Pétursborg. Ég vakna jafnvel upp um nætur með einhver orð á vör- unum sem ég hef verið að leita að í huganum. Það er einhvern veginn ekkert afgangs handa ljóðunum.“ Ingibjörg segist líka ætla að taka sér hlé frá Dostojevskí í bili. „Ein ástæða þess er að ég ætla með fjöl- skylduna í frí til Kúbu í sumar og legg ekki í eitthvert stórt verkefni þetta árið. Þess í stað hef ég verið að fást við skemmtileg smáverk- efni. Ég hef meðal annars verið að þýða Vanja frænda eftir Tsékov fyrir útvarpið og taka saman til- vitnanabók úr íslenskum bók- menntum fvrir Mál og menningu. Þessa dagana er ég að ljúka við þýðingu á Örlagaeggjunum, stuttri skáldsögu eftir Búlgakov." Heimur fullur af andstæðum Þegar Ingibjörg er spurð hvort hún láti sig enn dreyma um kvik- myndagerð segist hún hafa læst þeim dyrum fyrir löngu síðan. „Ég er meira að segjá hætt að fara í bíó. Ég varö allt í einu svo óskap- lega þreytt á kvikmyndum, mér fannst eins og ég væri búin að sjá þetta allt saman. Mig langar hins vegar að þýða meira eftir Dostojevskí, þótt síöar verði. Það er víst þannig með marga þýðendur hans að þegar þeir eru einu sinni byrjaðir geta þeir ekki hætt. Þaö er margt sem heillar þegar Dostojevskí á í hlut,“ bætir hún við og augun verða fjarræn. „Kannski er það þessi heimur, þessi Péturs- borg þarna á 19. öldinni. Hún hefur svo sterkt aðdráttarafl. Á námsár- unum kom ég til Leningrad ogvar þar í eina viku. Þetta er ennþá mjög heillandi borg, full af andstæðum: Hryllingi, fegurðj... öllu.“ Upplausnin höfðar til okkar „Ógleymanlegar persónur Dostojevskís lifa síðan og hrærast í þessum heimi. Þeim er lýst af ein- stakri næmi og dýpt; þær eru sýndar frá öllum hliðum og af- hjúpaðar inn að kviku. Tímarnir sem Dostojevskí lýsir minna mig reyndar á samtíðina. Bændaánauðinni hafði nýlega ver- ið aflétt, menn voru að tala um frelsi og annað slíkt sem þeir vissu ekki mikið hvað var. Andrúmsloft- ið einkenndist af upplausn, það var eins og allt væri að fara úr böndun- um. Mér finnst það sama eiga við um okkar tima. Við vitum ekki hvert við stefnum, hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Ingibjörg tekur þó fyrir að Dostojevskí geti veitt okkur ein- hverja örugga leiðsögn. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neinar lausnir á vandanum, frekar en aðr- ir. En hann getur dýpkað skilning okkar á mannskepnunni. Það er það sem allt snýst um.“ JKH LAUGARDAGUR FRÁ Kl 10 00 SUNNUDAGUR LRA Kl 14 00 MANFREÐ VILHJALMSSON ARKITEKT HAMINGJ UOSKIR 1 YRIR l PAl HUSID! rqxafen - , s I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.