Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 42
54
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Lífsstm
Þegar viö komum til Genfar bjugg-
umst við viö þvi að sjá þaö besta sem
Sviss hefur upp á aö bjóða og við
• urðum ekki fyrir vonbrigðum.
Verslanir þar eru mjög góðar og
sama er að segja um gistihúsin. Þá
eru þar margar fagrar byggingar og
í borginni eru smíðuð úr af nær öll-
um þeim tegundum sem framleiddar
eru í landinu.
Um borgina í heild má segja að hún
sé fallegasta fjallaborgin í allri Sviss.
Vatnið, sem Genf stendur við, dregur
nafn sitt af borginni.
Við bjuggum í Beau Rivage gisti-
húsinu og út um gluggann hjá okkur
gátum við \-irt fyrir okkur vatnið og
Alpana. Það var gott að geta notið
slíks útsýnis nývaknaður á morgn-
ana. Síðdegis annan daginn okkar
þarna fórum við svo í tveggja stunda
siglingu á vatninu.
Á krossgötum
Genf er þekkt fyrir afvopnunarvið-
ræðurnar sem þar hafa fariö fram
undanfarin ár en saga hennar er
mjög löng og afar viðburðarík. Segja
má að í þúsund ár hafi hún meira
eða minna komið við sögu þeirrar
valdabaráttu sem staðið hefur í Evr-
ópu. Og enn í dag er hún á kross-
götum þótt á annan hátt sé en
fyrrum, því um hana fer fjöldi ferða-
manna sem kemur flugleiðis til
landsins til þess að fara á skíði, ann-
aðhvort í svissnesku Ölpunum eða
þeim frönsku. Þeir sem hafa ekki
áhuga á vetraríþróttum þurfa ekki
aö óttast leiöindi því afar margt fróð-
legt, fallegt og skemmtilegt er að sjá
í borginni.
Er getið í verkum Sesars
Eins og fyrr segir er saga Genfar
gömul og gegndi byggðin þar sem
hún er nú mikilvægu hlutverki á
dögum rómverska heimsveldisins.
Greinir frá því i ritum Sesars að
hann hafi reist virki á bökkum ár-
innar Rón (Rhone) til þess að styrkja
varnaraðstöðu sína við vesturenda
vatnsins.-
Um tíma var sótt að Genf er kaþól-
ikkar gerður hríö að mótmælendum.
Að baki þeim aðgerðum bjó meðal
annars áætlun um aö auka áhrif
Frakka í Sviss með því að knýja
mótmælendur til þess að ganga í
bandalag við Frakkland en Genf var
þá á svæði siðbótarmanna.
Hluti af heimsveldi Napóleons
Á árunum 1798 til 1913 var Genf
hluti af heimsveldinu sem Napóleon
kom á fót en 1815 varð borgin svo á
nýjan leik hluti af Sviss. Er þaö
vegna þessara frönsku áhrifa að
franska er nú töluð í Genf og réttim-
ir, sem við fengum í veitingahúsum
borgarinnar, báru því margir merki
hve frönsk matargerðarlist er ráð-
andi. Má í þessu sambandi nefna
veitingahúsið Chat Botte sem er í
sérflokki.
Gömul borg og ný
Sá sem gengur um götur borgar-
innar og hlustar á samræður fólks á
frönsku kann að gleyma sér um
stund og halda að hann sé kominn
til Frakklands. En hann þarf þá ekki
annað en að líta upp og virða fyrir
sér svissneska fánann, sem blaktir
við hún á flestum opinberum bygg-
ingum, til að átta sig.
Eg las það einhvers staðar að Genf
væri mjög ungleg borg þrátt fyrir
aldurinn. Það fyrrnefnda kemur vel
fram í töfrum hennar, vönduðum
vörum í verslunum og hjá tísku-
klæddum konum á götum og í veit-
ingahúsum. Þaö síðamefnda birtist
svo í byggingum eins og rómversk-
gotnesku dómkirkjunni St. Pierre,
Place du Bourg de Four frá miðöld-
um og Genfarháskóla sem er frá 16.
öld en Kalvín reisti hann árið 1559.
Margirtala ensku
Yfirbragð borgarinnar er mjög al-
þjóðlegt þrátt fyrir greinileg frönsk
áhrif í fari borgarbúa. Þannig era í
Genf aðalstöðvar Sameinuðu þjóð-
anna í Evrópu og það með öðru hefur
leitt til þess að margir borgarbúar
tala nú ensku. Auk Sameinuðu þjóð-
anna eru í borginni ýmis önnur
alþjóðasamtök.
Eitt af því sem ferðamenn gera sér
far um að skoða er gosbrunnurinn
Jet d’Eau en hann þeytir vatninu í
um eitt hundrað og tuttugu metra
hæð. Annaö sem vekur athygli ferða-
manna eru litlar og tandurhreinar
sælgætisbúðir en þær er að finna við
GENF:
Borg á
krossgötum
Chateau de Chillon við Genfarvatn.
Séð yfir borgina frá Saleve-
fjalli.
Stóra leikhúsið (Grand Theatre) í Genf.
DV
næstum hveija götu. I þeim má fá
næstum því hvaða tegund súkkulað-
is og annars sælgætis sem er enda
Svisslendingar heimsfrægir súkkul-
aðiframleiðendur.
Lac Leman
Lac Leman er rétt nafn Genfar-
vatns og við það eru mörg veitinga-
hús og útikaffihús. Reyndar er alltaf
mikið um að vera við vatnið. Þar eru
fræg gistihús eins og Beau Rivage á
„hægri bakkanum" en einnig margir
þekktir veitingastaðir. Á „vinstri
bakkanum" eru svo flestir bankanna
og íjölmargar verslanir.
Verslunarhverfið í Genf er ekki
mjög stórt en talið eitt það besta í
heiminum. Reyndir ferðamenn segja
að hægt sé að gera meiri innkaup í
því á einni klukkustund en nokkru
öðru verslunarhverfi í heiminum.
Rue du Thone er heimsþekkt versl-
unargata og þar er að finna mikiö
úrval af úrum, fotum, skóm, skinn-
um og leöurvörum.
Fomverslanir er að finna í gamla
borgarhlutanum. Þar er einnig
Handiðnaðarmiðstöðin sem var ný-
lega opnuð. Hún er á þremur hæöum
9g í henni eru um fimmtíu verslanir.
í hverfinu eru einnig margar sér-
verslanir og ein frægasta kvenundir-
fataverslun í borginni, Lipp.
Gengið um borgina
Það var áhrifamikið að sjá ána Rón
renna undir gáttastífluna í Pont de
L’ile (brúnni ) en á eyjunni litlu í
miðri ánni eru aðalskrifstofur ferða-
skrifstofu borgaryfirvaldanna. Við
fetuöum í fótspor Sesars þegar við
gengum yfir brúna og þegar komið
er aö byggingunni, sem ferðaskrif-
stofan er í, má á henni sjá skilti sem
segir að einmitt þarna hafi herlið
Sesars farið um.
Leiðsögumaöurinn okkar sagði að
því væri eins farið meö Genf og Par-
ís aö í báðum ánum, sem um borgirn-
ar renna, væru htla eyjar. Fátt annaö
væri þó líkt með Genf og frönsku
höfuðborginni.
Handan götunnar við jámbrautar-
stöðina getur svo að líta kaþólsku
dómkirkjuna sem ber nafnið Notre
Dame eins og kirkjan fræga í París.
Vieille Ville
Er farið hefur verið yfir Pont de
L’ile er komið í Vieille Ville, gamla
hverfið í Genf. Þótt mikið beri þar á
S. Pierre dómkirkjunni, sem var að
miklu leyti reist á tólftu og þrettándu
öld þótt smíði hennar lyki ekki fyrr
en fimm hundruð árum síðar, ér það
Place Bourg de Four sem flesta ferða-
menn dregur að í þessum hluta
borgarinnar. Nýlega hefur þar verið
komið niður á neðanjarðarhúsa-
kynni sem voru athvarf kristinna
manna í frumkristni. Komu þau í ljós
er verið var að grafa undir gólfinu á
dómkirkjunni undir turninum.
Grand Rue er ein best varðveitta
gatan í gamla borgarhlutanum en í
húsinu númer fjörutíu fæddist Jean
Jacques Rousseau. Á þessum slóðum
er hægt að fræðast afar mikið um
sögu Genfar og ef til vill er það hvergi
betra en í Maison Tavel, elsta húsi
borgarinnar, en þaö stendur við Rue
du Puits-Saint Pierre. Þar getur að
Uta fastasýningu muna og minja allt
frá fyrstu dögum byggðar á þessum
slóðúm.
Smakkað á vínum
Áður en við héldum frá Genf fórum
við í nokkurra stunda ferð um ná-
grenni borgarinnar og smökkuðum
á þekktum vínum. Það er skemmti-
legt að fara um vínræktarhéruðin við
Genfarvatn en þar er að fmna vín-
viðartegundir sem hafa ekki fest
rætur norðar í Evrópu. Úr vínberj-
um, sem ræktuð eru viö vatnið,
Rónána og ána Arve, eru gerð hvít-
vínin Perlan og Pinot Noir og einnig
Gamayrauövínin.
Þeir sem eru að koma til Genfar í
fyrsta sinn ættu ekki að láta undir
höfuð leggjast að fara í skoðunarferð
um borgina. Key Tours standa fyrir
tveggja tíma ferðum sem lagt er upp
í frá Place Routier. Á leiðinni eru
feröafólki sýndir staðir sem það kann
svo að vilja skoða nánar. Þeir sem
vilja hins vegar sjá yfir borgina ættu
að fara yfir til Frakklands sem er
rétt vestan við hana og fara upp á
Salevefjall því þaðan er einstakt út-
sýni.
Höfundur er Breti, Freddi V. Lauenberg, sem
skrifar um feröamál í blöð og tímarit víöa í
Evrópu.