Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Page 28
28
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Sakamál
Unga, laglega afgreiðsl-
ustúlkan í bar gistihúss-
ins fannst myrt í dimmu
skoti. Það var greinilegt
að henni hafði verið mis-
Dyrmt. En morðinginn
íafði skilið eftir vísbend-
ingu um hver hann var.
Sagan hefst
aö kvöldi föstudagsins 1. ágúst
1986 í barnum í Wellingtongistihús-
inu í Birkenhead á Englandi. Þar var
þá margt um manninn og gestirnir í
kátara lagi. Þaö var heldur ekki aö
undra því þetta var sá dagur vikunn-
ar er margir fengu laun sín greidd
og þar að auki var fríhelgi framund-
an.
Um beina gekk uppáhald flestra
gestanna, Díana Sindall, tuttugu og
eins árs gömul, lagieg stúlka.
„Hún er
stefnuföst“
var lýsing sem síðar var gefin á
Díönu. Þaö voru líka orð að sönnu
því hún var vinnusöm og átti sér
markmið í lífinu. Á daginn rak hún
blómabúð sem hún átti en á kvöldin
gekk hún um beina í bar Welling-
tongistihússins. Hún var lofuð og var
að spara fé til heimihsins sem hún
ætlaði að eignast og brúðkaupsferð-
arinnar sem framundan var en hún
og unnusti hennar ætluðu til Kaup-
mannahafnar.
„Vanaföst“
var einnig sagt að Díana hefði
verið og það fékk lögreglan sann-
reynt þegar hún hafði haft þetta mál
til rannsóknar um hríð. Á hverju
kvöldi eftir lokun ók Díana unnusta
sínum, Davið Beattie, sem var tutt-
ugu og tveggja ára, í gömlum sendi-
ferðabíl, sem hún átti, til einhvers
matsölustaðar þar sem þau fengu sér
eitthvaö að borða.
Þennan hátt ætluðu þau einnig að
hafa á þegar Díana kæmi frá gisti-
húsinu um hálftólfleytið þetta fóstu-
dagskvöld. Hún var hins vegar þreytt
að lokinni vinnu um daginn og leið
ekki sem best. Og það kann að hafa
verið ástæðan til þess að hún hafði
ekki tekið eftir því að bíllinn hennar
var bensínlaus.
Davíð Beattie.
Díana kemur
ekki heim
Um klukkustundu eftir lokun
barsins í Welhngtongistihúsinu var
Davíð ekki farinn að heyra neitt frá
Díönu. Hann hringdi þá heim til
hennar en þangað hafði hún ekki
komið. Því hringdi hann til gistihúss-
ins en þar vissi enginn neitt um hana
heldur.
Davíð leist nú ekki á blikuna og
hafði samband við lögregluna. Hún
fór þegar að svipast um eftir Díönu
og skömmu síðar fannst bíll hennar
á stæðinu bak við gistihúsið. í ijós
kom við athugun að ekkert bensín
var á honum. Þá var farið að ræða
við afgreiðslumenn á bensínstöðv-
um, sem opnar voru í nágrenninu,
til þess að kanna hvort hún hefði
komið í einhverja þeirra til þess aö
kaupa bensín en enginn kannaðist
við að hafa séð hana. Frekari rann-
sókn um nóttina leiddi í ljós að
enginn strætisvagnstjóri kannaðist
heldur við að hafa séð hana.
Lögreglan og sjónvarpið settu nokkur atriði málsins á svið og sýndu þá meðal annars leiðina sem Díana gekk
frá bílnum sínum.
„Það er eins
og jörðin hafi
gleypt hana“
varð einum þeirra lögreglu-
manna, sem leituðu Díönu þessa
nótt, að orði. Var nú farið að und-
irbúa nákvæma leit í öllu hverfinu
umhverfis Welhngtongistihúsið dag-
inn eftir. Sú leit hafði hins vegar
ekki borið árangur þegar kona ein,
sem átti leið um skammt frá því, kom
að skoti sem hún sá eitthvað í. í
fyrstu hélt hún að þarna hefði verið
kastaö skemmdri útsthlingarbrúðu
en þegar hún gáði betur kom í ljós
að um hálfnakta konu var að ræða.
Hún reyndist vera Díana Sindall.
Illa leikin
Lögreglan kom von bráðar á vett-
vang. Skoðun leiddi í ljós að Díana
haföi verið slégin með einhverju
þungu. Þá hafði henni verið kynferð-
islega misboðið áður en hún lést.
Eitthvað af fótum hennar var horf-
ið. Á öxl hennár sáu réttarlæknamir
hins vegar bit sem vakti athygli
þeirra. Þeir komust brátt að þeirri
niðurstöðu að það væri eftir mann.
Bitið gaf lögreglunni enn ákveðn-
ari hugmyndir um eðh morðingjans.
Ljóst var að hann hafði ekki ætlað
Pétur Sullivan. að ræna Díönu því hún var enn með