Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 55 LífsstOI Lestarferð um Skotland Hálandaprinsinn Lestarferðir verða æ vinsælli ferðamáti. Enda hefur gífurlegt átak verið gert undanfarin ár til að endur- bæta gamla lestarvagna og auka þægindi að kröfum nútímamanna. Við höfum greint frá Austurlanda- hraðlestinni sem endurvakin var fyrir nokkrum árum og er nú í forum á milli London og Feneyja með við- komu' í París og nýtur mikilla vinsælda. Nú eru í boði margs konar ferðir með lestum og orðin allnokkur sam- keppni á þessu sviði. Ný leið er Wilham Tell-lestin um Sviss, sem þegar hefur náð vinsældum. Ein leið er að fara af stað í aprílmánuði, sem er ekki fjarri okkur íslendingum, og það er lúxuslestarferð um Skotland, The Highland Prince. Lagt verður upp á hverjum fimmtudegi fram á haust og er um að ræða þriggja daga ferð. Það er lagt upp frá Aberdeen í Skotlandi á fimmtudögum og komið til baka um hádegi á sunnudögum. Farið er um Skosku hálöndin, víða stansað og skoðað. Aðeins komast fjörutíu og tveir farþegar í hverja ferð. Sérstakur viðhafnarmatseðUl er í lestinni en þrjú kvöld er kvöld- verður snæddur um borð í henni. Auk veitinganna, sem lofað er að séu fyrsta flokks, er landslagið líklega það sem einna mestu máli skiptir í þessari ferð því hálöndin eru feiki- lega fögur. Það er víða stansað, m.a. hjá viskíframleiðanda og þar bomar fram veitingar. Loch Ness vatnið, borgin Inverness og eyjan Skye er skoðað ásamt fleiru markverðu. Það „ The Highland prince Með skoska Hálandaprinsinum er þægilegt að njóta útsýnisins. Stórbrotið landslag Skosku hálandanna er eitt aðalaðdráttaraflið sem dregur ferðamenn á þær slóðir. er gist á hótelum þær þrjár nætur sem ferðin varir. Þá er komið að því að upplýsa lesendur ujn kostnaðinn. Þessi lestarferð með „Hálandaprins- inum“ kostar um fimmtíu og fimm þúsund krónur. Þá er innifalin lest- arferðin, veitingar, matur og gisting. En þá er eftir fargjaldiö til Glasgow. Eftir 1. apríl mun apexfarseðill til Glasgow kosta 16.600 kr. og flogiö verður fjórum sinnum í viku þangað: mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Svo dýr er allur Hálandaprinsinn. -ÞG IÐNBÚÐ 8 • 210 GARÐABÆ -6A1290 er nýjung á sviði skyndibitastaða Matseðill: Hamborgarar Samlokur Pitur Fiskur og franskar Blandaðir sjávarréttir Expresso kaffi og cappuccino frá Ylli sem er einn frægasti kaffiframleiðandi í heiminum í dag. Þú kaupir einn ham- borgara, færð annan frían, kaupir eina sam- loku, færð aðra fría. ATH. Happy Hour milli kl. 14 og 1 6 virka daga. "ádnuní&i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.