Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 41
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 53 LífsstOI Eftirfarandi verð er uppgefið á ferðaskrifstofiim og flugfélögum á flugi og Flestallar feröaskrifstofur og flugfélögin selja „flug og bíl“ ferðir Flestir bjóða flug og bíl Þúsundir kr. Ofangreint verð er miðað við eftirfarandi forsendur:" - Ferð verði eftir 1. júní 1988. - Fjórir ferðast saman og þar af tveir undir 12 ára aldri. - Ferðin taki 3 vikur. - Bíll af ódýrustu tegund. Verðflokkur A. Innifalið í öllum tilfellum er flug, bill, ótakmarkaður akstur (þ.e.a.s. ekk- ert kmgjald), söluskattur og kaskótrygging. Ekki innifalið flugvallargjald, slysatrygging og mismunandi greiðslur ef bíll er skilinn eftir á öðrum stöðum en upphafsstað. -EG Allar ferðaskrifstofur og bæöi ís- lensku flugfélögin selja hinar svo- kölluðu „flug og bíl“ ferðir. DV athugaði verð og þjónustu á þessum ferðum og kom eftirfarandi í ljós. Verðlagning virðist vera mjög svip- uð og á það trúlega rætur aö rekja til staðlaðra gjalda flugfélaganna. Bílaleigur eru að sjálfsögðu margar og mismunandi og er erfitt að meta þá þjónustu sem þar er boðin. I flest- öllum tilfellum er um viðurkennd bílaleigufyrirtæki að ræða sem bjóða nýlegar bifreiðar. Þegar DV hringdi til að kynna sér þessa þjónustu kom í ljós að mjög mismunandi er staðið að upplýsing- um og þjónustu fyrir þá sem hafa áhuga á flug og bíl ferðum. Sumar ferðaskrifstofur og flugfélög bjóða ekki upp á neina sérlega aöstoð fyrir flug og bíl viðskiptavini. Aðrir að- stoða fólk við val á leiðum, bókanir og afhenda jafnvel vönduð vegakort til væntanlegra ferðalanga. í flestum tilfellum buðust þó starfsmenn þeirra fyrirtækja sem leitað var til að aöstoöa um val og bókanir eftir því sem aðstæður leyfðu. -EG Bömin með í ferðalagið Nú eru margir að taka ákvarðanir um hvert skuli halda í sumarleyfmu. Sumir ætla að taka börnin meö og aðrir ekki. Val á ferðum og áfanga- stöðum byggist oft á því hvort börn eru með í feröinni. Það er hægt að fara flestar þær ferðir sem í boði eru með börn ef fyrirhyggja er með í fór- inni. Hér á eftir fara nokkur ráð fyr ir fólk sem ætlar sér að ferðast akandi með börnin í útlöndum. Betri undirbúningur Þegar ferðast á erlendis með börnin í bíl þarf að skipuleggja ferö- ina betur en ella. Það er ekki þægilegt að lenda í því að hafa engan sama- stað með örþreytt böm í aftursætinu. Þegar valin eru hótel eða sumarhús er gott að kynna sér áður hvað þau hafa upp á að bjóða. Er til dæmis sundlaug á staðnum, er leikaöstaða fyrir hendi eða er gistingin á ein- hvern hátt spennandi fyrir börn? í mörgum hótelskrám hjá ferðaskrif- stofunum kemur fram hvort hótel eru „vingjarnleg" börnum og er þá átt við hvort þessum viðskiptavinum sé sérstaklega sinnt. Þegar ferðast er með börn er eins gott að gera sér grein fyrir því strax að það þarf einnig að sinna þeirra þörfum. Það skilar sér fljótt aftur ef þeim er gefmn nægur tími. Gott er aö hafa þaö að reglu að stoppa á hverjum degi á stað þar sem þau geta hreyft sig og fengið útrás. í stað •þess að borða á einhverjum veitinga- stað í hádeginu er hægt að útbúa nesti og njóta þess úti í náttúrunni. Hægt er að fá upplýsingar um skemmti- og dýragarða á leiðinni og koma við á þeim. Ferðir á söfn, ýmiss konar, eru oft vel þegnar. í ökuferð þarf engum að leiðast Flestallir foreldrar þekkja það . vandamál að hafa ofan af fyrir börn- unum meðan á ökuferð stendur. Þessir hinir sömu foréldrar hafa ótal ráö, sem reynst hafa vel í gegnum tíðina, til aö stytta bömunum stund- ir. Hér kom nokkrar hugmyndir sem nýst gætu sem viðbót. Um bækur og lesefni þarf ekki að fjölyrða. Ef hægt er að útvega bækur um þau lönd eða svæði sem ferðast ér um gerir það ferðina enn meira spennandi fyrir börnin. Af leikjum og púsluspilum er sjálfsagt aldrei nóg og er hægt að Ferðir bæta við safnið á leiðinni. Stílabók, þar sem ferðasagan er færð inn reglulegá, er ekki aðeins skemmtileg dægradvöl heldur einnig þroskandi. Það er til dæmis hægt að kaupa póst- kort með myndum af viðkomustöð- um á leiðinni og líma í bókina. Endalausir möguleikar eru til dægradvalar á ökuferð og er lítill vandi að gera þær skemmtilegar. Ferðalög með börnunum geta og eiga að vera skemmtileg, ef tillit er tekið til þessara einstaklinga. Það er ákaflega skemmtileg viðbót að sjá og upplifa nýja staöi út frá sjónarhóli barnanna. -EG Ferðalag með börnunum þarf ekki að vera stressandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.