Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Qupperneq 60
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- þá f sfma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - DreiFpg: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Tólfárfyrir manndráp Einar Sigurjónsson hefur í Saka- dómi Njarðvíkur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að hafa með ásetn- ingi orðið Ingólfi Ómari Þorsteins- syni að bana i verbúð í Innri-Njarð- vík 29. ágúst 1987. Sigurður Hallur Stefánsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. Einar, sem þá var 23 ára, og Ingólf- ur Ómar, 25 ára, voru báðir mjög ölvaðir þegar atburðurinn átti sér stað. Til átaka á milli þeirra kom. Einar stakk Ingólf Ómar með hnífi í 'ijartaö og lést Ingólfur Ómar sam- stundis. Ákæra var gefm út 23. nóvember 1987. Einar var dæmdur til að greiða sakarkostnað, 167 þúsund krónur. 60 þúsund króna sakarkostnað í ríkis- sjóð og verjanda sínum, Páli A. Pálssyni hæstaréttarlögmanni, 90 þúsund krónur. Einar Sigurjónsson er í gæsluvarð- haldi og verður þar til dómur Hæstaréttar í málinu fellur. -sme Tveggja ára fangelsi Jóhannes Hólm Reynisson. fyrr- verandi starfsmaður Fasteignasöl- unnar Eignanausts, hefur verið dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi og til að greiða 13 aðilum rúmlega 6,6 milljónir í bætur, auk vaxta. Jóhannes Hólm var ákæröur fyrir að hafa með íjársvikum, fjárdrætti og skjalafalsi náð undir sig 11,5 millj- ónum króna frá 20 aðilum. Verömæt- in voru ýmist í peningum eða verðbréfum. Svikin, sem kærð voru, stóðu yfir frá því í ágúst 1984 og fram í apríl 1987. Jóhannes Hólm hefur gert upp við fáeina aðila og einhverjir aðilar gerðu ekki kröfu á hendur honum. Hann var dæmdur til að greiða all- an sakarkostnað, 100 þúsund krónur. Bragi Steinarsson, settur ríkissak- sóknari, ílutti málið af hálfu ákæru- valdsins. Settur verjandi Jóhannesar Hólm. var Kjartan Reynir Ólafsson hæstaréttarlögmaður. -sme oo'0ilAsroo þrqstiir 68-50-60 VANIR MENN Eysteinn Helgason í viðtali við fréttamann DV í Bandaríkjunum: BrottrekstuHnn kom mér á óvart Ólalur Amarson, DV, Hanisburg: Eysteinn Helgason, fyrrverandi forstjóri Iceland Seafood Corpor- ation, játti því í samtali við frétta- mann DV að aðdragandi brott- reksturs síns og Geirs Magnússonar heíði verið langur og atburðarásin hefði stigmagnast. Hann vildi lítið tjá sig um máliö en sagði þó að ákvörðun stjórnar Ice- land Seafood Corporation í vik- unni, um aö reka hann og Geir, hefði komið sér verulega á óvart. Eysteinn og kona hans, Kristín Lúðviksdóttir, sögðu í samtali við DV að þeim þætti þessi skyndilegi brottrekstur furöuleg framkoma gagnvart þeim og tjölskyldu þeirra. Þegar þau fluttu til Bandarikjanna fyrir einu og hálfu ári bjuggust þau viö að vera hér í að minnsta kosti fjögur ár og seldu þvi hús sitt á Islandi. Börn þeirra væru í skóla í Bandaríkjunum og nú væri mitt skólaár og því ómögulegt að flytja frá Bandaríkjunum fyrr en í vor. Eysteinn sagði að þessi ákvörðun væri enn furðulegri með tilliti til þess að Iceland Seafood stæði mjög traustum fótum og undir hans stjórn hefði hagnaður fyrirtækis- ins aukist verulega, auk þess sem markaðshlutdeild Iceland Seafood á Bandaríkjamarkaði hefði aukist þótt markaðurinn heföi staöið í stað. Eysteinn héfur ráðiö Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmann til að gæta hagsmuna sinna, en að sögn Eysteins er fyrsta verkefni hjá honum að hreinsa sig af öllum grun um misferli af einhverju tagi. Þessi málsmeðferð hefði verið líkust því að hér hefði stórglæpamaður átt í hlut. „Ég ætla að athuga um það aö leita réttar míns og vil ekki að ferill minn sé skaðaður frekar en nauðsynlegt er,“ sagði Eysteinn sem í gærkvöld hélt til íslands. - sjá frekari fréttir á bls. 2 íslandsklukkan komin: Verður sýnd í Háskólabíói á „Ég vissi að þetta mundi allt ganga vel og ég er afskaplega ánægður með að klukkan skuli vera komin hér í hús,“ sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður þegar hann tók við íslandsklukkunni frá Tröllatungu á Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Al- menningi gefst kostur á að skoða klukkuna í Háskólabíói á morgun. Klukkan kom með sendiráðspósti til landsins í gær en sendiráðið í London hafði milligöngu um heim- flutninginn. Það var Kristján Ragnarsson, starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins, sem kom með klukk- una á Þjóðminjasafnið og afhenti Þór gripinn eftir að hafa khppt innsigli ríkisins af sendiráðspokanum. Klukkan er metin á 650 þúsund krónur. Nú stendur yfir sofnun á vegum Þjóðminjasafnsins til kaupa á klukkunni og hafa safnast vel á ann- að hundrað þúsund krónur. Söfnun- in hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en Þór Magnússon hampar Islandsklukkunni. Klukkan er nú komin í vörslu Þjóðminjasafnsins. klukkan verður komin á sýningu. DV-mynd Brynjar Gauti -GK morgun LOKI Ener þá Ijóst hverjum íslandsklukkan glymur? Veðrið á sunnudag og mánudag: Breytilegátt og frostlaust vestanlands Á sunnudag og mánudag verður fremur hæg vestlæg eöa breytileg átt, skýjað og líklega dálítil súld vestanlands en úrkomulaust að mestu annars staðar og bjart veður á Suðaustur- og Austurlandi. Sennilega verður vægt frost norð- austanlands en frostlaust í öðrum landshlutum. Fundað stíft um efnahags- aðgerðir Mikil fundarhöld hafa staðið í allan dag vegna fyrirhugaðra efnahags- ráðstafana og hófst fundahrinan með fundi efnahagsnefndar ríkisstjórnar- innar klukkan 9 í gærmorgun. í gær stóðu síðan fundir linnulítið. Búist er við að fundir verði alla helg- ina um efnahagsmálin og hafa þingflokkar stjórnarflokkanna verið boðaðir á fund klukkan 14 á sunnu- dag. -ój - sjá nánar fréttir Us. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.