Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 26
26
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Popp
Sinead O’Connor:
Irska
ljónynjan
Undanfarnar vikur hefur mikiö
borið á ungri írskri söngkonu í er-
lendum tónlistarblöðum. Sinead
O’Connor heitir hún og er fædd í
Dyflinni. Fyrir áramót sendi hún frá
sér síná fyrstu breiðskífu, The Lion
and the Cobra, sem fékk fádæma
góðar viðtökur gagnrýnenda beggja
vegna Atlantshafs. Gagnrýnandi
Billboard fullyrti það að svipuð upp-
lifun væri að heyra í Sinead og þegar
hann heyrði í fyrstu plötu Kate Bush.
Eins og venja er, þegar nýr listamað-
ur kemur fram á sjónarsviðið, reyna
poppskríbentar að setja hana á bás
með hinum og þessum söngkonum.
Allar slíkar tilraunir hafa mistekist,
einfaldlega vegna þess að hvaö söng-
inn varðar er Sinead O’Connor engri
lík. í rödd hennar býr seiðandi kraft-
ur sem á stundum læðist meðfram
yfirborði vitundar manns en þeytist
án fyrirvara (og stundum að því er
virðist stjórnlaust) af ógnarkrafti
fram á bjargbrúnina og vegur salt
yfir hyldýpi sem ýmist tekur á sig
mynd sjálfstortímingar eða óbifan-
legrar þrautseigju.
Sagan á bak viö frama Sinead-
O’Connor er nokkuö óvenjuleg. Hún
•ólst upp viö mjög erfiðaríjölskyldu-
aðstæður og eyddi raunar drjúgum
hluta æsku sinnar í misgóðum
heimavistarskólum þar sem hún átti
í útistöðum við samnemendur sína,
kennara og stundum lögreglu. Að
eigin sögn leiddist henni skólavistin
svo hún stakk af og gerðist söngkona
í pöbbum Dyflinnar. Það var í einum
slíkum pöbb sem hún var uppgötvuð
af The Edge, gítarleikara U2, sem
heillaðist af þessari sérstæðu söng-
konu. Hann bauð henni að vinna með
sér að tónlist fyrir kvikmyndina He-
roine og tók hún því fegins hendi.
Platan vakti athygli gagnrýnenda og
almennings á henni og í framhaldi
af því var henni boðinn samningur
hjá Chrysalis. Hæfileikar Sinead-
O’Connor eru greinilega margbreyti-
legir því aö hún samdi alla tónlist
The Lion and the Cobra og stjórnaði
sjálf upptöku hennar. Er það óneit-
anlega merkilegt ef miðað er við það
að hún er ekki nema tuttugu og
tveggjaára.
Ungur aldur Sinead O’Connor set-
ur mark sitt á plötuna. Lögin eru
nokkuð misjöfn að gæðum og líklega
hefði The Lion and the Cobra orðið
enn sterkari frumraun ef reynslu
eldri manna hefði notið við. Hún er
hins vegar á réttum tíma og er um
þessar mundir í vel heppnaðri tón-
leikaferð þar sem m.a. þeir Andy
Rourke og Mike Joyce, helmingur
The Smiths sálugu eru henni til að-
stoðar og nýjasta smáskífan af
plötunni Mandinka klífur vinsælda-
lista bæði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Ef The Lion and the Cobra
er einhver vísir að því sem koma
skal frá þessari hæfileikaríku söng-
konu er enginn vafi á því að Sinead
O’Connor er nafn sem vissara er að
leggja á minnið.
Lífið er of gott...
Velgengni Sykurmolanna á erlendri grund virðast engin tak-
mörk sett. í seinasta mánuði var önnur smáskífa þeirra I Bret-
landi, Cold Sweat, gefin út við svipaðar viðtökur gagnrýnenda
og plötukaupenda og Birthday fékk i haust. Lagið var valið
smáskifa vikunnar í New Musical Express og gagnrýnandi
Melody Maker hafði það að segja um lagið að það væri fram-
ar öllum vonum. Plötukaupendur létu sitt ekki eftir liggja: i
þessari viku er Cold Sweat i þriðja sæti óháða breska smáskifu-
listans en lagið hefur verið á topp fimm frá því það kom út.
Eftir stórfréttir í flestum fjölmiðlum fyrir áramót um öll þau
gylliboð, sem erlend útgáfufyrirtæki gerðu Sykurmolunum,
hefur lítið frést af samningsundirritun. Ástæðan fyrir þessu mun
þó ekki vera sú að áhugi manna á þeim hafi dvínað heldur
hafa stöðugt verið að berast ný og betri tilboð sem erfitt er að
vinna úr á skömmum tíma. Nú virðist loks sem undirritun samn-
inga sé í þann veginn að komast í höfn. Of snemmt er að láta
uppi nöfn þeirra fyrirtækja sem koma við sögu en til marks um
það hvers konar samningar eru á ferðinni má nefna að sá samn-
ingur, sem molunum býðst fyrir dreifingu í Bandaríkjunum, er
af svipuðum toga og stórstjörnur á borð við Prince og Ma-
donnu hafa.
Um miðjan mars halda Sykurmolarnir í stutta tónleikaferð til
Bretlands þar sem þeir spila á fernum tónleikum viðs vegar um
landið en þaðan er líklegt að þeir haldi til Þýskalands til frek-
ara tónleikahalds. Ennþá er óráðið hvenær breiðskífan Life’s,
too Good ketnur út hér heima en hún verður gefin út í mai
í Bretlandi.
Pere Ubu endurvakin
Ef nefna ætti eina bandaríska hliómsveit, sem hafði stefnumótandi áhrif á nýbylgju og fram-
sækið rokk seinustu tiu ára, kæmi upp í huga margra hljómsveit Davids Thomas, Pere Ubu.
Hljómsveitin kom fyrst fram í sviösljósið 1976 og vakti athygli fyrir nýstárlega blöndu rokks
og borgarblús sem var fullkomnuð meö skemmtilega brengluðum söng Thomas. Pere Ubu
hætti störfum 1982 og þótti þar vera skarð fyrir skildi. Hljómsveitarmeðlimir héldu hver á
sína braut en David Thomas hóf litríkan sólóferil sem íslendingar hafa notið góðs af á þeim
tónleikum sem hann hefur haldið hér í Reykjavík, nú síðast í haust sem leið við frábærar
undirtektir. Þau stórtíðindi bárust síðan fyrir skömmu að Pere Ubu væri tekin til starfa á ný
með flestum upprunalegu meðlimunum. í tilefni þess hefur verið endurútgefið fyrsta meistara-
verk þeirra, The Modern Dance, sem kom út árið 1978. Með hækkandi sól mega menn svo
eiga von á nýrri breiðskífu og ef marka má umfjöllun breskra gagnrýnenda um tónleika, sem
Pere Ubu hélt í London fyrir skömmu, hefur ekkert gleymst af þeim frumleika sem var aðals-
merki hennar.
Morrissey, fyrrum söngvari The
Smiths, er enn í fullu fjöri þrátt fyrir
tímabær endalok The Smiths síðast-
liðið haust. Hann sendi frá sér nýja
smáskífu á dögunum sem ber nafnið
Suedehead og er forsmekkurinn að
fyrstu sólóplötu hans sem kemur út
í næsta mánuði. Viva Hate, eða Lifi
hatrið, er vinsamlegur titill plötunn-
ar sem Morrissey vann í samvinnu
við Stephen Street, upptökustjóra
The Smiths. Street sér um allar laga-
smíðar og verður óneitanlega for-
vitnilegt að sjá hvort honum tekst
að ná jafnsterku jafnvægi viö yfir-
drifinn söng Morrisseys og Johnny
Marr, gítarleikari og lagahöfundur
the Smiths, hafði þegar þeir voru upp
ásittbesta.
Allt frá því að Talking Heads sendu
frá sér True Stories fyrir tveimur
árum hafa þær sögusagnir öðru
hverju gerst ágengar að samstarf
hljómsveitarmeðlima hafi veriö erf-
itt fyrst og fremst vegna ráðríkis
Davids Byrne söngvara. Bæði David
Byrne og Jerry Harrison hljómborðs-
leikari hafa gefiö út sólóplötur
nýlega. Byrne samdi tónlistina viö
stórmynd Bertoluccis, The Last Em-
peror, ásamt Ryuichi Sakamoto en
önnur sólóplata Harrisons, Casual
Gods, kom svo út í þessari viku. Svo
virðist sem þeir hafi fengið útrás fyr-
ir sjálfstæða tjáningarþörf sína því í
næsta mánuði kemur út ný breið-
skífa með Talking Heads sem ber
heitið Naked. Nokkrir merkir gestir
eru á plötunni, m.a. Johnny Marr og
írska þjóðlagapönksveitin The
Pogues.
Bjartasta von bresku óháðu plötu-
útgáfunnar, Rough Trade, um þessar
mundir er breska poppsveitin The
Woodentops. Þar á bæ binda menn
miklar vonir við það að The Wood-
entops, undir forystu söngvarans
Rollo McGinty, nái sömu hylli al-
mennings og vinsælasta hljómsveit
útgáfunnar, the Smiths, hafði áður
en hún hætti. Þriðja breiðskífa henn-
ar kemur út í mars og nefnist
Woodenfoot Cops on the Highway.
* Kanadískaljóðskáldiðogsöngvar-
inn Leonard Cohen er kominn á
kreik með nýja breiðskífu í fartesk-
inu. Nefnist hún I’m Your Man og
mun sjálfsagt leggjast misvel í aðdá-
endur eldri lagasmíða á borð við
Suzanne og Bird on the Wire. En
röddinstenduralltaffyrirsínu...
Popp
Þorsteinn Högni
Gunnarsson